Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1917, Side 3

Sameiningin - 01.07.1917, Side 3
131 í einu hljóði, er vottaði landsstjórninni og forseta Banda- ríkjanna hollustu Norðmanna í stríðinu. Að því búnu var gengið til kosninga og var dr. II. C. Stub í St. Paul kosinn forseti en dr. J. N. Kildahl vara-forseti. Báðir eru forsetarnir oss íslendingum góð- kunnir. Var forsetinn vinur, en vara-forsetinn læri- sveinn, dr. Jóns sál. Bjarnasonar fyrum. Séra N. J. Löbre var kosinn skrifari og Erik Waldeland féhirðir. Var þá fullmynduð “Norska lúterska kirkjan í Ameríku”. Meðlimir safnaða hennar eru nærri hálf miljón talsins. Sunnudagurinn 10. Júní var hátíðlegur haldinn með lofgerðar-guðsþjónustum og þakklæti til Drottins fyrir þá gleði, er veizt hafði kirkjulýðnum norska, og eru margar sögur um smá-viðburði, sem gerðust þá daga, sem ljóslega sýna, hve fögnuðurinn var mörgum hjartan- legur og mikill. Ef til vill hefir það hátíðlegast verið við athöfn þessa, að á laugardagsmorguninn 9. Júní, þá klukkan sló 10 og þingið var sett í St. Paul, var hringt kluldmm í öllum norskum kirkjum um alla Ameríku og ætlast til, að á meðan heygði sérhver Norðmaður höfuð sitt í bæn og’ lotningu fyrir Guði. Yér samfögnum bræðrum vorum, Norðmönnum, yfir þessum sigri, sem einingar andinn og kærleiki Jesú Krists hefir unnið hjá þeim, og biðjum af lijarta algóð- an Guð að blessa “Norsku lútersku kirkjuna í Ameríku”. Með þetta dæmi Norðmanna fyrir augum væri ekki ólíklegt, að einhverjir íslenzkir kirkjumenn léti sér koma í hug orðin í Passíusálminum: “Hvað framar hefir þú hér af að læra?” Ónotaðir œfidagar. Eftir dr. David J. Burrel, prest í New York. prjár vínviðargreinarnar rnerkja þrjá daga.—I. Mðse 40, 12. Eg sá engil þann, er bókar gjörðir mannanna. Hann hafði ritfjöður í hendi og blekhorn við belti sér, og var að rita í bók. 1 bókinni voru þrjú blöð að eins, og voru

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.