Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1917, Page 21

Sameiningin - 01.12.1917, Page 21
309 pegar Lorenzó var frá, reyndi sonur hans, Pieró að nafni, að g-erast einvaldur. En hann var maður lítt fær og illa þokkaður. Réði nú Savonaróla öllu í borginni. Varð Elorence á skömmum tíma fyrirmynd allra borga í trú, siðgæði og öllu því er heyrir til kristilegra dygða. pykir vafamál, ihvort nokkurn tíma hafi verið til heimkynni á jörðu, þar sem kenningum frelsarans hafi verið jafn vel íylgt í orði og athöfnum, eins og gert var í Florence um þessar mundir. (FramK.) RADDIR FRÁ ALMENNINGI Dellcl þessa annast séra G. Guttormsson, ---- & JÓLIN. Bftir hr. Magnús Ingimarsson. Enn einu sinni eru jólin í nánd. Sumir segja, aS jólin sé til Vor komin lengst aftan úr niödimri heiöni, en þaö gjörir ekkert til þótt svo væri. Því aö síöan kristin kirkja var til á jörðinni, hafa jól veriö haldin í minningu þess, að Jesús Kristur, frelsari mannkynsins, fæddist. Eg býst við að menn fari nú að tala um jóla-undrið, páska- undrið, hvítasunnu-undrið, og svo, framvegis. Mér fellur þetta orð einhvern veginn hálf-illa, þegar um dýpstu og háleitustu helgidóma Guðs er að ræöa. Það lætur mér í eyrum, eins og blásið sé til hátíða- brigða í lélega hljóðpípu úr málmi einhverjum. Eg segi þetta af því að mér finst það vera svo, en ekki af því eg sé að saka menn um há'lfvelgju eða hræisni. Bg get þess til, að sumum nýtízkumönnum finnist eg vera heilli öld á eftir minni samtíð. Þeir um það. Eg má óhætt segj a með skáldinu: “Frá mínu sjónarsviði eg sjá verð ait og meta”. Á æskuárum mínum v'ar lotningin í hugum fólks ákaflega djúp og innileg fyrir jólaJhelginni, að því er séð varð, og jólanóttin var ætið nefnd “njóttin helga”. Þjá máttu börnin ekki spila, né sýna af sér nokkurn annan leikaraskap. Eg fæ ekki betur séð, en að þetta sé nú að mestu leyti gjörbreytt. Nú virðist léttúð og Skemtanafýsn •og ýmislegt fánýtt prjál skipa öndvegi í huga fjöldans. Nú ver'öur sannrar lotningar lítið vart hjá almenningi. Þegar skapari vor og frelsari >kom íklæddur mannlegu holdi nið- ur á þessa syndspilfu jörð, til að endurreisa fallið mann'kyn, þá er

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.