Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 42
22. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is KR-INGAR urðu fyrir miklu áfalli í gær þegar ljóst varð að Bandaríkjamaðurinn Chazny Morris verður ekki meira með liðinu í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna vegna meiðsla en hún er með rifinn liðþófa í hné. Keflavík er með 1-0 forystu í einvígi liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar en liðin mætast aftur í kvöld. KÖRFUBOLTI Njarðvík jafnaði metin með öruggum 86-78 heimasigri gegn deildarmeisturum Hamars í gærkvöldi. Njarðvíkurstúlkur höfðu forystu allan leikinn og ætl- uðu sér greinilega að jafna leika eftir að hafa tapað í Hveragerði á laugardaginn síðasta. Hamarsstúlkur voru undir mest allan leikinn og byrjuðu að spila vel allt of seint. „Við bjuggumst við erfiðum leik, Njarðvíkur- liðið er búið að spila í úrslita- keppninni síðustu átta ár og við vissum að þær væru með gott lið með þrjá frábæra ein- staklinga í því. Einnig komu hinir leikmennirnir sterkir inn í þennan leik,“ sagði Ágúst Sig- urður Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir leikinn. „Það var barátta sem vann þenn- an leik, þær voru að fá stig út um allt frá leikmönnum sem stigu upp eftir síðasta leik. Þær tóku fleiri fráköst og við töpuðum á því. Það hjálpaði kannski til að þær voru að spila á heimavelli og vildu vinna þetta fyrir framan sína stuðnings- menn,“ sagði Ágúst. „Ég er mjög ánægður, þetta var flottur leikur og ég er ánægður með liðið mitt,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálf- ari Njarðvíkur. „Við þurftum að jafna metin, laga mistök síðasta leiks og vera miklu ákveðnari, það kom ekkert annað til greina en að vinna hér jafna metin í einvíginu. Við vorum yfir allan tím- ann og þetta var bara frá- bær sigur. Núna þurfum við að fara til Hveragerðis, þótt það sé alltaf betra að spila á heima- velli með góðan stuðning heima- manna þá þurfum við að vinna leik á útivelli í Hveragerði. Það er núna næsta verkefni hjá okkur, það kemur ekkert annað til greina en að vinna þar,“ sagði Sverrir. - kpt Njarðvík jafnaði metin gegn deildarmeisturum Hamars í undanúrslitum: Ætluðum okkur að jafna metin SHAYLA FIELDS Átti flottan leik með Njarðvík gegn deildar- meisturum Hamars í gær. KÖRFUBOLTI Lið ÍR og Hauka gerðu sér lítið fyrir í gær og tryggðu sér oddaleiki í einvígum sínum í fjórð- ungsúrslitum Iceland Express- deildar karla. ÍR vann afar sannfærandi sigur á Keflavík í Seljaskóla og Haukar – síðasta liðið inn í úrslitakeppnina – sýndu hversu þeir eru megnugir með góðum sigri á deildar- og Íslands- meisturum Snæfells á Ásvöllum. „Við byrjuðum þennan leik eins og aumingjar. Við vorum lélegir og byrjuðum leikinn alltof seint,“ sagði Sigurður Þorsteinsson, leik- maður Keflavíkur, eftir tapið fyrir ÍR. Breiðholtsliðið vann 106-89 sigur og er staðan því jöfn í ein- víginu, 1-1. Sigurður var ljós punktur í myrkrinu hjá Keflavík. „Mér er alveg sama um það, við töpuð- um leiknum. Allt liðið verður að geta eitthvað. Vörnin hefur versnað ef eitthvað er. Við héldum að við gætum komið hingað og unnið létt. Þetta er úrslitakeppni og við þurfum að hafa fyrir hlutunum,“ sagði hann. ÍR-ingar byrjuðu leikinn af ótrúleg- um krafti og gest- irnir áttu engin svör. Sveiflurn- ar voru gríðar- legar í fyrri hálfleiknum. Eftir að ÍR- ingar rúll- u ð u u p p fyrsta leik- hlutanum 33-13 fór annar 18-33. Keflvíkingar náðu að komast í fyrsta sinn yfir í leiknum 54-55 eftir hálfleikinn og allt virtist vera