Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Ljóshærðir hafa fleiri hár á höfðinu en fólk með annan háralit. Meðalmaðurinn er með 100.000 hársekki á höfði en hjá ljóskum eru þeir 146.000. Svarthærðir hafa 110.000, brúnhærðir 100.000 og rauðhærðir 86.000. á, ég var hræddur og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá myndi ég ekki gera þetta aftur,“ segir franski snjó- drekakappinn Jerome Joss- erand, spurður hvort ferðin frá Akureyri upp á Vatnajökul á föstudag hafi hrætt hann. Leið- in er um 200 kílómetrar, ferðin tók tíu klukkutíma og seinnihluta leiðarinnar var veðrið orðið vont og skyggni afar takmarkað. „Vindurinn var mikill, snjórinn rauk tvo metra upp í loftið og ég sá ekki nema um það bil fimm metra fram fyrir mig,“ segir Josserand. „Ég var orðinn mjög þreyttur, aðstæðurnar voru hættulegar og mér var illt í fætinum, en þetta var samt þess virði.“ Hvað var það eig- inlega sem gerði þessa svaðilför erfiðisins virði? „Fyrstu fimmtíu kílómetrana var veðrið frábært og landslagið stórkostlega fallegt,“ segir Josserand. „Ég er líka mjög stoltur af því að við skyldum halda áfram og ná því markmiði sem við settum okkur.“ Með Josserand í för var kvik- myndateymi frá Film IT product- ions, sem festi ferðina á filmu í þeim tilgangi að gera 27 mínútna langa heimildarmynd um ferða- lagið. Þrátt fyrir að veðrið léki ekki beinlínis við ferðalangana ákváðu framleiðendur myndar- innar að halda áfram og ljúka við upptökurnar. „Við náðum öllu sem við ætluðum okkur,“ segir Erik Kapfer, sem ásamt Andreja Flach framleiðir myndina. „Við nutum frábærrar aðstoðar frá South Ice- land Adventure og allt aðstoðar- fólk, bílstjórar og snjósleðastjór- ar voru frá því fyrirtæki. Þau stóðu sig frábærlega og við erum óskaplega þakklát fyrir aðstoð þeirra. Við erum harðákveðin í að koma aftur til Íslands og taka fleiri myndir en hver viðfangsefn- in verða get ég ekki upplýst strax,“ segir Kapfer. Sett hefur verið inn myndband á slóðinni www.crossingiceland. is þar sem forvitnir geta séð Joss- erand kljást við íslenska náttúru. fridrikab@frettabladid.is Franski snjódrekakappinn Jerome Josserand flaug 200 km á snjódrekanum í vonskuveðri á föstudag. Stórkostlegt ferðalag þrátt fyrir veðrið Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 ÞÆGILEGIR & LÉTTIR www.gabor.is 42 Verð rensásvegur 8 og Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040G LÆKKAÐ VERÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.