Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2011, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 22.03.2011, Qupperneq 26
22. MARS 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 ● svþ ● verslun og þjónusta Hún hefur ekki aðeins hugsjónir, hún byggir líf sitt og starf á þeim. Margrét Pála Ólafsdóttir, fræðslustjóri Hjallastefnunnar, trúir á samtakamáttinn. „Samfélagið er að líða meira í dag fyrir neikvæð viðhorf og nei- kvæðar skoðanir í sjálfu sér en efnahagsbreytingarnar, sem ég vil kalla svo. Við sem stöndum að Samtökum verslunar og þjónustu viljum hvetja alla þjóðina til þess að taka höndum saman og spila saman. Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að stuðla að jákvæðri uppbyggingu í þjóðfélaginu,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, fræðslustjóri Hjalla- stefnunnar, og velur hvert orð af kostgæfni. „Við þurfum að gefa íslensk- um hugmyndum og lausnum svig- rúm til að blómstra svo atvinnulíf- ið geti skapað ný störf. Við þurfum að veita hvert öðru jákvæða athygli og samhjálp, aðeins þannig vinnum við okkur í gegnum vandann. Ís- lensk þjóð hefur áður sýnt að hún getur það og hún getur það enn.“ Mennta- og uppeldismál eru Margréti Pálu hugleikin, enda er hún frumkvöðull á því sviði. Bæði er hún stofnandi Hjallastefnunn- ar svokölluðu og rekur nú sjálf- stætt starfandi skóla bæði á leik- og grunnskólasviði í þeim anda. „Samtök sjálfstætt starfandi skóla vinna á grunni samtakamáttarins og við kjósum að vinna með öðrum sem eru í þjónustugeiranum. Þegar fólk stillir saman strengi sína má vinna hreinustu kraftaverk en slík- um er ekki hægt að ná þegar hver höndin er upp á móti annarri. Þá erum við komin að dýpstu vanda- málum sögunnar.“ Margrét Pála hefur talað fyrir því á undanförnum mánuðum að stöðugur niðurskurður sé ekki lausnin í menntakerfinu. „Við þurfum á uppskurði að halda. Við höfum tækifæri núna, einmitt vegna efnahagsbreytinganna, að endurskoða allar okkar hugmyndir og gera róttækar breytingar sem geta orðið samfélaginu dýrmæt- ari en stöðugur niðurskurður með sömu gömlu aðferðunum. Þetta getum við gert bæði á mennta- og heilbrigðissviði, opinber rekstur er dýr og við getum leitað nýrra leiða og einkaframtakið er ein leið til þess. “ Fræðslustjórinn nefnir að sjálf- stætt starfandi leik- og grunn- skólar fái minna framlag frá hinu opinbera til þess að vinna sín verk- efni, þannig að það sé ódýrari leið fyrir samfélagið í heild. „Við veit- um samt sambærilega þjónustu bæði fyrir nemendur og fjölskyld- ur en þarna gefst einstaklingum og hópum færi á að þróa nýjar hug- myndir og jafnvel hrinda í fram- kvæmd. Það er sem sagt allra hagur að leita nýrra leiða.“ RÓTTÆKAR HUGMYNDIR og breytingar nauðsynlegar „Við sem stöndum að Samtökum verslunar og þjónustu viljum hvetja alla þjóðina til þess að taka höndum saman og spila saman,“ segir Margrét Pála. MYND/GVA Datamarket er tæplega árs gam- alt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk að finna og túlka tölfræðigögn á tölvutæku formi. Gögnin eru öll aðgengileg á einum stað, www.datamarket.com, eða á gagnatorg.capacent.is fyrir ís- lenskan markað. „Þetta er eins konar leitarvél þar sem hægt er að slá inn leitar- orð sem skilar tölfræðiupplýsing- um frá aðilum eins og Hagstof- unni, Seðlabankanum, Capacent, Vinnumálastofnun og fleirum, allt á einum stað,“ segir Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket. „Þessar upplýsingar er svo hægt að setja upp í töfluform og vinna áfram í Excel eða sambærilegum forritum.“ Allar tölfræðiupplýsingar opinberra aðila eru aðgengilegar Datamarket-notendum að kostnað- arlausu, en upplýsingar einkafyr- irtækja, eins og til dæmis Capa- cent, er greitt fyrir. Upplýsingunum er ætlað að nýtast stjórnendum, millistjór- nendum og öðrum þeim sem sjá um ákvarðanatöku er snýr að upp- byggingu og stefnumótun fyrir- tækja. Allar upplýsingar á einum stað Hjálmar Gíslason stofnaði Datamarket þar sem hægt er að nálgast bæði innlendar tölfræðiupplýsingar sem erlendar frá aðilum eins og Sameinuðu Þjóðunum, Euros- tat, og fleirum. MYND/VALLI Á pósthúsum finnur þú úrval smávöru, allt frá íslensku sælgæti fyrir vini og vandamenn í útlöndum, yfir í gjafavöru, ritföng og ýmiss konar umbúðir fyrir pakkann. Kláraðu pakkann á pósthúsinu þínu! Spilaðu með Póstinum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.