Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 10
22. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR STYTTRI ERINDI » Eldgos í Eyjafjallajökli » Ný gönguleið yfir Goða- hraun á Fimmvörðuhálsi » Aðgerðir gegn akstri utan vega » Vistvæn innkaup » Vákort » Flutningur úrgangs milli landa » Samráð um veiðistjórnun » Leyndardómar Vatnshellis » Kjölfestuvatn og framandi ágengar tegundir » Loftgæði og brennisteinsvetni » Samstarf um efnavörueftirlit » Náttúruperlur á rauðum lista » Verndaráætlun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls » Opnun Surtseyjarstofu » Aðgerða þörf í fráveitu og skólpmálum » Svansmerkið » Úrskurðir og álit 2010 - Hvað má læra? » Betrumbætur á eftirliti MEÐAL EFNIS » Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur » Ávarp forstjóra, Kristín Linda Árnadóttir » Rannveig Rist, forstjóri og stjórnarmaður hjá SA » Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar » Ný heimasíða Umhverfis stofnunar » Fundarstjóri er Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis SVEITARSTJÓRNARMÁL Höfðað verð- ur mál á hendur Kópavogsbæ fari svo að bæjarstjórn staðfesti í dag samþykkt bæjarráðs Kópavogs frá því á fimmtudag um að greiða lögmannskostnað vegna meið- yrðamáls á hendur þremur bæjar- fulltrúum. Félagið Frjáls miðlun höfðaði málið gegn Guðríði Arnardóttur og Hafsteini Karlssyni úr Sam- fylkingunni og Ólafi Þór Gunn- arssyni úr Vinstri grænum vegna ummæla þeirra í blaðagrein. Frjáls miðlun er í eigu dóttur og tengdasonar Gunnars I. Birgis- sonar, fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs, en ummælin vörðuðu viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ. Jóhann H. Hafstein héraðs- dómslögmaður segist fara fyrir hópi einstaklinga í Kópavogi sem sætti sig ekki við að bærinn leggi út fyrir kostnaði bæjarfulltrú- anna. Hann segist gera ráð fyrir að fyrsta skrefið yrði að kæra málið til innanríkisráðuneytis- ins, sem fari með málefni sveitar- stjórna. „Í rauninni er það réttur hvers Kópavogsbúa að bera þessa ákvörðun undir réttan aðila,“ áréttar hann. Bæjarráð setti sem skilyrði fyrir samþykkt sinni á greiðslu kostnað- arins að bæjarfulltrúarnir undir- rituðu samkomulag við bæinn þess efnis að þeir endurgreiði í bæjar- sjóð greiðslu vegna málskostnað- ar verði niðurstaða Hæstaréttar Íslands sú að þeir hafi brotið gegn ákvæðum hegningarlaga. Gerð er athugasemd við að ekki liggi fyrir endanlegur kostnaður vegna málarekstursins og að í raun sé íbúum Kópavogs gert að greiða lögmannskostnað fyrir bæjarfull- trúa í einkamáli þeirra. Kópa- vogsbær eigi enga aðild að málinu. Á t a l i ð e r að bæjarráð hafi samþykkt greiðslurnar þrátt fyrir að í fyrirliggjandi áliti Lagastofn- unar Háskólans komi fram að greiðsla málskostn- aðar fyrir kjörna bæjarfulltrúa búi til örðug álitamál í ljósi jafn- ræðisreglna og fordæmi sem leitt gæti til þess að játa yrði öðrum en kjörnum fulltrúum sambærilega aðstoð. Jóhann segir hins vegar upphæð- ir skipta minna máli í þessu sam- hengi, fyrir liggi að kostnaðurinn vegna málarekstursins verði ekki slíkur að það íþyngi bænum. „Það er prinsippmál að bæjarfulltrúar geti ekki sjálfir samþykkt til sín greiðslur úr bæjarsjóði,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Ætla að kæra að- stoð verði hún veitt Hópur íbúa í Kópavogi undirbýr málarekstur hlaupi bærinn undir bagga með bæjarfulltrúum í kærumáli Frjálsrar miðlunar á hendur bæjarfulltrúunum. Bæjarstjórn Kópavogs tekur í dag fyrir samþykkt bæjarráðs þar að lútandi. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR HAFSTEINN KARLSSON ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON VIÐSKIPTI Hæstiréttur úrskurðaði í síðustu viku að félagið IceProp- erties skyldi tekið til gjaldþrota- skipta. Félagið er í eigu Sunds, sem nú heitir IceCapital, og er í eigu þeirra Jóns Kristjánsson- ar, Gabríelu Kristjánsdóttur og Gunnþórunnar Jónsdóttur, ekkju Óla Kr. Sigurðssonar, sem kenndur var við Olís. Í úrskurði Hæstaréttar segir að Iceproperties hafi fengið í átta skipti í mars og júlí 2008 samtals rúma 7,8 milljarða króna að láni hjá Glitni til kaupa á hlutabréfum bankans. Ekkert hafi verið greitt á gjalddaga í fyrra eða á þessu ári. Sund og Iceproperties áttu á þessum tíma saman 3,8 prósenta hlut í Glitni. Sund átti jafnframt stóran hlut í VBS Fjárfestingar- banka auk stofnfjárbréfa í Byr sparisjóði og Sparisjóði Keflavík- ur og Sparisjóði Vestfirðinga. Sund tapaði sjö milljörðum króna árið 2009. Heildarskuldir námu tæpum 30 milljörðum og var eigið fé neikvætt um 24,6 milljarða. Fram kemur í ársreikningi árið 2009 að slitastjórnir og viðsemj- endur Sunds hafi reynt að fá stjórn- endur til að lýsa félagið gjaldþrota þar sem það geti ekki staðið við skuldbindingar. Ekki hafi verið orðið við því og bera stjórnendur Sunds fyrir sig að félagið sé ekki bundið af lánasamningum vegna forsendubrests. - jab Eitt félaga fjárfestingarfélagsins Sunds úrskurðað gjaldþrota í Hæstarétti: Fékk milljarða til kaupa í Glitni milljarðar króna var neikvætt eigið fé Sunds í lok árs 2009. Heildarskuldir námu tæpum 30 milljörðum króna. 24,6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.