Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1918, Page 7

Sameiningin - 01.05.1918, Page 7
69 Fyrir milligöngu miðstjórnar allsherjar sambands- ins í New York, voru forsetar lútersku kirkjufélaganna allra í Canada boðaðir á fund í Ottawa, 22. Maí, með því augnamiði að stofna samskonar bandalag í Canada. Forsetar og fulltrúar allra deilda lútersku kirkjunnar í Canada mættu á fundinum og auk þeirra tveir menn úr stjórn Bandaríkja-bandalagsins og ennfremur fram- kvæmdarstjóri þess félags, Rev. J. 0. A. Stub, sonur hins góðkunna formanns norsku kirkjunnar í Ameríku. A fundinum var stofnað og lögbnndið Bandalag lúterskra manna í Canada t.il líknárstarfs meðal lier- manna. A ensku heitir það: TJie Canadian Lutheran Commission for Soldiers’ and Sailors’ Welfare. Það stendur í nánu sambandi við félagið fyrir sunnan og verða félögin í samvinnu hvort með öðru, þó þau sé hvort öðru óháð. Hermálastjórnin í Canada hefir þegar viðurkent hið nýstofnaða Bandalag sem málsvara lúterskrar kirkju í Canada og hefir það í ráðum með sér um jiau mál, sem lvíta að siðferðilegu og trúarlegu eftirliti með hermönn- um. Stjórnin í Ottawa hefir lofað að skipa nií þegar lúter'skan herprest (chaplain), og skulu embættismenn bandalagsins tilnefna hann og eins J)á, er síðar kunna að verða skipaðir. Varð það að samkomulagi, að hinn nýi lúterski herprestur skyldi koma á allar herstöðvar í landinu, einkum spítala og stöðvar heimkominna her- manna, og útvega, í samráði við Bandalagið, á hverjum stað lúterskan prest, er þar væri búsettur, til að annast Um lúterska hermenn, með sérstöku umhoði frá stjórninni. Enn fremur hefir Bandalagið ákveðið, að ráða nú þegar í sína þjónustu tvo menn, annan í Austur-Canada en hinn í Vestur-Canada, til jtess að gefa sig að öllu levti við ]>essu starfi, ferðast um, kvnna sér ástand og jtarfir °g koma skipulagi á starfið. Það verður meðal annars í verkahring Bandalagsins, að safna nákvæmum skýrslum um lútérska menn í Can- adahernum og sjá um, að hvar sem því verður við komið, hafi þeir aðstoð sinnar eigin kirkju og eftirlit góðra manna. Revnt verður að koma j)eim í kynni við gott

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.