Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 18
Manneskjan er eina dýrategundin sem fellir tár af tilfinninga- legum ástæðum. Önnur dýr fara ekki að gráta þó að þeim líði illa, séu sár eða missi einhvern nákominn. Dregið hefur úr því að ungling- ar byrji að neyta áfengis í grunn- skóla, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Þá virðist sem unglingar byrji ekki að neyta áfengis sumarið eftir tíunda bekk í jafn miklum mæli og talið var. Hins vegar byrjar stór hluti unglinga a ð d r e k k a fyrsta árið í framhalds- skóla og er um að ræða skarp- ari skil á milli skólastiga en áður. Rannsóknin sem var gerð af Rannsókn- um og greiningu við Háskólann í Reykjavík í nóvember á síðasta ári náði til allra framhaldsskóla landsins og var svarhlutfallið 70,5 prósent. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að ráðast í þetta verkefni er sú að búið er að ná mjög góðum árangri í forvörnum gegn áfengis- neyslu grunnskólanemenda. Hins vegar höfðu margir áhyggjur af því að það yrði allt vitlaust sum- arið eftir tíunda bekk. Við ákváð- um að gera ítarlega rannsókn sem kortlegði hvenær ung manneskja verður fyrst ölvuð, af hverju og með hverjum en rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á Norður- löndunum,“ segir Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar. Hann segir öflugar forvarnir í grunnskóla skila sér að hluta til út í tímabilið eftir grunn- skóla. „Rannsóknin gefur til kynna að tíðni ölvunardrykkju hefur lækkað frá árinu 2004 til 2010 bæði á meðal nemenda í tíunda bekk og á fyrsta ári í framhalds- skóla. Hins vegar virðist prósentu- hlutfallið á milli skólastiga vera að aukast. Árið 2004 var aukningin á fyrstu ölvun milli skólastiga 38,6 prósent en nú er hún 58 prósent. 25,7 prósent 16 ára ungmenna segjast hafa orðið ölvuð í fyrsta skipti í grunnskóla, 12,9 prósent ungmenna á sama aldri segjast hafa orðið ölvuð í fyrsta skipti sumarið á milli grunn- og fram- haldsskóla, 11 prósent 16 ára ung- menna segjast hafa orðið ölvuð í fyrsta skipti eftir að hafa byrjað í framhaldsskóla (mælt í nóvember 2010) og 30,8 prósent 17 ára ung- menna „Það þýðir að 41,8 prósent ungmenna verða ölvuð í fyrsta skipti fyrsta árið í framhalds- skóla sem er ansi mikið stökk,“ segir Jón. „Þetta eru ólögráða ung- menni og niðurstöðurnar sýna svo ekki verður um villst að sú mikla forvarnavinna sem unnin hefur verið meðal nemenda í efstu bekkj- um grunnskóla þarf einnig að fara fram meðal nemenda í framhalds- skólum landsins.“ Aðrar niðurstöður rannsóknar- innar benda til þess að langflest- ir 16 ára framhaldsskólanemar hafi orðið ölvaðir í fyrsta skipti í skemmtun eða partíi í grunnskóla eða 41,4 prósent. Þar á eftir fylgja partí fyrir framhaldsskólaball, eða 18,0 prósent. „Þá virðast fáir 16 ára unglingar verða sér úti um áfengi í vínbúð eða 7,4 prósent. Hins vegar virðast bjórsalar í framhaldsskóla mikið notaðir af yngri nemendum og hafa 14,7 prósent 16 ára unglinga keypt áfengi í gegnum þá og 13,8 prósent 17 ára ungmenna. Flestir fá þó áfengi í gegnum vini, eða 47 prósent.“ Jón segir hér um að ræða lands- meðaltal en að rannsóknin bjóði upp á að hægt sé að greina niður- stöðurnar niður á sveitarfélög og einstaka skóla. „Ég vonast til þess að sá möguleiki verði nýttur enda getur mynstrið verið breytilegt á milli landshluta og skóla og ættu viðbrögðin að taka mið af því.“ vera@frettabladid.is Skarpari skil á milli skólastiga Ný rannsókn á fyrstu ölvun unglinga gefur til kynna að dregið hafi úr henni í grunnskóla. Hún eykst hins vegar mikið fyrsta árið í fram- haldsskóla og eru skilin á milli skólastiga skarpari en áður. Jón Sigfússon FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍSLENSKT HUNDANAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli gott í þjálfun og í leik VINSÆLVARA Námskeiðin verða haldin í Heilsuhúsinu Lágmúla 5. Hægt er að skrá sig á lagmuli@heilsuhusid.is eða í síma 578 0300 milli kl. 10 -18 virka daga. Verð kr. 4.500. Ath! Takmarkaður fjöldi. Námskeið um ræktun matjurta og kryddjurta með lítilli fyrirhöfn! Þessum spurningum og mörgum fleiri verður svarað á námskeiðinu: HEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR kennir hve auðvelt er að rækta grænmeti og kryddjurtir • Hvernig á að sá og forrækta? • Hvernig er plantað út? • Hvernig fá plöntur næringu? • Hvað þarf til að fá uppskeru allt sumarið? • Hvaða jurtir eru fjölærar? Miðvikudaginn 30. mars kl. 19:30 - 22:15 Miðvikudaginn 6. apríl kl. 19:30 - 22:15 10% 25% teg 11001 - kom í hvítu líka í C,D,E skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur ÞESSI FRÁBÆRI HALDARI NÚ Í NÝJUM LIT FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Rannsóknin varpar ljósi á það hvenær og við hvaða kringumstæður ung manneskja verður fyrst ölvuð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.