Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Síða 16

Sameiningin - 01.12.1917, Síða 16
304 aldrei bera ávöxt ef rótin væri skorin frá stönglinum, eins “deyja” góðverkin ef trúin veitir ekki gróðrarmagnið. B: Fyrirgefning og sáluhjálp verður þá ekki neitt nema trúin framleiði góðverk? A: Trúin er ekki sönn nema hún hafi áhrif á fram- ferði mannsins. En vér verðum að athuga það, að góðverk vor geta aldrei áunnið oss fyrirgefningu synda vorra, vegna þess, að þau eru aðeins skylduverk, og á hinn bóginn verðum vér að taka til greina veikleika vorn, að vér getum ekki lifað fullkomnu lífi hér í heimi. Fyrirgefningin liggur í breyt- ingu hugarfarsins, fyrir áhrif heilags anda, sem framleiðir trú á Jesúm Krist. Til þess að gera þá fyrirgefningu Guðs skiljanlegri, vil eg taka dæmi: — Einhver hefir gert þér mjög rangt til og valdið þér óþægindum. pú getur ekki fyrirgefið honum, í fylsta skilningi þess orðs, meðan hann heldur áfram að gera þér rangt, af því að hann finnur ekki til þess, að hann þarfnist neinnar fyrirgefningar. En óðara en þú veizt, að hann iðrast þess að hafa gert þér rangt, og að hann vill bæta fyrir það eins og hann getur, þá fyrirgefur þú honum af hjarta, þú verður vinur hans og alt, sem á undan er gengið, er sem gleymt. pú mundir líka fyrirgefa honum og elska hann, þó að hann hefði aldrei tækifæri eða getu til þess að gera neitt fyrir þig til að bæta fyrir brot sín. Ef hann bæði þig fyrirgefningar á dauðastund sinni, þá mundir þú fyrir- gefa honum og dæma hann vin þinn, elska hann sem vin þinn. — petta er fyrirgefning frá þinni hálfu gagnvart hon- um og afturhvarf frá hans hálfu gagnvart þér. Ef þú fyr- irgefur honum ekki, þá væri hann ekki réttlættur gagnvart þér, og ef hann hefði ekki iðrast, þá hefðir þú ekkert tæki- færi til að fyrirgefa honum, af því að hann vildi ekki þiggja, fyrirgefningu þína. pannig er afstaða vor til Guðs. Vér getum ekki komist í sátt við skapara alheimsins nema fyrir fyrirgefningu hans, og íyri'rgefning hans er aðeins því skilyrði bundin, að vér iðrumst, finnum til synda vorra og viljum af einlægni bæta ráð vort. Jaínvel á dauðastundinni getur syndarinn öðlast fyrirgefningu Guðs, ef hann iðrast, án þess hann hafi gert nokkurt góðverk. Er þá ekki auðsætt, að hann er réttlættur aðeins af trú? Ef Guð breytti við manninn eingöngu eftir því, sem maðurinn verðskuldar fyrir góðverk sín, þá væri maðurinn dæmdur til hegningar. Réttlæti Guðs er mann- inum ekki nóg til þess að ávinna honum eilífa sælu og full- komnun. pað getur hann ekki öðlast nema fyrir náð Guðs.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.