Fréttablaðið - 22.03.2011, Síða 39
ÞRIÐJUDAGUR 22. mars 2011 23
Tiger Woods, kylfingurinn kven-
sami, er kominn með nýja stúlku
upp á arminn. Sú „heppna“ heit-
ir Alyse Lahti Johnson og er 22
ára stjúpdóttir framkvæmda-
stjóra umboðskrifstofu Tigers.
Sambandið kom í ljós þegar Elin
Norde gren, fyrrum eiginkona
Tiger, keypti sér villu við hlið
Tigers í Flórída fyrir skemmstu.
Tiger hefur enn ekki náð fyrri
styrk á golfvellinum eftir að í ljós
kom að hann hafði haldið oft og
mörgum sinnum framhjá eigin-
konu sinni og barnsmóður. Hann
virðist hins vegar hafa endurheimt
húmorinn því hann lét gamninn
geisa í viðtalsþætti Jimmy Fallon
fyrir skemmstu og sagðist meðal
annars hafa notað síðustu átján
mánuði í að leika „lélegt“ golf.
Ný ástkona Tigers
ÁSTFANGINN Á NÝ Tiger Woods hefur
fundið ástina á ný í örmum 22 ára
gamallar ljósku, Alyse Lahti Johnson að
nafni.
Rokkararnir í Pearl Jam byrja í
næsta mánuði að taka upp sína
tíundu hljóðversplötu. Síðasta
plata sveitarinnar, Backspacer,
kom út árið 2009. „Við gerðum
fullt af prufuupptökum og við
erum með 25 möguleg lög,“ sagði
bassaleikarinn Jeff Ament. „Við
ætlum að hittast í apríl, spila
þessi prufulög og ákveða hvaða
tólf til fimmtán eru best. Vonandi
getum við klárað eitthvað á þessu
ári.“ Eddie Vedder, söngvari
Pearl Jam, gefur einnig út sóló-
plötu í júní. Þar verða lög á borð
við Longing to Belong, Satellite
og You´re True.
Pearl Jam
býr til plötu
TÍUNDA PLATAN Eddie Vedder og félagar
í Pearl Jam byrja á sinni tíundu plötu í
næsta mánuði.
Will Smith hefur gefið 29 tölvur
til menntaskóla í heimaborg
sinni Fíladelfíu í Pennsylvaníu-
ríki. Þetta góðverk gerði leikar-
inn eftir að hann komst að því
að þjófar höfðu stolið sextíu
tölvum úr skólanum. Þeir hafa
verið handsamaðir af lögreglu og
ákærðir fyrir verknaðinn. Upp-
hæðin sem Smith innti af hendi
kemur úr góðgerðasjóði sem
hann stofnaði með eiginkonu
sinni. Smith ólst upp í bænum
Wynnefield skammt frá mennta-
skólanum sem er í vesturhluta
Fíladelfíu.
Will Smith
gaf tölvur
WILL SMITH Leikarinn gaf 29 tölvur til
menntaskóla í borginni Fíladelfíu.
Leikkonan Renée Zellweger er
laus og liðug á ný eftir að hafa
sagt skilið við leikarann Bradley
Cooper. Zellweger virðist þó ekki
gráta sambandið því hún lék við
hvern sinn fingur í veislu sem
haldin var um síðustu helgi.
Að sögn sjónarvotta leit Zellwe-
ger afskaplega vel út og hló og
skemmti sér. „Hún klæddist
þröngum, svörtum kjól og leit
mjög vel út. Í eitt skiptið stóðu
þrír þjónar við borðið hennar og
spjölluðu við hana,“ var haft eftir
einu sjónarvotti.
Zellweger og Cooper tóku
saman árið 2009 og bjuggu
saman undanfarið ár. Tímarit-
ið US Weekly hélt því fram í síð-
ustu viku að Cooper hefði haldið
framhjá Zellweger bæði með Jess-
icu Biel og Söndru Bullock. Það
hefur þó ekki verið staðfest og
segja vinir leikkonunnar að hún
hafi einfaldlega gefist upp á sam-
bandinu.
Einhleyp og
hamingjusöm
EINHLEYP Renee Zellweger er einhleyp
og hamingjusöm ef marka má nýjustu
fréttir. NORDICPHOTOS/GETTY
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Hvaða sparnaður
hentar best á
ólíkum æviskeiðum?
Fimmtudagar eru fjármálakvöld hjá Landsbankanum
og nú er að hefjast námskeið sem fjalla um sparnað
á ólíkum skeiðum á lífsleiðinni. Fyrsta námskeiðið
er 24. mars kl. 20 í útibúinu í Austurstræti 11.
Aðgengileg umfjöllun um sparnað
Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá Eigna-
stýringu Landsbankans, ræðir hvernig best
er að haga sparnaði um ævina. Kristinn
Tómasson, forstöðumaður fjármálaráðgjafar,
ræðir um almennan lífeyrissparnað og Daníel
Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar,
spyr hvort hagfræðin skipti máli í daglegu lífi.
24. mars » Útibúið í Austurstræti 11
31. mars » Útibúið á Akranesi, Þjóðbraut 1
7. apríl » Útibúið á Akureyri, Strandgötu 1
14. apríl » Útibúið í Grafarholti, Vínlandsleið
Námskeiðin hefjast kl. 20. Skráning og
nánari upplýsingar á landsbankinn.is
og í síma 410 4000.
Við hlökkum til að sjá þig.
Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri
hjá Eignastýringu Landsbankans.