Fréttablaðið - 22.03.2011, Side 28
22. MARS 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 ● svþ ● verslun og þjónusta
Neyðarlínan 112 komst í gagnið
hinn 1. janúar árið 1996 og hefur
margsannað gildi sitt á landi og
láði á þeim fimmtán árum sem hún
hefur starfað.
„Árið 2009 fengum við 239.364
símtöl,“ segir Þórhallur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Neyðarlínunn-
ar. „Þar af voru 80 þúsund símtöl
sem ekki kölluðu á viðbúnað, en
159 þúsund sinnum svöruðum við
símtölum þar sem um neyðartilvik
var að ræða.“
Þessar tölur eru sambærilegar
við það sem gerist á hinum Norð-
urlöndunum. Tölur fyrir 2010 eru
ekki tiltækar en símtöl munu hafa
verið eitthvað fleiri.
Bein fylgni er milli þess hversu
oft er hringt í Neyðarlínuna og
hversu mikið fólk er á ferðinni.
„Það er klárt að þeim mun meira
sem er að gerast, fleira fólk á veg-
unum, þeim mun fleiri símtöl,“
segir Þórhallur.
Auk Þórhalls starfa um 20
manns hjá Neyðarlínunni, bæði
tæknifólk og auðvitað þeir sem
svara í símann. „Það mæðir mikið
á fólkinu okkar en þetta er allt
þrautþjálfað fólk,“ segir Þórhall-
ur. „Hvert símtal er einstakt og
það getur alltaf komið upp eitt-
hvað sem aldrei hefur gerst áður
og undir það þurfum
við að vera búin.“
240 þúsund
símtöl á ári
Þórhallur segir Neyðarlínuna vera í
stöðugri þróun. Sem dæmi um það
nefnir hann yfirvofandi endurnýjun alls
tölvukerfis línunnar. MYND/GVA
-er svarið
Ekki missa af
mikilvægum
símtölum
Fáðu Já í símann og þú sérð strax hver er að hringja
Nú gefst þér tækifæri til að fá einfalt forrit í símann þinn sem sýnir hver er að
hringja þrátt fyrir að viðkomandi sé ekki skráður í tengiliðaskrá símans þíns.
Forritið tengist á augabragði við Já og þannig sést nafn, sími og heimilisfang
þess sem er að hringja.
Forritið sjálft kostar ekkert og fyrsti mánuðurinn er án endurgjalds. Ef þú vilt
síðan hafa Já í símann áfram borgar þú 99 kr. á mánuði fyrir þjónustuna.
Android Symbian