að falla með þeim. Það fór þó of mikill kraftur í þessa endurkomu þeirra, Breiðhylting- ar spýttu í lófana og unnu verðskuldaðan sigur. Eiríkur Önundar- son var hæstánægð- ur í leikslok enda ÍR-ingar að vinna sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni síðan í apríl 2008 þegar þeir lögðu ein- mitt Keflavík. „Það er orðið nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt. Ég held að við höfum sýnt það undanfarið að við erum mjög góðir á heimavelli. Við þurfum klárlega að sanna okkur á útivelli og höfum virkilega gott tækifæri til að gera það í þessum oddaleik,“ sagði Eiríkur. Sannfærandi hjá Haukum Haukar unnu virkilega sannfær- andi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Haukar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mín- útu og náðu að halda hraðanum niðri sem var lykillinn að sigrinum í gær. Íslandsmeistararnir léku án efa sinn allra versta leik á þessu tímabili og það verður hægara sagt en gert að koma liðinu aftur á beinu brautina. Gerald Robinson, leik- maður Hauka, var atkvæða- mestur í liði heimamanna en hann skoraði 27 stig og tók 13 fráköst. Jón Ólafur Jónsson skoraði 14 stig fyrir Snæfell og var stiga- hæstur í þeirra liði en eng- inn náði sér almennilega á strik. „Þessi úrslit voru bara virkilega verðskulduð hjá Haukum og ég skil hreinlega ekki hugar- farið í mínum mönn- um,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálf- ari Hauka, eftir tapið í gær. „Það er ótrú- legt eftir að hafa spilað virkilega illa í Hólminum að liðið komi ekki betur stemmd- ara en þetta til leiks í kvöld. Þeir byrja leik- inn vel og komast strax í 8-0 sem var munur sem við áttum erfitt með að brúa. Við vorum bara linir á öllum vígstöðvum og þeir gjör- samlega stjórnuðu þessum leik,“ sagði Ingi. „Við sýndum það hér í kvöld að við getum alveg staðið í þeim bestu,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum með ungt og óreynt lið en með svona stuðningi frá áhorfendum þá hafðist þetta. Handritið var að hægja vel á leikn- um og láta þá verða pirraða sem gekk fullkomlega upp í kvöld. Það verður virkilega verðugt verkefni fyrir okkur að fara í Hólminn en þetta er samt algjörlega frábært fyrir okkur sem klúbb,“ sagði Pétur ánægður eftir sigurinn. Það er því ljóst að þrjú einvígi af fjórum í fyrstu umferð úrslita- keppninnar munu ráðast í odda- leik. Þeir munu allir fara fram annað kvöld en þriðja einvígið er á milli Grindavíkur og Stjörnunnar. - egm, sáp Sannfærandi sigrar „lítilmagnanna“ ÍR og Haukar blésu á allar hrakfallaspár með afar sannfærandi sigrum á Keflavík og Snæfelli í fjórðungs- úrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Úrslitin þýða að oddaleiki þarf til í báðum einvígum. KELLY BIEDLER Skoraði 27 stig og tók tólf fráköst fyrir ÍR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TEKIÐ Á ÞVÍ Haukar unnu góðan sigur á Snæfelli í gær og geta komið sér í undanúr- slit með öðrum sigri í Stykkishólmi annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Þór Akureyri vann dramatískan 76-73 sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í Vodafonehöllinni í gærkvöldi. Valur hefði tryggt sér sæti í úrvalsdeild með sigri en missti frá sér leikinn í lokin. Þór Akur- eyri fór á 15-0 sprett í upphafi fjórða leikhluta, breytti stöðunni úr 64-59 í 64-74 og hélt síðan út á spennuþrungnum lokasekúndum. Oddaleikurinn um sæti í úrvals- deildinni fer fram á Akureyri á miðvikudaginn. Konrad Tota, spilandi þjálfari Þórs, skoraði 20 stig og Dimitar Petushev skoraði 