Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 16
22. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR16 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is „Ég var fimmtán ára þegar ég greind- ist með ME-sjúkdóminn og fannst ég þá alein í heiminum. Ég komst hvergi í samband við aðra sjúklinga né upp- lýsingar um sjúkdóminn, og hef síðan alið draum um að stofna félag,“ segir Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir, 19 ára framhaldsskólanemi sem einnig er for- maður nýstofnaðs ME félags Íslands. ME er skammstöfun á Myalgic Encephalomyelitis. Myalgic stendur fyrir vöðvaverki og Encephalomyelitis fyrir bólgum í heila eða mænu. Í dag- legu tali hefur sjúkdómurinn ranglega verið nefndur síþreyta. Ákveðið hefur verið að leggja nafnið niður þar sem það dregur úr alvarleika sjúkdómsins. „ME-sjúklingar eru félagslega ein- angraðir vegna lítils skilnings á sjúk- dómnum. Hann er að mörgu leyti fal- inn því hann sést ekki utan á okkur nema fólk umgangist okkur allan dag- inn því þá sést að við erum ekki fær um það sem öðrum þykir sjálfsagt í daglegu lífi. Margir eru fljótir að gagn- rýna okkur og dæmi eru um að fjöl- skyldumeðlimir snúi baki við sjúkling- um með þeim ásökunum að þeir liggi bara í leti og ómennsku. Þá hefur heil- brigðiskerfið sína fordóma gagnvart sjúkdómnum,“ segir Dagfríður Ósk, sem í embætti sínu vill vekja athygli á sjúkdómnum og uppfræða almenn- ing, en jafnframt skapa sameiginleg- an vettvang til að vinna að hagsmuna- málum félagsmanna. „Á Íslandi er ekki vitað hversu margir þjást af ME, en á heimsvísu eru það 17 milljónir manna. Sumir veikjast hægt og bítandi en sjálf veiktist ég eins og af flensu í fyrstu og versnaði svo þar til ég var lögð inn til rannsókna á Barnaspítala Hringsins. Einkenni eru yfirþyrmandi máttleysi, margvísleg- ir verkir og sumir fá heilaþoku, en þá bregst minni þeirra og einbeiting,“ segir Dagfríður Ósk um sjúkdóminn sem enn finnst engin lækning við. „Hérlendis bjóðast enn engar lausn- ir, en í nágrannalöndunum eru nú stofnaðar meðferðarstofnanir og próf- uð ný lyf. Langflestir sjúklinganna eru óvinnufærir og orðnir öryrkjar. Við viljum því fyrst og fremst viður- kenningu á sjúkdómnum og vera með- höndluð sem alvarlega veikt fólk, því það er ólýsanlega sárt að fá fárveikur framan í sig að maður liggi í aumingja- skap. Þá höfum við velflest verið send í kvíðarannsóknir þar sem skrifa hefur átt sjúkdóminn á andlega vanheilsu en ekkert fundist sem styður það,“ segir Dagfríður Ósk sem bindur miklar vonir við niðurstöður fjölmargra rann- sókna sem nú fara fram. „Margt er á huldu, en nú er meðal annars talið að sjúkdómurinn stafi af vírus sem herjar á líkamann og einnig hefur fundist ákveðin tenging við Akureyrarveikina sem herjaði á Akureyringa um miðjan sjötta áratug- inn. Ég fékk það hlutskipti að fá þenn- an sjúkdóm, ætla að gera það besta úr stöðunni og berjast fyrir aðra líka,“ segir baráttujaxlinn Dagfríður Ósk. Fimmtudaginn 7. apríl mun Andrea Gylfadóttir með hljómsveitinni Marel blúsband halda tónleika til styrktar ME félagi Íslands á Spot í Kópavogi, og Sóli Hólm mun skemmta gestum. Félagið er opið öllum sem láta sig málefnið varða. Nánari upplýsingar á netfanginu mefelag@gmail.com og á Facebook-síðu félagsins: ME félag Íslands. thordis@frettabladid.is DAGFRÍÐUR ÓSK GUNNARSDÓTTIR: STÓÐ AÐ STOFNUN ME FÉLAGS ÍSLANDS HVORKI ÓMENNSKA NÉ LETI BARÁTTUJAXL Dagfríður Ósk stundar fjarnám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga og sækir tíma einu sinni í viku. Hún segir sjúkdóminn valda því að hún þurfi að leggjast fyrir eftir skólasókn- ina því áreiti fari illa í ME-sjúklinga. MYND/ÓLI STEINAR SÓLMUNDARSON 56 LENA OLIN sænska leikkonan Lena Olin er 56 ára„Viðbrögð sjálfrar mín og annarra eru mér oft hulin ráðgáta. Þannig læt ég það vera, í von um að ég öðlist einn daginn meiri skilning á lífinu og samskiptum fólks.