Sameiningin - 01.07.1917, Síða 14
142
urinn þarf að gjöra, er að þiggja þennan úrskurð, þennan
blessaða, náðarríka dóm.
Sumir neita og halda þess vegna áfram að lifa undir
fordæmingunni, og hún getur orðið hlutskifti þeirra til
eilífðar.
Á þeirri stundu, sem maðurinn þiggur náðina og fyrir-
gefningu syndanna fyrir dauða Jesú Krists, auglýsir Guð
hann réttlátan og breytir við hann eins og hann hefði aldrei
syndgað.
En Guð fer lengra- Hann gjörir meira en að gefa upp
sökina og auglýsa manninn sýknan. Hann tileinkar manní
réttlæti Krists. Sýknunin er neikvæð og getur ekki ein
fullnægt manninum. pó að fangi sé sýknaður og látinn laus
er hann ekki þá þegar búinn að vinna til baka álit sitt og
stöðu sína í heiminum. Lög ná ekki yfir hann framar, en
samt er hann ekki sami maðurinn og áður. En ef konung-
urinn tekur hann að sér og gerir hann að syni sínum og
erfingja ríkisins fær hann samstundis álit og stöðu, sem
allir verða að viðurkenna. Jesús hlýðnaðist lögmálinu full-
komlega, og réttlætið, sem byggist á þessari hlýðni, tileinkar
Guð hverjum þeim manni, sem hann fyrirgefur syndirnar
fyrir Jesúm Krist. petta er hin jákvæða hlið réttlæting-
arinnar.
Með öðrum orðum: Guð álítur mann réttlátan—full-
komlega réttlátan—vegna Krists og breytir við mann á
sama hátt og hann myndi gjöra ef maður lifði að öllu leyti
eins og Jesús hér á jörðunni.
En hvernig tekur maður á móti þessari gjöf Drottins
og tileinkar sér hana? Hvaða hæfileiki kemur þar til
greina? Trúin! Trúin ein! Hún er augað, sem sér Krist
og náðargjöf hans. Hún er eyrað, sem heyrir raust Drott-
ins, sem býður náðina. Hún er höndin, sem tekur við rétt-
lætingunni.
pannig sjáum vér, að réttlætingin er eingöngu athöfn
Guðs. Maðurinn einungis þiggur, spyrnir ekki á móti áhrif-
unum guðlegu, sem hvetja hann til að rétta út hönd trú-
arinnar.
Trúin sjálf réttlætir ekki nokkurn mann, heldur það,
sem hún tileinkar sér, nefnil. Krist, líf hans og dauða. Yæri
trúin svo sterk hjá manni, að hún gæti læknað allar mein-
semdir og gjört allar dygðir fullkomnar, myndi hún réttlæta
mann. En þetta hefir aldrei skeð í mannkynssögunni og
það er ætíð verra en gagnslaust að ræða hið ómögulega-