Fréttablaðið - 22.03.2011, Síða 14

Fréttablaðið - 22.03.2011, Síða 14
14 22. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR Bretar sýndu okkur Íslendingum einstakan yfirgang og rangsleitni þegar þeir beittu hryðju- verkalögum sínum á okkur haustið 2008. Þessir ætluðu vinir okkar ollu okkur þá vitandi vits ómældu fjár- hagslegu tjóni sem þeir munu aldrei bæta. Nú vilja íslenskir stjórn- málamenn launa þeim þenn- an óleik með því að skuld- binda þjóðina til að greiða þeim löglausu Icesavekröf- urnar. Þetta er forsmán. Fellum Icesave-lögin. Brynjar Níelsson hrl. Björgvin Þorsteinsson hrl. Haukur Örn Birgisson hrl. Jón Jónsson hrl. Reimar Pétursson hrl. Sveinn Snorrason hrl Tómas Jónsson hrl. Þorsteinn Einarsson hrl. Í Kastljósi Sjónvarpsins á þriðju-dagskvöld gagnrýndi Ásta Krist- rún Ólafsdóttir skólastefnuna skóla án aðgreiningar sem mjög er litið til í skólum landsins nú um stund- ir. Hún telur stefnuna vilja útrýma sérskólum fyrir þroskaskerta, en hún á son í Öskjuhlíðarskóla. Dóra S. Bjarnason svaraði svo fyrir hönd skóla án aðgreiningar daginn eftir og staðfesti reyndar að endanlegt markmið sé að loka öllum sérskól- um og sinna þroskaskertum nem- endum algerlega innan almenna skólakerfisins. Sjálfur á ég þroska- skerta dóttur og er því málið skylt. Ég hef miklar efasemdir um að almenna skólakerfið geti fyllilega sinnt þörfum þroskaskertra nem- enda. Fyrir því tel ég tvenn rök veigamest og lúta þau mjög að vel- líðan nemendanna. Í fyrsta lagi er mjög erfitt að láta sér líða vel þegar maður skilur lítið sem ekkert af því sem gerist í kringum mann á meðan aðrir skilja og geta tekið þátt. Þroska skert barn í almennum skóla er stöðugt sett í þá aðstöðu að skilja ekki það sem fram fer. Sérkennsla er þá úrræðið, en hversu góð sem hún er breytir hún ekki þeirri staðreynd að nem- andinn fær ekki að upplifa þá til- finningu að læra með öðrum og njóta námslegra ávaxta þess með sama hætti og aðrir. Í öðru lagi er erfitt fyrir þroska- skertan nemanda að eignast vini meðal fólks sem er á allt öðru þroskastigi. Við setjum ekki venju- legt sex ára barn í 10. bekk. Þroska- munurinn er einfaldlega of mikill. Þroskaskertur nemandi upplifir sig með sama hætti og sex ára barn í 10. bekk, því hann hefur ekki for- sendur til að skilja þau viðfangsefni sem samnemendur hans eru að fást við innan og utan skóla. Hlutskiptið er þá einangrun og vinaleysi. Í stuttu máli skapar það vanlíðan að vera haldið í umhverfi þar sem maður hefur hvorki námslegar né félagslegar forsendur til að vera hluti af hópnum. Þetta ættu allir að skilja og þetta krefst þess beinlínis að þroskaskertir fái að umgangast jafningja í skólanum. Mér virðist þetta einmitt hafa verið inntakið í því sem Ásta Kristrún hafði að segja. Það er hins vegar áhyggju- efni að Dóra sem er helsti málsvari skóla án aðgreiningar hafði ekk- ert markvert um þetta að segja, allavega kom það ekki fram í við- talinu. Að vísu segir hún eftirfar- andi: „Menntun með sínum líkum, það er eitthvað sem stenst heldur ekki, vegna þess að fötluð börn eins og öll önnur börn eru fyrst og fremst lík foreldrum sínum og finna samneyti með öllu mögu- legu fólki, ekki bara með öðru fötl- uðu fólki“. Þetta eru heldur myrk ummæli