Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 4
22. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 Þráinn Bertelsson var kjörinn á Alþingi fyrir Hreyfinguna vorið 2009. Hann sagði sig úr Hreyfingunni í ágúst sama ár og starfaði utan flokka þar til hann gekk til liðs við þingflokk Vinstri grænna í september 2010. Jón Magnússon tók sæti á Alþingi fyrir hönd Frjálslynda flokksins árið 2007 en sagði sig úr flokknum í byrjun febrúar 2009 og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn síðar í sama mánuði. Jón hafði áður verið varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og for- maður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Kristinn H. Gunnarsson sagði skilið við þrjá þingflokka á átján ára þingmanns- ferli. Hann var fyrst kjörinn þingmaður Alþýðubandalagsins árið 1991 en eftir að sá flokkur ákvað að ganga til samstarfs við Alþýðuflokk og Kvennalista um stofnun Samfylkingarinnar haustið 1998 sagði Kristinn sig úr flokknum og stóð utan þing- flokka um tveggja mánaða skeið en gekk þá til liðs við þingflokk Framsóknarflokksins. Hann náði síðan kjöri fyrir Framsókn í kosningunum 1999 og 2003 en sagði sig úr þingflokki Framsóknar og gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn í febrúar 2007 og náði kjöri fyrir þann flokk í kosningum þá um vorið. Hann sagði sig hins vegar úr þingflokknum í febrúar 2009 og var utan þingflokka þar til þingferli hans lauk þá um vorið. Valdimar Leó Friðriksson varð þingmaður Samfylkingarinnar á miðju kjörtímabili árið 2005 en sagði sig úr flokknum í nóvember 2006, gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn þar til þingferli hans lauk vorið 2007. Karl V. Matthíasson var þingmaður Sam- fylkingarinnar frá árinu 2007 en sagði sig úr flokknum og gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn í mars 2009, eftir að honum hafði verið hafnað í prófkjöri Samfylkingarinnar vegna þingkosninga vorið 2009. Jóhanna Sigurðardóttir var kosin á þing fyrir Alþýðuflokkinn árið 1978 en sagði sig úr flokknum haustið 1994 eftir langvarandi átök við Jón Baldvin Hannibalsson, þáver- andi formann og var utan þingflokka fram að kosningunum 1995 en náði þá kjöri sem leiðtogi nýs flokks, Þjóðvaka. Þjóðvaki var eitt þeirra stjórnmálaafla sem síðan urðu að Samfylkingunni sem Jóhanna hefur setið á þingi fyrir frá því hann bauð fyrst fram í þingkosningunum 1999. Gunnar Örlygsson varð þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn vorið 2003 en gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í maí árið 2005 og sat í þingflokki sjálfstæðismanna þar til hann lét af þingmennsku vorið 2007. Steingrímur J. Sigfússon, var kjörinn á þing fyrir Alþýðu- bandalagið árið 1983. Í þeirri uppstokkun sem varð á vinstri væng stjórnmálanna í aðdraganda að stofnun Samfylkingarinnar sumarið og haustið 1998 sagði Steingrímur sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins og var óháður þingmaður veturinn á eftir en náði kjöri sem leiðtogi nýr flokks, Vinstri grænna, í kosningunum 1999. Ögmundur Jónasson varð þingmaður 1995 sem fulltrúi Alþýðubandalagsins og óháðra. Hann yfirgaf þingflokk Alþýðu- bandalagsins um svipað leyti og Steingrímur J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson, og var utan flokka fram að kosning- unum vorið 1999 þegar hann leiddi lista hins nýja flokks Vinstri grænna í Reykjavík. SKIPTU UM FLOKK VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 12° 14° 11° 16° 15° 9° 9° 20° 15° 17° 12° 29° 3° 15° 14° 7° Á MORGUN 3-8 m/s. FIMMTUDAGUR Fremur hægur vindur, en hvassara syðst. -4 -4 -2 -2 0 1 0 2 -2 -4 4 5 7 9 8 7 9 8 13 4 12 5 0 0 -4 -4 -1 2 2 -2 -3 -3 RÓLEGHEIT Horfur á fínu og rólegu veðri næstu dag- ana, en það dregur smám saman úr vindi og einnig úr- komu til morguns. Hæg austanátt á fi mmtudag og úrkomulítið og lítur út fyrir heldur hlýn- andi veður undir lok vinnuvikunnar. