Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 36
22. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR20 20 menning@frettabladid.is Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarmaður opnar sýninguna Borders á torgi við byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York á fimmtudag. Sýningin stend- ur yfir í hálft ár. „Þetta er líklega einn fjölfarn- asti staður sem ég hef sýnt á,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarmaður. Sýning henn- ar, Borders, verður opnuð á fimmtudag á Dag Hammarskjöld Plaza við byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York. Sýningin samanstendur af 26 „fígúrum“, sem Steinunn hefur getið sér orð fyrir, þrettán úr áli og jafn mörgum úr smíðajárni. „Þetta eru þrettán pör sem spegla hvert annað, svo að segja, og eiga í þöglu samtali sín á milli.“ Borders er samvinnuverkefni Steinunnar og New York borgar og kemur í beinu framhaldi af sýningunni Horizons, sem Stein- unn hefur ferðast um Bandarík- in með. „Ég sendi borgaryfirvöldum inn tillögu að innsetningu sem var sniðin að þessu torgi og það er skemmst frá því að segja að þau féllust á hana og við kýldum á þetta.“ Steinunn segir torgið vera samfélagslegan suðupott, þar sem mikið sé um pólitískar uppákomur og viðburði. „Torg- ið er stundum nefnt „Hliðið að Sameinuðu þjóðunum“. Þetta er hálfgert heimstorg þar sem allar þjóðir koma saman og sýningin vísar beint í það og minnir okkur á mennskuna og það sem samein- ar okkur þrátt fyrir landamæri.“ Sýningin stendur yfir í hálft ár. „Það er mjög gott því verkin fá að njóta sín í öllum ársíðum; við náum í skottið á vetrinum og verkin verða uppi fram á haust. Þetta er auðvitað líka frábært tækifæri fyrir mig sem lista- mann, að fá að sýna á jafn fjöl- förnum og áberandi stað þetta lengi.“ Steinunn hefur notið velgengni utan landsteinanna á undanförn- um árum og hefur ekki getað haldið sýningu á Íslandi síðan 2006 sökum anna erlendis. Sýn- ingin Horizons var frumsýnd í New York 2007 og hefur síðan þá ferðast til sex staða í Banda- ríkjunum, nú síðast í höggmynda- garð Georgia Museum of Modern Art. Þá var níu metra há högg- mynd eftir Steinunni afhjúpuð við Háskólann í Aberdeen í Skotlandi í fyrra. bergsteinn@frettabladid.is Þetta eru þrettán pör sem spegla hvert annað, svo að segja, og eiga í þöglu samtali sín á milli. STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR MYNDLISTARMAÐUR Óður til lífsins er heiti nýútkominnar bókar sem hefur að geyma speki frumbyggja Ameríku. Helen Exley valdi texta og mynd- ir í bókina sem er „vandað safn friðsælla íhugana um mennina, jörðina og móður náttúru,“ eins og segir á bókarkápu. Það er Steinegg sem gefur bókina út en hún er sú nýjasta í gjafabókaröð Helenar Exley sem hefur að geyma vísdómsorð um samskipti manna, ást, tengsl fjölskyldna, vináttu og fleiri persónuleg gildi. Óður til lífsins Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Kosningar 2011 Allsherjaratkvæðagreiðsla VR til formanns og stjórnar er hafin og stendur til hádegis 30. mars nk. Nýttu atkvæðisrétt þinn og hafðu áhrif. Öll atkvæði hafa sama vægi. Þú finnur allar nánari upplýsingar á www.vr.is Nú göngum við til kosninga. Láttu þig málið varða, VR er félag okkar allra. *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.* FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A/ SI A. IS /F LU 5 38 64 0 3/ 11 Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði. YFIR LANDAMÆRI HAFIÐ SNÚA BÖKUM SAMAN Sýningarstaður Steinunnar Þórarinsdóttur myndlistarmanns við Dag Hammarskjöld Plaza í New York í Bandaríkjunum er að hennar sögn líklega sá fjölfarnasti sem hún hefur sýnt á. MYND/BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON TÍSKUSÝNING LHÍ Tískusýning nemenda á fyrsta og öðru ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands verður á Nasa föstudaginn 25. mars klukkan 22. Fötin sem verða sýnd eru afrakstur fimm vikna námskeiðs. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.