um foreldrana, en ef Dóra telur foreldra helsta dæmið um jafningja hefur hún ekki skilið það sem um er að ræða. Það heldur því auk þess enginn fram að í almenna skólakerfinu skorti umburðarlyndi eða væntumþykju þess sem eldri er og þroskaðri, heldur vináttu þess sem maður getur leikið við á jafningjagrunni. Dóttir mín svar- aði enda stuðningsfulltrúanum sem sagðist vera vinur hennar á þá lund að hún vildi vin sem væri eins og hún sjálf. Annað sem kannski mætti nota úr viðtalinu við Dóru til að svara ofangreindum rökum var að skóli án aðgreiningar væri viðurkennd menntastefna hjá ýmsum félögum og í mörgum löndum. Á heimspeki- máli kallast þetta kennivaldsrök og eru þau skilgreind sem rökvilla. Það var líka fullt af fólki sem trúði á viðvarandi góðæri á Íslandi þótt ekki reyndist innistæða fyrir því. Við viljum rök gegn okkar rökum en ekki upptalningu á fólki sem aðhyllist skóla án aðgreiningar almennt. Auk þessa talaði Dóra um að það þyrfti að rannsaka miklu betur hvað fælist í útilokun og einangr- un. En við vitum að einangrun er raunveruleiki þroskaskertra barna í almenna skólakerfinu, það er það sem blasir við foreldrum þessara nemenda og starfsmönnum skól- anna. Skóli án aðgreiningar á sér 20 ára sögu, hvað eigum við að bíða lengi eftir niðurstöðum þess- ara rannsókna? Önnur 20 ár? Það þætti mér ótækt. Vissulega er vel heppnuð menntun flókið samspil margra þátta, en ég trúi því ekki að við ætlum að sætta okkur við skóla- kerfi til framtíðar þar sem þörfum þroskaskertra fyrir vellíðun í námi og vináttu er ekki sinnt. Hvort sem við stofnum sérdeild fyrir nemend- ur með væga þroskahömlun eða styrkjum Öskjuhlíðarskóla, verður að sinna þessu verkefni. „Vinur eins og ég“ Sérskólar Róbert Jack faðir þroskaskertrar stúlku Einangrun er raunveruleiki þroskaskertra barna í almenna skólakerfinu Undanfarna daga og vikur hafa borist fréttir af miklum nið- urskurði í skólakerfinu. Það mátti búast við samdrætti en að geng- ið yrði svo hraustlega til verks sem nú hefur sýnt sig var meira en svartsýnustu menn bjuggust við. Þegar hamingjusamasta þjóð í heimi vaknaði upp af værum blundi og tæra snilldin hafði verið afhjúpuð þurfti að taka til og byggja upp nýja heimsmynd. Hástöfum var rætt um ný gildi – nýtt mat á lífinu og tilverunni. Í hinu nýja samfélagi virðist skólakerfið ekki hafa verið sett á. Þó lúta allar kannanir að því að vel menntuð þjóð sé gulls ígildi og börnunum okkar og barnabörnum er enn hampað á tyllidögum. Þá eiga þau að erfa landið og flytja arfinn frá kynslóð til kynslóð- ar en svo kemur mánudagur og þá horfir málið öðruvísi við. Þá er fjölgað í bekkjum, leikskólum slegið saman. Og skólabókasöfnin – þar sem fer fram fjölbreytt starf og lestrarhvetjandi sem aftur eykur færni í öllu námi – fjár- veiting til þeirra er skorin niður við trog og skólasafnskennurum boðið hálft starf. Hvernig er hægt að vera svona skammsýnn? Þvert ofan í allt sem sagt hefur verið. Er okkur þá alveg sama um krakk- ana þegar upp er staðið? Engum sem kemur í skólana dylst hve skólabókasöfn eru mik- ils virði. Segja má að þau séu hjarta skólans. Þar eru næðis- stundirnar og yndislesturinn. Og þar er lagt kapp á að kynna og auka áhuga nemenda á bók- menntum og