Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 9
137 Minn lífstími’ er kaldur, dimmur, dapur, Pað dynur á regn og vindur napur; Við fortíðarrústir andinn er, En æskuvonirnar hverfa mér; — Og lífstíminn dimmur, dapur. Ver hljóð, mædd sál, lát harms af kvaki, pví helg ljómar sól að skýja baki; pín örlög döpur til allra ná, Og alt jarðlíf sinn regndag á, Sem stundum er dimmur, dapur. Réttlœting at trúnni. Kirkjuþings-erindi eftir séra Carl J. Olson. f þessum heimi er alt mannlegt stórgallað og ófull- komið. f heimi guðfræðinnar sem annarsstaðar hafa ótal villur þroskast og borið ávöxt. Mönnum kirkunnar, jafnvel hinum beztu, hefir verið margt ábótavant, bæði í skoðunum sínum og líferni. Postulinn mesti varð að segja, vafalaust með miklum sársauka í hjarta sínu: “Hið góða, sem eg vil, gjöri eg ekki; en hið vonda, sem eg vil ekki, það gjöri eg”. Hið eina, sem er fullkomið og áreiðanlegt í heiminum, er kristindómurinn- Hann hefir guðdómlegan uppruna og byggist ekki á mannlegum heimildum. Hann er klettur, sem stendur stöðugur öld eftir öld og engir stormar eða flóð hafa getað sakað hann hið minsta. Hann er eik, sem ávalt hefir styrkst í stórviðrum ofsókna og árása. “Frá heimskauti einu til annars það nær, þótt önnur tré falli, þá sífelt það grær, þess greinar ná víðar og víðar um heim, unz veröldin öll fær sitt skjól undir þeim”. En skilning'ur manna á kristindóminum hefir oft verið stórgallaður. Allskonar villur og fjarstæður hafa verið bygðar á Guðs orði. Sannleikurinn hefir margoft verið hjúpaður þoku mannlegrar villu, og jafnvel kristnir menn hafa haft afbakaðar og afskræmdar skoðanir á þessum æðstu efnum. Réttlæting af trúnni er grundvallarkenning kristin- dómsins. Hún er sólin, sem lýsir upp og vermir allar hinar kenningarnar, þ.e.a.s. allar kenningar kirkjunnar fá gildi sitt í huga vorum og hjarta, þegar vér förum að skilja þessa

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.