Fréttablaðið - 22.03.2011, Page 19

Fréttablaðið - 22.03.2011, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 22. mars 2011 3 „Því miður er ekki allt rétt sem haldið er fram um hollustu vissra matvæla, svo sem sykurs og hveiti- korns, og ýmislegt ekki eins óhollt og haldið er fram,“ segir Jóhann- es Felixson, formaður Landssam- bands bakarameistara. Hann segir sykur unninn úr sykurreyr eða syk- urrófum, en hvað er þá hrásykur? „Hrásykur er alveg sami sykur- inn en hefur ekki farið í gegnum síðasta vinnsluferli sykurs, sem telst mikið unnin vara. Því verð- ur eftir dökkt síróp sem kallast melassi og er stundum bætt við hvítan sykur svo úr verður hrá- sykur, og þannig er púðursykur búinn til,“ segir Jói og bætir við að melassi innihaldi örlítið af bætiefn- um sem þó hafi engin teljandi áhrif á næringargildið. „Hrásykur meltist og nýtist lík- amanum nákvæmlega eins og hvít- ur sykur og ótrúlegt að fólk komist upp með að halda því fram að hann sé hollari, en því miður er auðvelt að plata neytendur á fölskum for- sendum,“ segir Jói og áréttar að agave-síróp sé í engu skárri lausn. „Agave-síróp er mikið unnin vara úr agave-plöntu. Það sam- anstendur aðallega af ávaxta- og þrúgusykri, en í þær sykrur brotn- ar einmitt hvítur sykur í líkaman- um. Agave-síróp hækkar blóðsykur hægar, en á endanum virkar það á sama hátt fyrir líkamann. Því er alls ekki hollara að neyta agave-sír- óps eða hrásykurs, og sé verið að hugsa um hollari sykur en hvítan sykur, þá er hann ekki til.“ Jói segir sama eiga við þegar fullyrt er um heilsubót speltis umfram hveiti. „Munur á venju- legu hveiti og spelti er nánast eng- inn sé litið er á næringarinnihald. Spelt er hægþroska, aðeins hægt að nýta um 60% korns þess og þar af leiðandi er það allt að helmingi dýr- ara en venjulegt hveitikorn. Nær- ingarinnihald og hollusta er hins vegar sú sama, hvort sem korn- in eru lífrænt ræktuð eður ei, því álíka mikið glúten er í báðum korn- tegundum og í sumum mælingum er meira glúten í spelthveiti,“ segir Jói og vísar í næringartöflu sem fylgir greininni. „Korn er ýmist malað í fínt eða gróft mjöl, en líka malað í heilkorn sem er næringarríkast. Við mölun missir fínna korn meira af vítam- ínum og steinefnum, en brauð sem er bakað úr heilkorni, sykurlaust og með ferskum, góðum súr er afar næringar- og trefjaríkt og einhver hollasta kornvara sem völ er á, en flest þurfum við að bæta við grófu korni og heilkorni í fæðu okkar,“ segir Jói og ítrekar að eini munur á venjulegu hveiti og spelti sé sá að spelt sé helmingi dýrara. „Því er neytendum sagt ósatt þegar þeim er talin trú um að brauð þeirra verði hollara úr spelti. Þá hafa margar rannsóknir sýnt að líf- rænt ræktaður matur er ekki holl- ari þegar litið er eingöngu á nær- ingarinnihald,“ segir Jói. „Öll þörfnumst við orku svo lík- aminn komist vel frá amstri dags- ins og æskilegt að 60% hennar komi úr kolvetnum. Gróf, sykur- laus brauð gefa góða orku, inni- halda mikið af trefjum, vítamínum og steinefnum, og þá sama hvort borðað er brauð úr spelti eða hveiti- korni. Allt er gott í hófi og farsæl- ast að njóta alls sem lífið hefur upp á að bjóða.“ Heimildir Jóa Fel: Guðrún Adolfsdóttir, matvælafræð- ingur: Matur er mannsins megin, október 2010, bls. 8. Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla: www.matis.is/ISGEM/is thordis@frettabladid.is Auðvelt að plata Hvað veistu um sykur og hveiti? Er til hollur sykur? Er lífrænt rækt- aður matur hollari en annar? Og er spelt betra en venjulegt hveiti? Bakarameistarinn Jóhannes Felixson segir mikilvægt að neytendur fái ávallt réttar og sannar upplýsingar þegar kemur að hollustu sykurs og hveitis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í næringartöflu Íslenska gagna- grunnsins um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) má sjá mismunandi næringarinni- hald venjulegs hveitikorns og speltikorns. Staðreyndir um spelt, hveiti og heilkorn orka prótín fita kolvetni trefjar Hvítt hveiti 333 kcal 12,5 g 1 g 66.7 g 3,7 g Hvítt spelti 355 kcal 10,6 g 0,5 g 76,1 g 1,9 g Hveiti heilkorn 325 kcal 11,1 g 2 g 57,3 g 16,9 g Spelti heilkorn 337 kcal 10,8 g 2,7 g 63,2 g 8,8 g http:// kvoldskoli.kopavogur.is ICELANDIC FOR FOREIGNERS 7 weeks courses – 60 class hours From 4th of April to 26th May ICELANDIC I ICELANDIC II ICELANDIC III ICELANDIC IV Monday, Tuesday and Thursday 19:00 – 21:10 Price: 22.000 kr. Registrations and information: http://kvoldskoli.kopavogur.is Tel: 564 1507 ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA 7 vikna námskeið – 60 kennslustundir Frá 4. apríl til 26. maí ÍSLENSKA I ÍSLENSKA II ÍSLENSKA III ÍSLENSKA IV Mánudag, þriðjudag og fimmtudag kl. 19 – 21:10 Verð: 22.000 kr. Innritun og upplýsingar á vef skólans http://kvoldskoli.kopavogur.is Sími: 564 1507 Ath. Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs. SPENNANDI NÁMSKEIÐ Prjón Bókband Fatasaumur Hekl Silfursmíði Trésmíði Útskurður Vorverkin í garðinum Fjölgun og uppeldi plantna Ath. Starfs enntunarsjóðir ýmis a s l í v l kóla ópavogs.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.