menningu. Oft fá safnkennarar rithöfunda til liðs við sig. Úr því hlýja hreiðri sem skólasafnið er fara börnin ríkari. Í hraðasamfélaginu okkar er því miður allt sem bendir til að ynd- islestrarstundum fari fækkandi. Skólasafnskennarar hafa reynt að bregðast við því. Nú er svo komið að fjárveiting til safnanna er ekki að verða að neinu og það er liðin tíð að hægt sé að bjóða rithöfundi í heimsókn gegn greiðslu. Sumir skólanna hafa varla keypt nýja bók í tvö ár. Öll vitum við þó hve gaman er að fá nýja bók þegar jólin nálgast og bækurnar koma á markaðinn. Það er ekki ásættanlegt að skólasöfnin bjóði nemendum eingöngu upp á eldri bækur. Og enn hraklegra að störf skólasafnskennara séu létt- væg fundin og skorin niður um helming. Á sama tíma og þessi aðför er gerð að grunnskólum Reykja- víkur er borgin að berjast við að fá tilnefninguna Bókmennta- borg UNESCO. Nei, þetta er ekki brandari heldur blákaldur veruleiki. Hlýtur ekki borg sem keppist um að vera bókmennta- borg á heimsmælikvarða að hlúa einstaklega vel að borgurunum? Ætla mætti að lestur og bók- menntir skipi þar öndvegi. Ef bráðgerar kynslóðir og vel læsar alast ekki upp í þessu landi verður heldur enginn til að standa undir vegsemdinni bókmenntaborg eftir nokkra átugi. Ólæs bókmennta- borg? Óhugsandi! Íslendingar eru heiðursgest- ir á stærstu bókamessu í heimi í Frankfurt í Þýskalandi í októ- ber nk. Það er væntanlega ekki út á ólæsi? Nei, Ísland var valið fyrst Norðurlandanna til þess að hljóta þá vegsemd. Þessa dagana eru íslenskir höfundar þýddir á erlendar tungur og hróður þeirra berst langt út fyrir landsteinana. Á sama tíma erum við sjálf að veita okkur náðarhöggið innan frá. Er þetta hægt? Svarið er nei. Hér má til að koma hugarfars- breyting. Við verðum að hætta að flagga börnum og bóklestri á hátíðisdögum. Gerum heldur alla daga að tyllidögum. Ef við hlúum ekki að því góða starf sem unnið er á skólabókasöfnunum tökum við hjarta skólanna úr sambandi hægt en örugglega. Á því hefur íslensk þjóð ekki efni. Hjartað tekið úr sambandi Skólamál Kristín Steinsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands Á sama tíma og þessi aðför er gerð að grunnskólum Reykjavíkur er borgin að berjast við að fá tilnefn- inguna Bókmenntaborg UNESCO Forsmán Icesave Átta hæsta- réttarlögmenn skrifa um Icesavelögin NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI FORNÁM Í FORRITUN Undirbúningsnám fyrir Dipómanám í forritun 108 stundir - Verð: 149.000.- Þriðjudaga og fimtudaga 18-22 og laugardaga 8:30-12:30 Námskeiðið hefst 26. apríl og lýkur 7. júní. Forritun er fjölbreitt, skapandi, alþjóðleg, krefjandi og skemmtileg starfsgrein sem stöðugt vantar nýja og skapandi starfskrafta. Þeir sem hafa stúdentspróf eða hliðstæða menntun geta valið að fara beint í Diplómanám í forritun. Markmið þessa námskeiðs er að nemendur læri undir- stöðuatriði forritunar og er jafnframt undirbúningur fyrir Diplómanám í forritun. Einnig gerir fornámið nemendum kleift að meta hvort þeir hafi áhuga og getu til að halda áfram á þessari braut, í Diplómanám (282 stundir) og þaðan í Leikjaforritun (204 stundir) sem hvorutveggja eru kennd hjá NTV. Helstu námsgreinar:

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.