Sameiningin - 01.12.1917, Side 32
320
Þýður málrómur ber vott um prúðmensku, hógværð og blíðlyndi.
Hann lýsir góðu hjartalagi, ekki síður cn orðin sjálf, sem töluð eru.
Röddin segir fljótt eftir, ef harka, kuldi og eigingirni ráða lögum og
lofum í hjartanu.
------o------
Elzti maður Argyle-bygðar látinn.
Mánudaginn 22. Október síðastlðinn, andaðist öldungurinn Jón
Jónsson, er fyrrum var bóndi á Gilsá og síðar á Gilsárstekk í Suður-
Múlasýslu, 96 ára að aldri. — Hann var fæddur í apríl mánuði 1821
að Kelduskógum I Suður-Múlasýslu. Árið 1876 fluttist hann hingað
vestur um haf og settist að í Nýja Islandi, ásamt konu sinni, Guðnýju
Sigurðardóttur, Antónktssonar, frá Skála í Berufirði; hana misti
hann árið 1880 'eftir 37 ára sambúð. Ári síðar gekk hann að eiga
Arnfríði Pétursdóttur, ættuð úr Skagafirði, og lifir hún mann sinn.
Börn hans af fyrra hjónabandi eru: Guðjón, bóndi í Argyle-bygð,
á áttræðisaldri, og Guðrún Helga, kona Árna Sveinssonar; ennfremur
Sigurborg, er dó í Duluth um 1878, og Signý, sem dó á unga aldri
heima á Islandi; en af síðara hjónabandi: Ingibjörg, kona Guð-
mundar Johnson, sem nú er í 'herþjónustu í Norðurálfunni, og Guðný,
kona Páls bónda Guðna-sonar i Argyle-<bygð.
Jón sál. flutti sig til Argyle^bygðar 1886 og átti þar heima síðan.
Hann var karlmenni og stór í lund og starfsmaður hinn mesti. Síð-
ustu árin stóð hann ekki fyrir búi, en var hjá börnum sínum. Hann
var trúmaður mikill og hafði unun af því æfiárin síðustu, að tala
við aðra um sannindi trúarinnar. Bausnarstund sína þráði hann með
heilagri tilhlökkun. Blessuð sé minning hans.
F. H.
Islenzka mánaðardaga, tneð myndum merkra íslendinga, hefir
séna Rögnvaldur Pétursson sent Sameiningunni, og kunnum vér
honum þakkir fyrir.
“EIMREIÐIjV,” eitt fjölbreyttasta islenzka tímar'itiiS. Kemur út I
Kaupmannahöfn. Ritstjðri dr. Valtýr GuÍSmundsson. 3 hefti á ári,
hvert 40 ct. Fæst hjá F. Johnson I Winnipeg. Jðnasi S. Bergmann á
Garöar o. fl.
“BJARMI”, kristilegt heimilisblaiS, kemur út í Reykjavik tvisvar
á mánuöi. R'itstjðri cand. S. Á. Gislason. Kostar hér 1 álfu 85 ct.
árgangurinn. Fæst í bókaverzlun Finns Jðnssonar i Winnipeg.
“SAMEININGIN” kemur út mánatSarlega. Hvert númer tvær
arkir heilar. VeriS einn dollar um árið. Ritstjðri: Björn B. Jónsson,
659 William Ave., Winnipeg, Canada. — Hr. Jón J. A7opni er féhirðir
og ráðsmaður “Sam."—Addr.: Sameiningin, P. O. Box 3144, Winnipeg,
Jlanitoba.