Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1918, Side 14

Sameiningin - 01.05.1918, Side 14
76 undurinn lætur ræðumönnum ekki takast að breiða yfir þá ráðgátu með hugar-grufli og hálf-sönnum staðhæfing- um. Svarið, sem bókin gefur að lokum, er svar trúarinn- ar, barnslegs trausts á algæzku Guðs og lotningar fvrir alvizku hans, sem er alveg órannsakanleg mannlegu hyggjuviti. Biblíufróðum mönnum hefir aldrei komið saman um uppruna, aldur eða höfund bókarinnar. Sumir eigna Móse bókina, eða kafla úr henni; sumir telja liana enn eldri. Aðrir halda því fram, að hún sé í letur færð á dög- um Salómons eða jafnvel síðar. Málið á henni ber víða keim af kaldeísku, aramisku og arabísku, og hafa því sumir haldið því fram, að hún sé ekki hebresk að upp- runa. Þar finnast hebresk orð svo gömul, að þau eru lítt skiljanleg. Hvergi í allri bókinni er minst á sáttmála eða lögmál Móse. Bókin lýsir livarvetna hirðingjalífi ættfeðranna, löngu fyrir daga Móse, og verður ekki sagt með vissu, að höfundurinn hafi þekt aðra menning. Þó ber efni og framsetning vott um liugsunarþroska, sem marg- ir eigna miklu yngri tímum. Bókin er fyrir allra hluta sakir frábærlega heillandi, fyrir fræðimanninn og skáld- skaparvininn ekki síður en trúmanninn. Hún er öll í ljóðum nema sögukaflarnir, sem hún byrjar og endar á. Öll framsetningin er svo háfleyg og skáldleg, að fátt eitt í bókmentum heimsins, að fornu eða nýju, þvkir í því efni komast í nokkurn samjöfnuð við Jobsbók. Það er því, sem sagt, engin furða, þótt áheyrendum fvndist til um ljóð þetta, þegar listfengir menn léku fyrir þeim samræðurnar; enda er til þess tekið, livað eftirtekt- in liafi verið góð og lotningarfull lijá fólkinu, sem á hlýddi. Blaðið Outlook fer þessum orðum um það efni: “Frá því er fvrsta ljósgeislanum var beint á sögu- konurnar, og þar til dimman færðist yfir þær í leikslok, sat áheyrendahópurinn liljóður og grafkvr, og hafði ekki hugann af ]>essum mikla ráðgátu-leik, sem það horfði og hlustaði á. Það var engin uppgerðarlotning; ekkert svipað látbragði manna frammi fyrir einhverju, sem vaninn liefir lielgað. Það var engin tilbúin kyrð, þvinguð

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.