8 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Óðinn Ásgeirsson (16 stig og 10 fráköst) og Ólafur Torfason (14 stig og 15 fráköst) voru líka traustir. Calvin Wooten var með 32 stig, 9 stoðsendingar og 6 stolna hjá Val og Philip Perre skoraði 19 stig. - óój 1. deildin: Þór tryggði sér oddaleik Iceland Express-deild karla: ÍR - Keflavík 106-89 (49-46) Stig ÍR: Kelly Biedler 27/12 fráköst/5 varin skot, Nemanja Sovic 22/10 fráköst, James Bartolotta 18/7 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 17/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 10/8 stoðsendingar, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6. Stig Keflavíkur: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 27/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/6 fráköst, Thomas Sanders 9, Gunnar Einarsson 8, Halldór Örn Halldórsson 6/5 fráköst, Andrija Ciric 5/4 fráköst. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. Haukar - Snæfell 77-67 (38-37) Stig Hauka: Gerald Robinson 27/13 fráköst, Semaj Inge 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16, Örn Sigurðarson 12/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/6 fráköst. Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Ryan Amaroso 13/15 fráköst, Sean Burton 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirs- son 9, Atli Rafn Hreinsson 9/4 fráköst, Zeljko Bojovic 5, Emil Þór Jóhannsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. ODDALEIKIR Í 8-LIÐA ÚRSLITUM Grindavík - Stjarnan miðvikud. kl. 19.15 Snæfell - Haukar miðvikud. kl. 19.15 Keflavík - ÍR miðvikud. kl. 19.15 Iceland Express-d. kvenna: Njarðvík - Hamar 86-78 (47-39) Stig Njarðvíkur: Julia Demirer 32/15 fráköst, Shayla Fields 25/9 fráköst, Ína María Einarsdóttir 11, Dita Liepkalne 8/14 fráköst/8 stoðsendingar, Ólöf Helga Pálsdóttir 4/6 fráköst, Auður R. Jóns- dóttir 3, Anna María Ævarsdóttir 2, Árnína Lena Rúnarsdóttir 1. Stig Hamars: Jaleesa Butler 36/8 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Slavica Dimovska 15/8 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Jenný Harðardóttir 2. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Sundsvall Dragons vann í gærkvöldi sinn fyrsta leik í úrslitakeppni sænsku úrvals- deildarinnar í körfubolta er liðið vann Jämtland Basket á heima- velli, 74-62. Hlynur Bæringsson skoraði sautján stig fyrir Sunds- vall og tók níu fráköst. Jakob Sig- urðarson skoraði átta stig og gaf sjö stoðsendingar. Sundsvall varð deildarmeistari fyrr í mánuðinum en Jämtland varð í áttunda sæti deildarinnar. Þetta var fyrsti leikur liðanna í fjórðungúrslitum en þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslitin. Liðin mætast næst á heimavelli Jämtland á föstudagskvöldið. - esá Sænski körfuboltinn: Drekarnir með 1-0 forystu DEILDARMEISTARAR Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson, leikmenn Sunds- vall Dragons. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í 2-1 sigri Real Madrid á nágrönnunum í Atletico Madrid um helgina og portú- galski landsliðsmaðurinn gæti verið frá í tvær til þrjár vikur. Það er því ekki öruggt að Ronaldo verði með Real á móti Totten- ham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ronaldo meiddist aftan í læri og var tekinn út af eftir 73 mín- útur. Hann er nýstiginn upp úr svipuðum meiðslum en hann missti af tveimur leikjum fyrir seinni leikinn á móti Lyon í 16 liða úrslitum keppninnar. - óój Cristiano Ronaldo: Aftur meiddur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.