Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1918, Page 17

Sameiningin - 01.05.1918, Page 17
79 bjóða lifandi iíf sitt, heilagt og guðiþóknanlegt, sem fóm. Pessi mikli sannleikur felst í orðum postulans, að Guði sé með því þjónað, og guðsþrá mannsins með því fullnægt, að maðurinn sé lifandi fórn sjálfur. Með Jesú Kristi lærðu menn þetta af honuim. Jesús lifði því lífi, sem var ekkert annað en guðsdýrkun. Hann einn kunni að dýrka Guð. í brjósti hans voru engar stíflur, sem 'fyeftu framrás eilífa andans, sem í honum bjó og eitt var með föðurnum. Og hans sál komst til hæðanna og stóð á tindinum hjá Guði. Hvernig komst hann, þá hann dvaldi hér maður með oss á jörð, upp yfir fjöllin háu? Með því að fórna. Hann gaf sig alheilagur undir lögmál fórnarinnar. Hann kunni ekkert nema það að fórna, gefa, bjóða líkama sinn að lifandi, heilagri, guðiþóknanlegri fórn, og var það skynsamleg guðsdýrkun hans. Hvar sem hann steig niður fæti, blómgaðist jörðin fyrir heilagan fórnargjörning hans. Mannssonurinn kom ekki til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna öðrum og láta líf sitt til lausnargjalds. það viknaði hvert blóm er sá hann, svo hlý var sól elskunnar, sem skein úr ásjónu hans. pað táraðist hver rós er leit hann, svo ylmandi var miskunnin, sem streymdi út frá hon- um. Hvar sem hann gekk spruttu upp guðsblóm í sporum hans. Hann kunni engrar hefndar að biðja nema þessarar: “Faðir fyrirgef þeim”. Hann kunni enga vörn að veita aðra enþessa: “Hví slær þú mig?” En ihann kunni marga sálma af líknarvei’kum til handa bágstöddum og hann kunni marg- ar bænir af huggunarorðum við hreldar sálir. Og í þessu sambandi er það aðal-atriðið, að þetta dýrlega fórnarlíf Jesú var honum himnesk sæla. f fórnum sínum fann hann fullnægju guðsþránni. Hún var honum skynsamleg guðs- dýrkun. Og í fari hans birtist í mannlegri mynd öll fegurð guðlegs lífs. Jesús lifði það, sem postulinn kendi, að bjóða líkama sinn sem lifandi, heilaga guðiþóknanlega fórn. pað var trú hans, guðsdýrkun hans. Og þó menn eigi erfitt að skilja og skoða það, þá er einmitt þetta aðalatriði átrúnaðarins, aðal- þáttur guðlegs Mfs, þetta að dýrka Guð með sjálfs sín fórn- Ulþ, fórn sjálfs sín. Og vegna þess, að það er kjarni kristin- óómsins, er hann ávalt merktur með krossinum helga. Krossinn rauði, laugaður fórnarblóði frelsarans, er tákn trú- arinnar fyrir það, að trúin er fórn, fórn í anda Jesú Krists, íórn mannsins á sjálfum sér, Heimurinn hefir séð þetta. pjóðimar hafa gerst kristn-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.