Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1921, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.04.1921, Qupperneq 16
r 112 Endurminningar um Eirík Gíslason prest á Stað í Hrútafirði. Frá elztu tímum hefir ættjarðarástin veriö ein af aöal kyn- fylgjum íslenzku þjóöarinnar, og hún má sín því meir meö voru kyni, því fjær sem menn eru föðurlandinu. Mörgum Vestur- Islendingum hefir kynfylgja þessi fylgt í gegnum þylet og þunt. Hafa því margir hinna eldri vor á meöal hlýjár tilfinningar til fööurlandsins, og næmt eyra fyrir öllu því, sem þar er aS gjör- ast, ekki sízt þeir menn, sem lifað höfSu á ættjörSinni öll hin feg- urstu blóma-ár æsku sinnar. Margir lifa i tómum endurminningum frá þeim árum. Hug- ljúfar myndir geyma þeir hjá sér af landinu sjálfu og allri þeirri náttúrufegurS, sem þaö hefir aS bjóSa. Þá eiga margir ógleym- anlegar minningar um ýmsa ágætismenn, sem þeir þá urðu sam- ferSa. Æskan er minnug, og þótt árin líSi mörg, þá missa menn ekki sjónar á þeim, sem á fyrsta áfanganum voru meS í förinni, ekki sízt, þegar sumir förunautar voru menn, sem aldrei munu gleymast. En naumast kemur svo blaö frá ættjörSinni, aö ekki færi þær fregnir, sem einhvern særi, — þær fregnir, aö einhver af hinum mörgu samferöamönnum hafi slitnaö úr lestinni. Eg sá nýlega í fréttum frá íslandi, aö látinn væri séra Eirík- ur Gislason á StaS í Hrútafiröi. Þegar eg las þá dánarfregn, duttu mér í hug orS Haralds konungs Sigurössonar, er hann stóð yiir grefti eins íslendings: “Þar fór sá maSr, er beztr var ok dróttinhollastr.” Þannig munu og flestir segja, sem þektu séra Eirík: Þar fór sá maSur, sem beztur var og drenglyndastur. Finn eg nú hvöt hjá mér aö minnast þessa göfuga manns meö nokkrum oröum; og þaö myndi .hann ætla, er viS vorum sam- tiða og 'hann var prestur á StaSarstaS, aS eg myndi, ef lengur lifði, eftir hann mæla, þótt á annan veg yrSi en í fornöld fiðkaS- ist. Um þaS mun fáum blandast hugur, sem þektu séra Eirík, aS hann hafi veriS einn af allra mætustu prestum þjóðar vorrar og skörulegustu á síðast liönum 40 árum. Eins og kunnugt er, þjón- aöi séra Eiríkur ýmsum prestaköllum og var alstaöar virtur og elskaöur fyrir persónu sína og manngildi. Munu þeir ekki marg- ir vera með þjóð vorri, sem meiri mannhylli hafa náS en séra Eiríkur Gíslason. Ekki var það fyrir auSinn, því aS silfur og gull átti hann aldrei; en þaS, sem hann haf ði, var öllum heimilt, þvi aö gull var í manninum og íslenzkur höföingsskapur. Séra Eiríkur var tigulegur og höfðinglegur maður i sjón, vel

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.