Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 8
22. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 STJÓRNMÁL Sú staðreynd að álver í Helguvík er ekki lengra á veg komið en raun ber vitni er mál Norðuráls og orkufyrirtækjanna, ekki ríkisstjórnarinnar. Þetta segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að skattahækkanir og niðurskurður opinberra útgjalda væru í kortunum vegna aðgerða- leysis stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu. Ekki væru skilyrði til fjárfestinga til að skapa hag- vöxt sem skilaði ríkinu tekjum. Nefndi hann álverið Helguvík sérstaklega. „Þegar menn eru á móti þessu verkefni eru þeir um leið að boða skattahækkanir upp á tólf til fimmtán milljarða,“ sagði Vilhjálmur. Aðeins strandaði á ákvörðunum stjórnvalda, næg orka væri til. Katrín hafnar þessu sjónar- miði, afstaða stjórnvalda liggi fyrir með fjárfestingasamningi samþykktum af Alþingi. Óvissu- þættirnir séu hins vegar af öðrum toga. „Þegar verkefnið fór af stað var Norðurál í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja [síðar HS orka] og Orkuveitu Reykja- víkur. Síðan varð efnahagshrun og sveitarfélögin sem áttu HS orku seldu fyrirtækið til einka- aðila. Þeir eigendur telja núna að það hafi orðið forsendubrest- ur. Forsvarsmenn Norðuráls eru ósammála og ákváðu að stefna HS orku. Hvaða ákvörðun stendur þá upp á stjórnvöld að taka,“ spyr Katrín. „Er það að þjóðnýta HS orku. Er það það sem Vilhjálm- ur er að kalla eftir? Það er í raun eina leiðin og hann þá líklega að biðja um að fyrirtækið verði þjóð- nýtt og að ríkið standi við upphaf- legu yfirlýsingarnar sem núver- andi eigendur treysta sér ekki til að fylgja eftir út af ástandinu.“ Í annan stað nefnir Katrín Orkuveitu Reykjavíkur. „Á síð- asta ári treysti Vilhjálmur Egils- son, sem formaður stjórnar líf- eyrissjóðsins Gildi, sér ekki til að taka þátt í skuldabréfaútboði Orkuveitu Reykjavíkur sem var ætlað til að byrja að fjármagna nýjar framkvæmdir. Þá spyr ég; hvað telur hann hafa breyst og hvað telur hann að ríkið eigi að gera í þessu? Telur hann að ríkið eigi að taka Orkuveitu Reykja- víkur yfir og fara í þessar fram- kvæmdir?“ Í þriðja lagi lítur Katrín til Landsvirkjunar. „Það var skýrt að HS Orka og Orkuveita Reykja- víkur ættu að afla orkunnar en ekki Landsvirkjun. Verði ekki af því kalla menn eftir að Lands- virkjun komi að verkefninu. En þá spyr ég: „Hvaðan á sú orka að koma? Orkan úr neðri Þjórsá keyrir ekki heilt álver og ekki einu sinni hálft. Vilhjálmur er því væntanlega að kalla eftir að þetta yrði á kostnað atvinnuuppbygg- ingar á Norðurlandi. Því er ég alfarið á móti vegna þess að þar eru mál á góðu róli og það mun draga til tíðinda í þeim efnum á þessu ári. Það er því ekki hægt að ræða um þetta mál með svona einföld- um hætti og segja að stjórnvöld verði að taka einhverjar ákvarð- anir. Ég átta mig ekki á hvaða ákvarðanir það ættu að vera.“ bjorn@frettabladid.is Er Vilhjálmur að biðja um þjóðnýtingu? Iðnaðarráðherra furðar sig á ummælum fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um álver í Helguvík. Málið sé ekki í höndum stjórnvalda. UNDRANDI Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra áttar sig ekki á hvað Vilhjálmur Egils- son er að fara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hafðu samband. Við hjálpum þér að velja rétta kortið. MASTERCARD HJÁ KREDITKORTI FÁÐU ÞÉR 30 ÁRA REYNSLA AF KORTAÚTGÁFU kreditkort.is | Ármúla 28 Turninn, Smáratorgi, 20. hæð. Föstudaginn 25. mars kl. 8.30–12.00 Ráðstefnustjóri Lilja Steinþórsdóttir, forstöðumaður innri endurskoðunar Arion banka 8.00–8.30 Skráning og afhending gagna 8.30–8.40 Ráðstefnan sett Nanna Huld Aradóttir, formaður Félags um innri endurskoðun 8.40–9.10 Vinnubrögð atvinnulífs - hvar stöndum við og hvert er ferð heitið? Dr. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands 9.10–9.40 Samkeppni og efling atvinnulífs Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins 9.40–10.10 Lærum af reynslunni – öfgar og skynsemi í stjórnarháttum Dr. Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Auðar Capital 10.10–10.30 Kaffi 10.30–11.00 Viðbrögð í kjölfar fjármálakreppunnar er snúa að endurskoðendum Sigurður Þórðarson, formaður nefndar um málefni endurskoðenda og fv. ríkisendurskoðandi 11.00–11.30 Stjórnarhættir og áherslur við eftirlitsskylda fjármálastarfsemi Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu 11.30–12.00 Ytri gagnrýni og innri viðbrögð – rannsókn á gagnrýni á fjármálastöðugleika Þröstur Olaf Sigurjónsson, lektor hjá viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík 12.00 Ráðstefnuslit Ráðstefnugjald: 12.500 kr. Námsmat: Ráðstefnan gefur 4 endurmenntunareiningar hjá FIE, IIA og FLE. Ráðstefnan er opin félagsmönnum FIE, FLE og öðrum þeim sem áhuga hafa. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til fie@fie.is eigi síðar en fyrir hádegi fimmtudaginn 24. mars. Innri endurskoðunardagur 2011 Félag um innri Festist í lyftu Kona festist í lyftu í fjölbýlishúsi við Kleppsveg í Reykjavík í fyrrakvöld, þegar lyftan nam staðar á milli hæða. Hún hringdi í Neyðarlínuna sem sendi slökkviliðsmenn á vettvang. Þeir náðu að spenna lyftuhurðina upp og hleypa konunni út. SLYS HJÁLPARSTARF „Mikið af flóttafólki í Líbíu er frá Sómalíu og öðrum nágrannaríkjum. Þrjú hundruð þúsund flóttamenn eru nú komnir aftur á vergang, þar af er helm- ingur þeirra börn,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmda- stjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi. Óttast er að fjöldi flóttafólks í Líbíu eigi eftir að aukast mjög á næstu vikum. Barnahjálpin hefur ýtt úr vör fjársöfnun til stuðnings börnum á átakasvæðum í Líbíu og á ham- farasvæðum í Japan. Í Líbíu snýr aðstoð Barna- hjálparinnar að því að vernda b ö r n g e g n ofbeldi og mis- notkun, sjá til þess að þau hafi aðgang að nauðsynlegri heilsugæslu og hreinu vatni auk þess sem setja eigi upp farandskóla. Í Japan hefur fjöldi barna og fjölskyldur þeirra hvorki aðgang að hreinu vatni né viðunandi hreinlætisaðstöðu. Barnahjálp- in í Japan hefur komið til hjálpar með dreifingu á neyðargögnum fyrir börn á hamfarasvæðum. Reynt verður að koma skólastarfi fljótt í gang í báðum löndum. Stefán segir mikilvægt að reyna allt til að koma í veg fyrir að hörmungarnar í löndunum báðum komi niður á börnum. „Það skiptir máli að leyfa börn- um að vera börn,“ segir hann. Hægt er að styðja við málefnið á www.unicef.is. - jab UNICEF leitar eftir aðstoð landsmanna til að hjálpa börnum í Líbíu og Japan: Leyfum börnum að vera börn STEFÁN INGI STEFÁNSSON Styður þú hernaðaraðgerðir gegn stjórn Gaddafí í Líbíu? Já 77,5% Nei 22,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að brotthvarf Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar verði ríkisstjórninni að falli? Segðu skoðun þína á visir.is Þrír sendir til Tartu Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur ákveðið að senda þrjá fulltrúa á vinarbæjarmót í Tartu í Finnlandi. Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks segja að í núverandi árferði séu ýmis önnur verkefni brýnni með tilheyrandi kostnaði. HAFNARFJÖRÐUR DÓMSMÁL Þrítugur karl hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrinda konu á heimili sínu þannig að hún slasaðist talsvert. Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði í júní 2009. Konan hlaut stóra kúlu á hnakkann við fallið auk heila- hristings og brotnaði á baug- fingri hægri handar. Maðurinn játaði brot sitt ský- laust. Auk fangelsisdómsins er manninum gert að greiða kon- unni rúmlega 700 þúsund krónur í miskabætur. Hafnfirðingur hrinti konu: Fékk heilahrist- ing og brotnaði ÍSAFJÖRÐUR KJÖRKASSINN Endurfjármagna lán Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga upp á 114 milljónir króna til þrettán ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.