Sameiningin - 01.07.1917, Side 2
130
fullráðin höfðu menn komið sér saman um öll atriði. Að
l>ví höfðu unnið sameiginlegar nefndir allra félaganna.
Hafði svo hvert félag á ársþingi samþykt samsteypuna.
Öll félögin komu saman á síðasta ársþing sitt á
sama stað og sama tíma í öndverðum Júní mánuði. Áttu
þau þar lokafundi hvert í sínu lagi. Héldu svo prestar
og safnaða fulltrúar hvers félags af stað frá hinum sér-
stöku þingstöðum árla dags 9. Júní og gengu með fylktu
liði á liinn sameiginlega þingstað, Auditorium í St. Paul,
sem er stærsti samkomusalur þeirrar borgar, og mælt er
að rúmi 12,000 manns. Hver flokkur lét bera merki
fyrir sér og gengu átta menn samsíða. Fyrst kom Hauge
Sýnodan og voru í þeirri sveit 207 fulltrúar og 119
prestar, en merkisberinn var ríkisstjórinn í Suður-
Dakota, Gov. Peter Norbeck. Þá kom Norska Sýnodan,
472 fulltrúar og 207 prestar, og var þeirra fánaberi I. A.
Berg, bankastjóri í Galesville, Wisconsin. Síðast kom
Sameinaða kirkjan og var sú sveit fjölmennust, 802 full-
trúar og 492 prestar, og bar merkið Hon. Oley Nelson.
Alls var í skrúðgöngunni nærri hálft þriðja þúsund
manns, og auk þess streymdi fleira fólk á samkomuStað-
inn en húsið fékk rúmað.
Kl. 10 hófst hið nýja þing með því að allur skarinn
söng sálminn: “Ó Guð, þér hrós og heiður ber”. Þá
las dr. T. H. Dahl, sá er verið hafði formaður Sameinuðu
kirkjunnar, 103. Sálm Davíðs, sem byrjar með þessum
alkunnu orðum: “Lofa þú Drottin, sála mín og alt sem
í mér er, hans heilaga nafn”. Þá bar dr. H. G. Stub fram
hjartnæma bæn, og presturinn C. I. Eastvold liélt ræðu
út af orðunum: “Blessaður sé sá, sem kemur í nafni
Drottins”. Yar þá þingið sett og bráðabirgða þing-
stjórn kosin. Kom þá fram ríkisstjórinn í Minnesota,
Gov. Burnquist, og árnaði hinu nýja kirkjufélagi bless-
unar og vitnaði það, að heill ríkisins væri undir því
komin að kirkjan — frjáls og ríkinu óháð — blómgaðist
sem bezt, því kristindómurinn væri lífsandi mannanna.
T. O’Brien dómari mælti fyrir hönd kaupmanna-sam-
kundunnar í St. Paul og flutti félaginu árnaðar-óskir
meðborgaranna. Þá voru lesin mörg skeyti og lieilla-
ósMr frá einstökum mönnum og félögum, þar á meðal
frá prestafélagi í Kristjaníu, biskupunum og Mrkjumála-
ráðherranum í Noregi og dönsku kirkjunni í Ameríku.
Þar næst var borin upp þingtillaga, er samþykt var