Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 24
22. MARS 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● svþ ● verslun og þjónusta Já er þjónustufyrirtæki sem hefur þá einföldu stefnu að miðla upplýsingum sem fólk þarfnast í dagsins önn. „Fyrirtækið sér um rekstur og útgáfu þriggja miðla til að sinna hlutverki sínu en það eru prentaða Símaskráin, 118 og og vefsíðan ja.is,“ segir Sigríð- ur Margrét Oddsdóttir, framkvæmda- stjóri hjá Já. „Fyrirtækið var stofnað fyrir sex árum en byggir á yfir 100 ára gömlum grunni. Hjá fyrirtækinu vinna um 130 manns en við erum með fjórar starfsstöðvar á þremur stöð- um á landinu, tvær í Reykjavík, eina í Reykjanesbæ og eina á Akureyri.“ Sigríður Margrét segir að vel- gengni fyrirtækisins byggist fyrst og fremst á starfsmönnum þess. „Menn- ingin skiptir gífurlega miklu máli. Hjá Já hafa allir starfsmenn skýrt hlutverk og þeir eru meðvitaðir um það. Við viljum vita svarið og við- halda því góða trausti sem landsmenn hafa á okkur. Starfsfólkið á 118 legg- ur sig í líma við að aðstoða fólk við að hafa uppi á símanúmerum og heim- ilisföngum. Ef stúlka þarf að finna sæta strákinn sem hún hitti á Klepp- járnsreykjum um síðustu helgi er allt kapp lagt á að finna símanúmerið hjá honum. Oft vantar fólki upplýsing- ar til dæmis við matreiðslu og stund- um þarf það bara að tala við einhvern og þá hringir það í 118. Starfsfólkið reynir alltaf að koma til móts við þarf- ir viðskiptavina og ef það veit ekki svarið, tekur það jafnvel niður núm- erið, reynir að finna það og hringir svo aftur. Fróðleiksástin er algjör hjá starfsmönnum.“ Já þykir vænt um traust viðskipta- vina sinna en hraðinn er ekki síður mikilvægur og nýjungar sem auð- velda viðskiptavinum lífið. „Við erum sífellt að vinna að nýsköpun og erum afskaplega stolt af forritunarteym- inu okkar, sem jafnvel dreymir fyrir þörfum notenda okkar,“ segir fram- kvæmdastjórinn. „Á síðasta ári feng- um við fern verðlaun fyrir vefina okkar og núna nýlega var ég að taka á móti einum til viðbótar. Nú erum við að setja á markað nýtt snjallsímafor- rit, þar sem viðskiptavinurinn getur séð nafn þess sem hringir, jafnvel þótt hann sé ekki með það skráð í síman- um sínum. Veistu til dæmis hver er með númerið 440 0150,“ spyr Sigríð- ur? Blaðamaður neitar því. „Með Já í símanum muntu vita það,“ segir hún og brosir. „Með þessu nýja forriti mun í símanum þínum birtast: Sérstakur saksóknari!“ Það eru tvö spennandi verkefni fram undan. „Við erum að vinna að nýjum vef ætluðum erlendum ferða- Að vita svarið! Að mati Sigríðar Margrétar byggir velgengni þess. Saga Michelsen úrsmiðanna er stór- merkileg. Það má með sanni segja að úrsmíðin sé í genunum á karlleggnum í þessari ætt. Árið 1907 kom ættfað- irinn J. Frank Michelsen (1882-1954) hingað til lands ásamt fríðu föruneyti Friðriks VIII. en leist svo vel á land og þjóð að hann ákvað setjast að á Sauðár- króki þar sem hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki með úr sem meðal annars báru hans nafn, J.Fr.Michelsen, Sauð- árkrók. Sonur hans Franck Mich- elsen (1913-2009) lærði úrsmíði hjá föður sínum og fór síðan til Danmerk- ur í framhaldsnám þar sem honum bauðst að verða útnefndur konungleg- ur hirðúrsmiður. „Pabbi hafnaði þeirri nafnbót, honum fannst það of mikið pjatt,“ segir sonurinn Frank Ú. Michelsen og brosir. Hann rekur verslunina Michel- sen úrsmiðir á Laugavegi 15 en sonur hans, Róbert, er sá fjórði í röð kar- leggsins sem lærir úrsmíði. „Við lærð- um báðir hjá hinum heimsþekkta og leiðbeinandi WOSTEP-úrsmíðaskóla í Sviss. Róbert hefur sérhæft sig í smíð- um og að gera við gömul úr.“ Fyrirtækið er orðið 102 ára en er samt síungt. „Afi framleiddi úr á sínum tíma en í byrjun heimsstyrjald- arinnar síðari, árið 1939, fengust ekki lengur tannhjól og aðrir hlutar í úr- verkin svo að framleiðsla Michelsen úranna lagðist niður í 70 ár. Á 100 ára afmælinu hófum við framleiðsluna á ný. Michelsen-úrin eru afar vönd- uð smíð, við notum stál í besta gæða- Úrsmiðir í fjóra ætt „Michelsen-úrin eru afar vönduð smíð,“ segir Michelsen úrsmiðir á Laugavegi 15. Verslunin Brynja á Laugaveginum hefur lifað af heimskreppu millistríðsáranna, heimsstyrjöld og hernám, verðbólgudraug níunda áratugarins og nú síðast bankakreppuna. „Búðin hefur verið hér síðan 1919 og við höld- um bara okkar striki,“ segir Brynjólfur Björnsson, eigandi Brynjunnar og starfsmaður frá árinu 1963. „Við fórum ekki á flug í góðærinu, tókum bara að- eins til í búðinni hjá okkur, svo við erum í góðum málum.“ Viðskiptavinir Brynju eru af ýmsum toga. Iðnað- armenn, fyrirtæki, íbúar í næsta nágrenni og allir þeir sem sjá um endurbyggingar og viðhald gam- alla húsa, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. „Við eigum til mikið af smávöru fyrir þá sem eru að gera upp gömul hús og húsgögn,“ segir Brynjólf- ur. „Við pössum okkur á því að eiga þessar vörur á lager og losa okkur ekki við þær þó þær seljist eitthvað hægar. Þetta eru vörur sem fást ef til vill hvergi nema hér.“ Fátt bítur á Brynjunni „Þó hrynji þjóðarbúið þolir Brynjan hnjaskið, sagði einn viðskiptavina Brynjunnar í kreppunni. Ekki þó nú, heldur á milli 1930 og 40,“ segir Brynjólfur Björnsson. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.