Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 6
22. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 FRÉTTASKÝRING: Ástandið í Mið-Austurlöndum Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift *Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 28.02.2011. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. @Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is Sýrland Þúsundir Sýrlendinga tóku í gær þátt í kröfugöngu í borginni Deraa í Sýrlandi. Göngumenn kröfðust aukins frelsis og mótmæltu stjórnvöldum. Upp úr sauð þegar öryggislögregla skaut á fólk sem tók þátt í útför manns sem lést í mótmæla- göngu á sunnudag. Í það minnsta fjórir hafa látist í átökum í landinu síðustu daga. Jemen Tugir eru sagðir hafa látið lífið í átökum milli mótmælenda og lögreglu í Jemen síðustu daga. Þrír hátt settir foringjar í her landsins lýstu í gær yfir stuðningi við mótmælendur og sögðu af sér í kjölfarið. Stjórnvöld hafa fyrirskipað hernum að koma sér fyrir víða í höfuðborginni til að koma í veg fyrir mótmæli. Egyptaland Um 77 prósent kjósenda í Egyptalandi samþykktu breytingar á stjórnar- skrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á laugardag. Samþykkt var að takmarka setu forseta við tvö fjögurra ára kjörtímabil og sett skilyrði sem frambjóðendur verða að uppfylla. Ríflega 18 milljónir kusu í kosningunum, sem þýðir að kosningaþátttakan var um 41 prósent. Ófriður í Mið-Austurlöndum MÓTMÆLT Þúsundir mótmæltu stjórnvöldum í borginni Sanaa í Jemen í gær. NORDIPHOTOS/AFP Ónýtir skriðdrekar og brynvarðir bílar sáust víða á vegum í nágrenni borgarinnar Beng- hasí í gær. Borgin er höfuðvígi uppreisnar- manna gegn stjórn Moammars Gaddafí, ein- ræðisherra Líbíu. Hart hefur verið barist í nágrenni borgarinnar undanfarið. Stjórnarher Líbíu hörfaði frá uppreisnar- mönnum nærri Benghasí eftir að loftárásir frá breskum og frönskum orrustuþotum eyði- lögðu skriðdreka og önnur hertól sem þeir höfðu notað til að sækja að vígi uppreisnar- manna. Í kjölfarið sóttu uppreisnarmenn fram í átt að bænum Ajdabiya, en urðu frá að hverfa eftir að hafa mætt harðri mótstöðu. Nokkurt mannfall varð í bardögunum í gær, en tölur um fallna og særða hafa ekki fengist staðfestar. Vestræn ríki sem gera nú loftárásir á Líbíu í kjölfar ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna skutu seint á sunnudag stýriflaug- um á byggingu sem sagt er að hafi verið notuð til að skipuleggja og stýra árásum stjórnar- hers landsins á uppreisnarmenn. Byggingin stóð á víggirtu svæði í Trípólí, höfuðborg landsins. Á svæðinu er einnig höll Gaddafí ásamt bedúínatjaldinu sem hann er sagður búa í. Markmiðið með árásunum var ekki að ráða Gaddafí af dögum segir yfirmaður breska hersins. Engar fregnir hafa borist af því hvort Gaddafí var yfirhöfuð á svæðinu þegar árásin var gerð. Engar fregnir hafa borist af mann- falli í árásinni. Hópur óbreyttra borgara hafði á föstudag tekið sér stöðu utan við svæðið til að koma í veg fyrir að hægt væri að gera árásir á það án þess að valda miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara. Engar fregnir hafa borist af því hvort margir óbreyttir borgarar hafi verið á staðnum þegar árásin var gerð. Þrátt fyrir að Gaddafí haldi reglulega til á svæðinu segja talsmenn breskra og franskra stjórnvalda að hann hafi ekki verið skotmark- ið. Talsmaður franska varnarmálaráðuneyt- isins sagði raunar að þó að bandalagsherirnir vissu hvar Gaddafí væri yrði ekki ráðist gegn honum persónulega. Yfirmaður breska heraflans sagði slíka árás ekki rúmast innan ramma ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Áður hefur þó komið fram að verði Gaddafí nærri þeim stöðum sem gerðar verði árásir á sé líf hans í hættu, eins og líf annarra í nágrenninu. Staðfestar upplýsingar um mannfall hafa ekki borist frá því loftárásir bandalagsríkja hófust á laugardag. Upplýst var í gær að allar flugvélar sem notaðar hafa verið til eftir lits og árása hafi snúið óskaddaðar til baka. Skriðdrekar brenna eftir árásir bandamanna við Benghasí í Líbíu Loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á skotmörk í Líbíu héldu áfram í gær. Uppreisnarmenn hófu gagnsókn gegn stjórn- arhernum. Stýriflaugum var skotið á stjórnstöð hersins nærri höll Gaddafí. Markmiðið samt ekki sagt að ráða Gaddafí af dögum. ÁFRAM BARIST Uppreisnarmenn sóttu að stjórnarher Líbíu við bæinn Ajdabiya í gær, en hörfuðu aftur eftir harða mótspyrnu stjórnarhersins. NORDICPHOTOS/AFP Heimild: BBC ■ Tobruk ■ Derna ■ Bayda ■ Benghasi ■ Misrata ■ Ajdabiya ■ Brega ■ Mitiga ■ Trípolí ■ Zawiya ■ Zuwara ■ Sirte ■ Ras Lanuf Loftárásir bandamanna Í höndum stjórnarhersins Í höndum uppreisnarmanna Skærur Staðan í Líbíu LÍBÍA Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.