Sameiningin - 01.05.1918, Síða 19
81
í sögu kristninnar. Nýr kapítuli er að byrja, kapítuli sem
hefir að fyrirsögn: Lifandi, heilög, guðiþóknanleg fórn.
Lloyd George, stjórnarformaðurinn enski, gat þess í
ræðu, er hann flutti, eftir er hann var nýkominn heim úr
kynnisför til vígvallanna, að hann hafi verið sjónarvottur
að því, að þýzkur liðsforingi var handtekinn af Bretum og
með hann farið aftur fyrir skotgrafirnar. par tóku enskir
foringjar við honum. Mr. George segir, að það hafi ekki
leynt sér, að þýzki foringinn hafi búist við illri meðferð eða
bana. Hann hafði sár og hann mæddi blóðrás. “Kom þú
ókvíðinn”, sögðu þeir ensku, “við skulum flytja þig á spítaia
okkar og græða sár þín, og ekkert skal þig skorta, er þér
megi verða til hjúkrunar”. Lloyd George segist hafa horft
og hlustað undrandi á þennan mannúðarvott og miskunsemi
við óvininn. “En mér rann upp ljós”, segir hann, “er eg
leit í kring um mig og sá hvervetna rauða krossa. Allir
mintu þeir á krossinn á Golgata og mér skildist það þá, að
þrátt fyrir alt, sem enn stendur í vegi, kemur sú stund, að
allir munu sigrast láta af miskunnar-anda mannsins frá
Nazaret”.
Á margan hátt hefir miskunnar-andi mannsins frá
Nazaret búið um sig á þessum yfirstandandi mótlætis-tím-
um, en hvergi betur en í félagi því og starfi því, sem kennir
sig við krossinn rauða. pegar stríð þetta er búið og rituð
verður saga þessara dimmu ára, mun sá kapítuli sögunnar,
er segir frá “Krossinum rauða”, reynast mesta hugðmál les-
andi kynslóða um margar aldir. Saga “Krossins rauða” var
fögur orðin á undan þessu stríði, nú er hún orðin dýrleg.
Af afspurn, lestri og frásögn heimkominna hermanna, er
oss flestum eitthvað kunnugt orðið það dásamlega líknar-
verk, sem félagið með rauða krossinn vinnur um þetta leyti.
Eg vil leyfa mér að lesa hér kafla úr bréfi, er eg hefi nýlega
fengið frá einni hjúkrunarkonu þessa safnaðar á Frakklandi.
“Verk það, sem unnið er heima, á einn eður annan hátt,
er sannarlega aðdáunarvert. Og eg verð að segja það, að
eg er upp með mér af því, að vita að okkar eigið fólk gerir
sinn skerf fullkomlega. Canada Red Cross félagið er til
ómetanlegrar blessunar fyrir spítalana á Frakklandi. pað
er alls ekkert, sem við þörfnumst sjúklingunum til hjúkrun-
ar, sem félagið ekki lætur okkur í té. Canada spítalarnir
allir hafa sérstakt Red-Cross-herbergi, þar sem geymdar
eru vistir, og hjúkrunarkonurnar leita daglega þangað um