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður GENGIÐ 21.03.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,2147 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,91 114,45 185,34 186,24 161,32 162,22 21,631 21,757 20,467 20,587 18,185 18,291 1,4011 1,4093 180,87 181,95 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is sex saman í p akka ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 58 61 0 4/ 09 Margt varð til þess að Atli Gísla- son og Lilja Mósesdóttir ákváðu fyrir helgi að segja sig úr þing- flokki VG. Þau telja flokkinn hafa vikið frá stefnuskrá sinni í mörg- um veigamiklum málum og foryst- una ástunda óboðleg vinnubrögð. Atli og Lilja opinberuðu ákvörð- un um úrsögn í gær en höfðu gert upp hug sinn fyrir helgi. Á sunnu- dag upplýstu þau samstarfsmenn í þingflokknum um ákvörðunina en segjast hvorki hafa lagt að þeim né búist við að þeir fylgdu þeim. Í tilkynningu og á fundi með blaðamönnum í gær tíunduðu Atli og Lilja þau mál sem steytt hefur á í starfinu í þingflokknum. Nefndu þau efnahagsstefnu rík- isstjórnarinnar, fjárlög, AGS, Ice- save, ESB, Magma, skuldavanda heimilanna og stjórnmálakúltúr- inn. Þau fundu ofangreindum málum allt til foráttu. Efnahagsstefnuna segja þau miða að því að verja fjármagns- kerfið og fjármagnseigendur á kostnað almennings og velferðar- kerfisins, afgreiðslu fjárlaga hafa verið dæmigerða fyrir ólýðræð- isleg vinnubrögð og forysta VG sé orðin að eins konar málsvara AGS á Íslandi þótt flokkurinn hafi verið einarður andstæðingur AGS áður en hann fór í ríkisstjórn. Saga Icesave-málsins er sögð samfelld sorgarsaga og það kall- að klúður. Lilja er andvíg nýjustu samningunum en Atli greiddi þeim atkvæði sitt. Bæði eru andvíg aðildarum- sókninni að ESB. Sagði Atli meðal annars um það mál að gengið hefði verið fram hjá Jóni Bjarnasyni sem með réttu ætti að hafa for- ræði yfir málefnum sjávarútvegs og landbúnaðar í umsóknarferl- inu. „Umsóknin er í öngstræti,“ sagði Atli. Þau harma að ekkert hafi verið gert til að koma í veg fyrir áfram- haldandi einkavæðingu HS orku og segja að tregða meirihluta stjórnarflokkanna við að taka á skuldavanda heimilanna hafi tafið endurreisn efnahagslífsins. Stjórnmálakúltúrinn segja þau ómögulegan, foringjaræðið sé algjört og stjórnarþingmenn laga- afgreiðslumenn. Við þetta ætla þau ekki að búa lengur. bjorn@frettabladid.is Vonlaus ríkisstjórn Ríkisstjórnin starfar ekki í anda norrænna velferðarstjórna heldur dregur taum fjármagnsins að mati Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur sem hafa kvatt VG. FARIN Lilja Mósesdóttir var kjörin á þing fyrir VG 2009 en Atli 2007. Hann var varaþingmaður kjörtímabilið á undan. Bæði gegndu formennsku í nefndum þingsins þangað til í gær, Lilja í viðskiptanefnd og Atli í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Þingflokkur VG vék þeim í gær úr öllum nefndum sem þau sátu í fyrir hönd flokksins. RÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég