Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1917, Side 11

Sameiningin - 01.12.1917, Side 11
299 “Amen”, sagði alt fólkið, og öll börnin og allir englarnir einum rómi. “Amen! Amen! Amen!” “Nú er mál fyrir vegmóðan dreng að ganga til hvílu”, sagði Mrs. McDonald og klappaði á kollinn á mér. Eg kiptist við. — Eg hafði sofnað.------ Faðir minn og eg vorum komnir heim fyrir hádegi á jóladaginn. — Sagði eg systur minni og móður frá jóla- gleðinni, sem eg hafði orðið aðnjótandi fyrir kraft jóla- kortsins og hjartagæzku hinna fátæku McDonalds-hjóna. Og oft hefi eg hugsað um það, á síðari árum, hversu ósegjanlega mikið gott það getur haft í för með sér, að gleðja blessuð börnin — einkum fátæku börnin — á jólunum. 12. des, 1917. Tvö jólaljóð. Send Sameiningunni. I. Gleðiieg jól! Guð gefi oss öllum gleðileg jól! Hann gefi oss sína dýrðar-sól, að lýsa’ oss á lífsins vegi, svo villumst ekki af vegi þeim, sem vort á föðurland stefnir heim, svo hver þangað komast megi. Guð gefi oss öllum gleðileg jól! Hann gefi oss sína kærleiks-sóí vor hjörtu vermi og þýði, svo rækjum vér biessuð boðin hans, og berum ei heift til nokkurs manns, en líkjumst þér, lausnarinn blíði. Guð gefi oss öllum gleðileg jól! Hann gefi oss sína náðarsól, og guðdóms-geisla sendi, svo trú vor glæðist og traust til hans, vors trygga mannkyns frelsarans, vort líf sé hans í hendi.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.