Sameiningin - 01.05.1918, Qupperneq 33
95
inn. Sérhver kristinn maSur á að vera nákunnugur píslarsögu
frelsarans. Ágætt að kynna sér hana í passíusálmunum. — í hverjum
skilningi er nú Jesús dáinn fyrir mennina? Til eftirdæmis, segja
sumir; til þess að vekja hjá mönnum fórnfýsi og kristilegt hjartalag.
Til að sætta mennina viö Guð, segja aðrir; til þess að láta hjörtu
þeirra komast viS og iðrast og snúa sér til Drottins. Hann cr dáinn
fyrir sannleikann, sem hann birti mönnunum, segja enn aðrir. ÞaS
er sannleikur i öllum þessum svörum, en ekki allur sannleikurinn.
Meginatriðið vantar. Væri Jesús aðeins í þessum skilningi frelsari
mannanna, þá væri frelsararnir margir. Aðal-tilgangur píslardaúða
frelsarans er þetta: Eilíft og óhagganlegt réttlætislögmál Guðs
krefur hegningar fyrir alla synd. Ef þú, syndugur maðurinn, þarft
að taka þá hegning alla út á sjálfum þér, þá losast þú aldrei. 'Þú
ert þá eilíflega dæmdur. í persónu Jesú Krists hefir Guð sjálfur
látið refsast fyrir synd þína, til þess að hann geti miskunnað þér.
En þá kemur spurningin: Getur al-réttlátur Guð tekið refsing eins
manns — þótt guðmaður sé — sem fullnægjandi refsing fyrir syndir
annars manns? Já, ef þeir cru eitt fyrir Guði. Og einmitt i þessu
er kristindómurinn fólginn. Þú ert kristinn, ef þú lifir í frelsaran-
um og hann í þér. Ekki nóg, að þú trúir einhverju um hann; þú
þarft að hafa gefið þig á vald hans með lífi og sál; það er kristna
trúin. Hafir þú gjört þetta, þá gengur ekki dómur guðlegs réttlætis
framar yfir þig einan, heldur yfir báða í sameining, þig og frelsar-
ann; hann á með þér sekt þína; þú átt með honum fullnæginguna
hans. Og sektin verður þá um leið að engu. Það er eins og auð-
ugur maður taki að sér gjaldþrota fátækling, og gjöri hann að félaga
sinum og láti alt vera sameiginlegt með 'báðum. Þá hverfa skuldir
annars í eignum hins. Tvent kemur í ljós, þegar vér skoðurn frels-
unina frá þessu sjónarmiði: hún fæst ekki fyrir IvÚAv-skoðun eina,
heldur fyrir trúar-samfélag; hún er eigi frelsun frá hegningunni
cinni, heldur frá synd og hegningu til samans.
Verkefni: 1. Píslarsagan. 2. Friðþægingin.
XII. IÆXÍA. — 23. JÚXf.
Jesús sigrar dauðami.—Mark. 16, 1-11.
Minnistexti;—Nú cr Kristur upþrisinn frá dauðwn.—-l.Kor.lö,2d.
Umræðucfni:—Upfrisa Krists og fullvissa vor um ódauðleika.
Les til hliðsjónar: Matt. 28, 1-20; Lúk. 23, 56-24, 12; Jóh. 20, 1-25;
1. Kor. 15; 1. Þess. 4, 13-18; Opb. 1, 17. 18. Auðugur maður úr öld-
ungaráði Gyðinga, Jósef frá Arímaþeu, fékk leyfi Pílatusar til þess
að jarða likama Jesú. Nikódemtis, Faríseinn, sem komið hafði til
Jesú um nótt til að fræðast af honum, fékk nú djörfung til að taka
þátt í útförinni. Óvinir Jesú fengu vörð settan um gröfina, til þess
að líkinu yrði ekki stolið, þvi þeir mintust orða hans um upprisuna.
í gröf þessari hvíldi svo líkami Jesú yfir Sabbatið. Þegar konurnar
komu svo til grafarinnar árla morguns hinn fyrsta dag vikunnar, voru