Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 22. mars 2011 5 Frá upphafi hefur Nings verið leiðandi í nýjungum í asískri matargerð og kynnti hið japanska sushi til leiks árið 1998. Fyrst um sinn var ekki mikil sala á þessum þá framandi rétti en Nings hélt sínu striki og hefur salan auk- ist jafnt og þétt og er orðinn stór þáttur í veitingarekstri Nings í dag. Nings hefur yfir að ráða full- kominni sushi-verksmiðju sem búin er fullkomnum japönskum sushi-tækjum og -róbótum. Nings framleiðir þannig nýtt sushi alla daga og selur á veitingastöðum sínum sem eru þrír í dag, á Suð- urlandsbraut, í Hlíðarsmára og á Stórhöfða. Auk þess er framleitt sushi fyrir veisluþjónustu Nings sem er ákaflega öflug og Nings sinnir einnig framleiðslu á sushi fyrir önnur fyrirtæki. Veislubakkar Nings hafa náð miklum vinsældum meðal almennings og eru mjög vin- sælir meðal sushi-aðdáenda sér- staklega um helgar. Hægt er að velja um þrjátíu bita og fimmtíu bita bakka. Þeir henta bæði fyrir veislur en einnig hefur fólk kippt með sér veislubakka til dæmis sem forrétt eða aðalrétt í matar- boðum. Segja má að Nings hafi oft verið á undan sinni samtíð þegar kemur að hollustu enda hefur hollusta matarins frá upphafi verið eitt af aðalmarkmiðum Nings. Strax í upphafi var ákveð- ið að sleppa öllu msg í matnum en fáir vissu hvað það var þegar Nings var stofnað fyrir tuttugu árum. Einnig hafa frá upphafi verið notaðar olíur án transfitu- sýra. Nings hefur einnig boðið upp á ýmsar nýjungar í sushi á Íslandi, til dæmis „brown rice sushi“ sem búið er til úr heilum brúnum hrís- grjónum. Þessa tegund er í dag hægt að sérpanta en talið er að þessi gerð af sushi verði vinsælli með tímanum. Er það stefna Nings að verða nú sem fyrr leið- andi í sushi-gerð og -þróun. Glænýtt sushi alla daga á Nings Veitingastaðurinn Nings var með þeim fyrstu til að kynna sushi fyrir Íslendingum og hefur frá árinu 1998 framleitt sushi í fullkom- inni sushi-verksmiðju sem búin er fullkomnum japönskum sushi- tækjum og -róbotum. Nýmeti á fögrum plöttum Útlitið skiptir ekki síður máli en bragðið þegar kemur að sushi. Nú orðið er hægt að fá fallega platta og fylgihluti til sushi-gerðar og -framreiðslu sem gera matarboðið enn meira spennandi. Í Sushi-búðinni fást ýmsir fylgi- hlutir sem tengjast sushi. Meðal annars vel brýndir kokkahnífar, enda nauðsynlegt að vinna með góða hnífa í sushi-gerð. Platti með bláu mynstri. 600 krónur í Tiger. Sushi er frægasti réttur Japana og hefur undanfarin ár notið aukinna vinsælda um allan heim. Í Japan er sushi hátíðar- réttur sem búinn er til við sér- stök tilefni. Á edo-tímabilinu var orðið sushi eingöngu notað um hráan fisk sem marineraður var í ediki. Nú til dags er sushi notað um mun fleiri rétti, en skilyrði er þó að þeir innihaldi hrísgrjón sem marineruð hafa verið í sushi-ediki. Réttirnir eru nánast óteljandi en þá vinsæl- ustu má nefna: Nigiri eru litlar hrísgrjónabollur með fiski ofan á, Gunkan saman- stendur af hrísgrjónum, þarablöð- um og fiski, Norimaki eru hrís- grjón, fiskur og fleira vafið inn í þarablöð, Temaki þýðir handgerð- ar rúllur og Oshizushi er pressað sushi þar sem fiskinum er þrýst ofan í þar til gerð tréílát. Óendanleg fjölbreytni Í Japan er sushi hátíðarréttur en víða annars staðar er það skyndibiti. Kynning Fallegur steinplatti undir ferska bita 990 krónur. Fjórar smáskálar úr viði 2.250 krónur og góðir viðarprjónar á 590 krónur. Fæst í Duka í Kringl- unni. Asísk skál með prjónum fyrir hrísgrjón eða súpur. 800 krónur í Tiger. Fallega skreyttur bakki undir sushi-bitana. 600 krónur í Tiger.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.