Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. mars 2011 13 Við Íslendingar stöndum á krossgötum í dag, þar sem við spyrjum okkur grundvall- arspurninga eins og á hverju munum við lifa og byggja landið í framtíðinni. Flestum þykir að sjálfsögðu erfitt að hafa ekki fast land undir fótum þegar kemur að slíkum lykilspurningum og því mikilvægt að uppbyggileg umræða fari fram sem hjálpi okkur að gera myndina skýrari, þannig að við vitum betur hvert skal stefna. Staðreyndin er að hamingja hvers manns ræðst mikið af væntingum um framtíðina. Snúist væntingar um framtíð- ina um verri tíð, er hamingjan takmörkuð. Séu væntingar um betri aðstæður eykst hamingja og þróttur hvers manns. Umræðan um hvers konar þjóðfélag eigi að ríkja á Íslandi byggir á framtíðarsýn okkar um þróun þeirra þátta sem hafa áhrif á okkur. Hugmyndir félags- fræðinga, landafræðinga, veður- fræðinga og hagfræðinga mótast af ólíkum þáttum. Hins vegar virðist hjálplegt að taka þær hug- myndir saman og sjá hvað helstu sérfræðingar telji að verði helstu áhrifavaldar um þróun lífs á jörð- inni. Dr. Laurence Smith, prófessor við UCLA háskóla, gaf út bók sína „The New North“ í þessum mán- uði í Evrópu, en hugmyndir hans hafa vakið gríðarlega athygli. Þær byggjast á því að fjórir grunnþættir verði ráðandi um þróun lífskjara almennings. Þær eru fjölgun mannkyns, alþjóða- væðing, sókn í hrávörur og hlýn- un jarðar. Deila má endalaust um þessa þætti. Hvað valdi og hvort að mál muni þróast með einum hætti eða öðrum. Það breytir því hins vegar ekki að að áhugavert er að ímynda sér hvaða áhrif það hefði gengi þessi framtíðarsýn eftir. Í bókinni fjallar Dr. Smith um ríki norðurheimskautsins og hvernig lífsgæði þar muni aukast í framtíðinni. Þannig muni hnatt- ræn hlýnun bæta stöðu land- búnaðar og auka flutning fólks norður þegar veðurskilyrði batna þar en versna á öðrum svæðum. Ferðamannaiðnaður muni vaxa. Aðgangur að vatni verði æ mikil- vægari og „blátt gull“ þessara landa séu stærstu birgðir jarðar af vatni. Eins muni leit að olíu og gasi færast norður á bóginn sam- hliða siglingum og flutningum á sjó. Íslendingar framleiða í dag 5 sinnum þá orku sem þeir þurfa, en umframorkan er seld til erlendrar stóriðju. Við framleið- um tíu sinnum meira af próteini, með fiskveiðum og vinnslu, en við neytum. Við eigum gríðar- legar birgðir af hreinu vatni og nú bætast við möguleikar á olíu og gasleit, þegar Norðmenn eru að byrja að rannsaka Drekasvæð- ið, en Íslendingar eiga tilkall til 75% af þeim auðlindum sem þar finnast. Á síðustu 30 árum hefur Íslend- ingum fjölgað um helming og Dr. Smith telur að sú þróun muni væntanlega halda áfram. Íslend- ingar verði því um hálf milljón eftir önnur 30 ár. Miðað við stöðu og auðlindir Íslands og ofangreinda framtíð- arsýn eru tækifærin í tengslum við hinar gríðarlegu náttúru- auðlindir sem Íslendingar eiga mögnuð og geta hæglega skapað slíkum íbúafjölda lífsskilyrði í fremstu röð. Í slíkri framtíðarsýn er Ísland land tækifæranna þar sem þjóðin getur horft þróttmikil fram á veg. Allir sem eru áhugasamir um hugmyndir Dr. Smith eru boðnir velkomnir á á fyrirlestur hans á föstudag 25. mars í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands klukkan 12.00. Möguleikar Íslands Þjóðmál Heiðar Guðjónsson formaður stjórnar RSE Við framleiðum tíu sinnum meira af próteini, með fisk- veiðum og vinnslu, en við neytum. Töluvert hefur verið rætt um áherslur í landbúnaði undan- farið, t.a.m. í framhaldi af nýlegri þingsályktunartillögu um mótun framleiðslustefnu fyrir lífrænan landbúnað og nú síðast í tengslum við stofnun samtaka lífrænna neyt- enda. Tilurð samtakanna er í takt við þróun í öðrum löndum þar sem almenningur þrýstir á um úrbæt- ur á sviði matvælaframleiðslu og að teknar séu upp aðferðir sem byggja á gildum lífrænnar rækt- unar. Margt bendir til að Ísland sé að verða eftirbátur þeirrar þró- unar þegar kemur að vægi lífræns landbúnaðar í heildinni. Hér verð- ur fjallað um þá stefnu sem mótuð hefur verið innan Evrópusambands- ins fyrir þessa atvinnugrein og til hvaða aðgerða þar hefur verið grip- ið til að auka hlutdeild lífrænt vott- aðra afurða í matvælaframleiðslu. Aukin áhersla ESB á lífrænan landbúnað Eftirspurn eftir vottuðum lífræn- um matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20-30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skor- dýraeitur eða tilbúinn áburð, held- ur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skor- dýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að líf- rænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda. Evr- ópusambandið hefur viðurkennt þetta og kynnti árið 2004 mark- vissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbún- aði og auka útbreiðslu lífrænt vott- aðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talin mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda líffræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætl- unar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverf- ið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni „Good for Nature – good for you“. Staða og nálgun innan ESB Neytendavörumarkaður og við- skipti milli landa með vottaðar lífrænar framleiðsluvörur vaxa nú hratt í Evrópu. Árið 2008 var um 5% ræktaðs lands varið til líf- rænnar ræktunar í löndum ESB að meðaltali. Þar er enn sem komið er mikill munur milli landa þar sem ný-innkomin lönd á borð við Rúm- eníu og Búlgaríu eru neðst á listan- um með innan við 1% en Austurríki trónir efst á toppnum með rúmlega 15%. Önnur lönd sem náð hafa mjög góðum árangri eru Tékkland, Eist- land og Lettland með í kringum 9% og Svíþjóð þar sem hlutfallið er 12%. Aðgerðaáætlun ESB miðar að því að árið 2020 verði 20% af ræktuðu landi í aðildarlöndunum í lífrænni ræktun. Þess má geta að hér á Íslandi er hlutfallið í kring- um 1% í dag, og því þarf Ísland að nær 20falda það landssvæði sem varið er til lífrænnar ræktunar á 9 árum, ætli það að fylgja eftir þess- ari þróun að meðaltali. Lífrænir bændur falla undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB (CAP) þar sem stuðningur til lífrænna bænda er u.þ.b. helm- ingi hærri en til bænda í hefð- bundnum búskap vegna samþætt- ingar styrkja og umhverfisvænna búskaparhátta. En megin forsenda þess að fjölga megi bændum í líf- rænum landbúnaði er hins vegar fjárhagslegur stuðningur á meðan verið er að aðlaga búskapinn að líf- rænum framleiðsluháttum, þar sem uppskera og afköst geta minnk- að tímabundið á meðan á aðlögun stendur. Þessi stuðningur hefur verið sáralítill á Íslandi og aðeins til tveggja ára, samanborið við Evr- ópusambandslöndin sem miða við 5 ára aðlögunartíma, en nú vinn- ur Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra að mótun nýrra reglna til að auðvelda bændum aðlögun að lífrænum búskaparháttum. En meira þarf að koma til en fjárhags- legur stuðningur og er Frakkland gott dæmi um land sem nú nálg- ast lífrænan landbúnað með heild- stæðri stefnu byggðri á stuðningi vegna aðlögunar, markvissri upp- lýsingagjöf til neytenda og sam- starfi stofnana og hlutaðeigandi. Allt er þetta undirbyggt með öflugu rannsóknarstarfi vísindamanna og háskóla sem sýna stöðugt fram á mikilvægi þessara framleiðsluað- ferða fyrir framtíðina. Landbún- aðarháskólar í Frakkalandi eru nú skyldugir til að bjóða a.m.k. eina námsbraut á BS eða MS stigi á sviði lífræns landbúnaðar. Tækifæri til framtíðar Ætla má að eftir því sem almenn- ingur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikil- vægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknum mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnu- mótun, samhent átak og viðhorfs- breyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og mat- vælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur. Ekki verður séð til hvaða annarra ráða Ísland ætti að grípa til að undir- strika gæði sinna afurða þegar neytendur á meginlandinu og víðar verða sífellt upplýstari um kosti og nauðsyn lífrænt vottaðra framleiðsluaðferða. Evrópa og lífræn ræktun Landbúnaður Eygló Björk Ólafsdóttir viðskiptafræðingur og matvælaframleiðandi Stuðningur til lífrænna bænda er u.þ.b. helmingi hærri en til bænda í hefð- bundnum búskap vegna samþættingar styrkja og umhverfisvænna búskaparhátta. Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -0 4 0 2 Opinn fundur VÍB stofunnar 23. mars milli kl. 16.30 og 17.30 á Kirkjusandi Skráning í síma 440 4900 og á vib.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.