Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1921, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.04.1921, Qupperneq 10
106 þessi hrygöar-spor, ef ékki væri fyrir sporin Jesú til Golgata, og svo fyrir þessa tömu gröf, sem Maria stóð viS, grátandi, á páskamorguninn fyrsta; — gröfina, sem veitt getur ljósi vonar, gleði, frelsis og huggunar inn í sálir vor allra. Gráturinn við gröfina er aö sönnu sífelt djúpur og þungur — en huggunin svo mikil í íhinum upprisna frelsiskonungi mannkynsins. Þaö er víst eitt af hlutverkum skáldanna, að syngja hug- prýði ogð hreysti inn í sálir vorar. Og oft gjöra þau það mjög svo fagurlega. En stundum liggur við, að oss finnist þau ætla oss meiri ihreysti, en hægt er með réttu að búast við. Eg hugsa nú um kvæðið ágæta, “Við hafið” eftir Steingrím Thorsteins- son. Ljóðin enda á þessa leið: “En dimmraddað 'hafið þá knúðist að klett, Það klökk ei né stundi; í hríðelfdum boðum, sem þeystust að þétt, ÞaS þrumandi drundi: “Þú maður ihinn veiki, það magn er eg hlaut, Ei mæðist af kvíða; Hvað stoðar að tárast, í þungri ber þraut, Að þola og stríða.” Víst er hann íhrifandi, þessi hreystiiboðskapur hafsins. En þó langar oss til að segja þetta: Já, þú ert máttugt, mikla haf, ekki mæðist þú í stríði; þessi eggjunarorð eru vist eðlileg og sjálfsögð frá þér. En þegar vér stöndum við grafir vorra sæl- ustu og sætustu vona, eða þegar vér mænum með htiskum sárs- auka hjartans eftir ástvinum vorum, sem horfnir eru frá oss inn i eilífðina, þá viljurn vér áskilja oss rétt til að mega gráta við gröfina. En vér viljum ekki gráta eins og þeir, sem ekki hafa von. Vér viljum gráta upp við kærleiks-fcrjóst vors upp- risna lausnara. Vér viljum gráta í faðmi 'hans, sem gekk þessi þungu spor til Golgata, sem huggaði Maríu við hina tómu páska- gröf; þar viljum vér stilla harma vora, svo að það sé hann, sem telur tárin og þerrir hvarmana, og veitir huggunarljósið og styrkinn til að starfa og stríða. Ákaflega er nú þessi páska-mynd, sem vér höfum verið um að 'hugsa, annars algeng. Einhver að gráta — við gröf. Og gráturinn er svo beiskur og sár; stunurnar þungar, og bera þess vott, hvað sársaulkinn liggur djúpt. En nú var þetta fyrir mis- ■skilning, segir einhver, að María grét, því að óafvitandi stóft hún andspænis gleðihoðskapnum sjálfum. Að þvi leyti var grátur ihennar öðru vísi en annara. Að vissu leyti má segja, að :svo sé. En svo, þegar vér athugum þetta betur, þá sjáum vér,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.