Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1917, Side 20

Sameiningin - 01.12.1917, Side 20
308 dikari í Sankti Markúsar kirkjunni, einni helztu kirkju borg- arinnar og heyrandi til klaustri því, er hann hafði áður kent í. Var hann bráðlega kosinn yfirmaður klaustursins og stóð nú gengi hans sem hæzt og vegur hans í mestum hlóma.1) Florence var að nafninu til lýðveldi. En í raun og veru var þar einveldisstjórn. Hét maður sá Lorenzó dé Medici, aí hinni frægu Medici-ætt, sem drotnaði yfir borginni. Var hann bæði vitur maður og lærður, stjómkænn og skáld gott, veraldarmaður hinn mesti, fégjam og barst mikið á. Höfðu þeir ættmenn komið svo ár sinni fyrir borð, að þeir voru hver fram af öðrum eins og nokkurs konar konungar þar í borginni. Klaustur það er Savonaróla stýrði höfðu þeir Medici- ættmenn bygt upp og prýtt á marga vegu. Hafði sá siður viðgengist lengi, að þegar nýr klausturformaður var kosinn, þá fór hann á fund þess Medici höfðingja er þá réði mestu og þakkaði fyrir embættið. þessu neitaði Savonaróla mjög afdráttarlaust. Embættið væri frá Guði og honum einum mundi hann þakka og veita lotning. Varð Lorenzó út af þessu mjög fjandsamlegur í garð hans. Fékk hann munk- inn Maríané hinn mælska til að bera hinar fráleitustu sakir á Savonaróla. Svaraði Savonaróla þeim kæmm og hafði Maríanó hina mestu skömm af öllu saman. Gerðist hann upp úr því einn af skæðustu fjandmönnum Savonaróla. f Aprílmánuði 1492 lagðist Lorenzó banaleguna. Sendi hann þá eftir Savonaróla og vildi láta hann búa sig undir dauðann. Fór Savonaróla á fund hans, en þó nauðugur. Setti hann hinum deyjandi manni þrjá kosti. Lorenzó vildi heyra skilmálana. Var sá fyrstur, að iðrast syndanna og kasta sér í náðarfaðm Guðs. Kvaðst Lorenzó albúinn að ganga að þessu. Sá var annar, að skila aftur rangfengn- um auði. Lorenzó hikaði við, en gekk þó að því líka. priðji kosturinn var, að gefa Florence aftur frelsi sitt. Sneri Lorenzó sér þá til veggjar og svaraði engu. Beið Savona- róla við stundarkom, gekk síðan burt og skildi þar með þeim. — Lorenzó þessi var faðir Leó páfa hins tíunda, þess er bannfærði kirkjuföður vom Lúter. ) Embættisnafn Savonaróla var ekki Ábóti, heldur Prior. Var þa8 venjulega embættistitill þess, er næstur gekk Ábóta aS völdum í klaustri, en stundum þess er æóstu völd hafSi, og4 var þá enginn i þvi klaustri, sem bæri svo stórt nafn a'S vera nefndur Ábóti. Hefir þaS fyrirkomulag veri'S i þessu klaustri i Florence, því Savonaróla hafSi þar æ'Sstu völd.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.