Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1917, Page 16

Sameiningin - 01.07.1917, Page 16
144 krossinum losnar byrðin og veltur niður hæðina ofan í opna gröf, er lokast samstundis, og byrðin sést aldrei framar. petta er reynsla allra, sem hafa orðið réttlættir af trúnni á Jesúm Krist. Gleðin, sem því er ætíð samfara, er æðri allri annari gleði, sem maður fær að njóta í þessum heimi. Réttlætingin af trúnni leggur líka grundvöll fyrir gjörbreytingu á öllu sálarlífi mannsins. Með henni er manninum vegur greiddur að hjarta Guðs og eilíft sam- félag við hann er þá byrjað. En um leið fær Guð eilíflega aðgang að hjarta mannsins og byrjar samstundis á heilögu starfi þar. Hinn þríeini Guð tekur sér bústað í sál hans og með hinum heilögu áhrifum sínum útrýmir hann spill- ingunni — öllu óhreinu og ljótu, en fyllir sálina með himneskri dýrð. Dygðirnar blómgast, kærleikurinn þrosk- ast og lífið verður guðdómlegt og heilagt, bæði hið innra og hið ytra. Helgunin er bein afleiðing af réttlætingunni. pótt trúin sé veik í byrjun þá vex hún stöðugt og styrkist daglega undir áhrifum andans. Ef hún vex ekki, þá deyr hún. Hún er að því leyti háð hinu sama lögmáli og alt lifandi í náttúrunni: Hún er fyrst eins og nýfætt barn. Seinna verður hún eins og fulltíða maður. Blómknappur trúarinnar er kærleikurinn. Hún sjálf er leggurinn og rótin- Trúin og verkin eru óaðskiljanleg. Vér mættum eins vel reyna að aðskilja eldinn og hitann, ljósið og birtuna, jörðina og þyngdarlögmálið. Eldurinn tekur á móti elds- neytinu og afleiðingin er hiti. Eins tekur trúin á móti náð Guðs og áhrifum hans; en afleiðingin verður ávalt kær- leikurinn. Reynslan hefir allstaðar sýnt að hvar sem réttlæting af trúnni hefir verið prédikuð með krafti og sannfæringu, hefir siðferðið og kærleikurinn þroskast að sama skapi. Hinsvegar þar sem menn hafa lagt alla áherzluna á verkin, hefir þroskinn ávalt verið í gagnstæða átt. Ekki það, að verkin hafi ekki gildi. Og trúin er dauð án þeirra. En þeir, sem svíkjast um að boða grundvallaratriði kristindóms- ins, þurfa ekki að búast við neinni blessun frá Guði. Kæru kirkjuþingsmenn! Oss er öllum ant um félag vort. Um framtíð þess og gengi. En vér skulum aldrei gleyma því, að starf vort verður til ónýtis og ber engan ávöxt, ef vér bregðumst köllun vorri að útbreiða sannan kristindóm á meðal landa vorra. Látum oss í Jesú nafni

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.