“ MERKISATBURÐIR 1452 Gutenberg-Biblían prentuð fyrst bóka. 1867 Borgarnes við Brákarpoll verður löggiltur verslunarstaður. 1873 Þrælahald er bannað í Púertó Ríkó. 1888 Enska úrvalsdeildin í fótbolta stofnuð. 1924 Ríkisstjórn Jóns Magnússonar, sú þriðja undir forsæti hans, tekur við völdum. 1963 Bítlarnir gefa út fyrstu breiðskífu sína Please Please Me. 1972 Í ljós kemur að Geirfugladrangur, vestan af Eldey, hefur hrunið og sokkið í sæ. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Sigbjörnsdóttir, áður Bólstaðarhlíð 45, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 18. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. mars kl. 13.00. Sigbjörn Guðjónsson Matthildur Hermannsdóttir Kristín Guðjónsdóttir Kjartan Sigurðsson Jórunn Anna Guðjónsdóttir Gunnar Gunnarsson Elín Guðjónsdóttir Tore Sellgren barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, Guðbjartur Kjartansson fangavörður, Furugrund 40, Kópavogi, lést þann 20. mars 2011 á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Bryndís Kjartansdóttir Karl Arason Ágústa Kjartansdóttir Ólafur F. Ólafsson Halldór V. Kjartansson Svanhvít Kjartansdóttir Einar S. Sigurðsson Bára Kjartansdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Þór Helgason, Kirkjuvegi 1, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 24. mars kl. 16.00. Einar Magnússon Ingibjörg Bjarnadóttir Grétar Magnússon Margrét Borgþórsdóttir Guðríður Magnúsdóttir Magnús Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóhanns G. Möller, fv. skrifstofustjóra Naustahlein 20, Garðabæ. Elísabet Á. Möller Árni Möller Signý Pálsdóttir Helga Möller Jóhann Möller Eiður Möller Maggý Helga Jóhannnsd. Möller Jón Sigurður Friðriksson Gunnar Ormslev Elísabet Ormslev Jóhann Georg Jónsson Hafrún Kristjánsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ruth Tryggvason, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 16. mars. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 26. mars klukkan 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Úlfs Gunnarssonar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Tryggvi Björn Aðalbjarnarson Svava Oddný Ásgeirsdóttir Árni Aðalbjarnarson Rósa Þorsteinsdóttir María Margrét Aðalbjarnardóttir Pétur Birgisson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, Gunnar Sigurðsson frá Eyvindarhólum, lést laugardaginn 12. mars á Landspítala í Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, systkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, Karl Filbert, lést í Danmörku 3. mars sl. Útförin hefur farið fram. Frida Lyck Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, séra Jón Bjarman, andaðist fimmtudaginn 17. mars. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 24. mars, kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hans eru beðnir að láta Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi eða Hjálparstarf kirkjunnar njóta þess. Hanna (Jóhanna Katrín) Pálsdóttir Páll Jónsson Anna Pála Vignisdóttir Páll Loftsson Jóhanna Katrín Pálsdóttir Jón Karl Stefánsson Jón Bragi Pálsson Helga Jónsdóttir Leifur Pálsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.