var sett í skammarkrókinn sumarið 2009 vegna andstöðu við Icesave og hef verið þar síðan,“ segir Lilja Mósesdóttir. Forysta VG hafi einangrað hana. Lilja er hagfræðingur og kveðst hafa vonast til að þekking hennar yrði að gagni í störfum VG. Hún hafi raunar farið í pólitík svo að þekking hennar mætti verða að gagni. „Það hefur lítið sem ekkert tillit verið tekið til minna sjónarmiða,“ segir hún. Lilja hefur íhugað úrsögn úr þing- flokknum síðan milli jóla og nýárs. „Ég vonaðist til að forystan myndi teygja sig í átt til okkar. Mér finnst ég hafa sýnt mikið langlundargerð og var tilbúin til málamiðlana en ekkert gerðist.“ Lilja segir að fyrir utan það sem þau tíunduðu í yfirlýsingu hafi einkum tvennt orðið til þess að hún tók ákvörðun um úrsögn fyrir helgi. „Annars vegar var það yfirlýsing seðla- bankastjóra um að sennilega þyrfti að framlengja samninginn við AGS og svo yfirlýsing Helga Hjörvar og Árna Páls Árnasonar um að ekki væri ráð- legt að hækka skatta á þá sem væru með langt yfir milljón í tekjur. Mér finnst það ekki vera í anda jafnaðar- mannaflokka á Norðurlöndum og við erum enn langt frá Norðurlandaþjóð- unum þótt við höfum hækkað skatta töluvert. Við lofuðum fyrir síðustu kosningar að láta breiðustu bökin bera þyngstu byrðarnar.“ Að auki nefnir Lilja að í janúar hafi hún farið fram á að þingflokkur VG skipaði vinnuhóp til að móta nýja efnahagsstefnu sem myndi fela í sér að AGS hyrfi héðan í ágúst. „Þá kom í ljós að ég og formaður flokksins erum algjörlega ósammála. Hann mat stöðuna miklu betri en ég en nú hefur komið á daginn að hagvöxtur er talsvert undir því sem gert var ráð fyrir.“ Lilja og Atli ætla að starfa saman utan þingflokka þangað til annað verður ákveðið. Hvorugt kvaðst í gær á leið í annan flokk. Lilja í skammarkróknum vegna Icesave frá 2009 Stjórn Vinstri grænna í Vest- mannaeyjum skorar á Atla Gísla- son að segja af sér þingmennsku svo að varamaður hans geti tekið sæti á Alþingi. Í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í gærkvöld segir að ákvörðun Atla um að segja sig úr þingflokki VG hafi valdið miklum vonbrigðum en Atli er þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. „Með úrsögninni telur stjórnin að Atli sitji ekki lengur á Alþingi í umboði kjósenda VG í kjördæm- inu,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin ítrekar fullan stuðn- ing sinn við ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Stjórn VG í Eyjum: Atli segi af sér þingmennsku STJÓRNARLIÐAR YFIRGEFA ÞINGFLOKK Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segja ríkis- stjórnina standa höllum fæti og rétt væri að efna til kosninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 að óvissan væri mikil og lengi hafi verið uppi „pattstaða“ í íslenskum stjórnmálum. „Ríkisstjórnin hefur ekki verið í aðstöðu til þess að framkvæma það sem þarf að framkvæma. Ég held að þetta sé enn ein ábending- in um að það þurfi að breyta til og kjósa aftur,“ segir Sigmundur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við Vísi að brotthvarf þingmannanna væri frekari staðfesting á óein- ingu í stjórnarsamstarfinu. „Ég hef oft sagt að nú þurfi menn að einbeita sér að þjóðarhag og það gerum við með því að einbeita okkur að fáum verkefnum og flýta kosningum,“ segir Bjarni. - þj Sigmundur Davíð og Bjarni: Réttast að efna til kosninga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.