Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 10
6 mönnum út af fagnaðarefni kristinnar trúar, og eins miklu meir bera á liryggð út af liarmsefni því kinu ýmsa, sem guðs orð opinberar. Þar sem mönnum samkvæmt mismunanda eðlisfari er að miklu leyti ósjálfrátt, hvort tilfinningarnar eru sterkar eða veikar, þá gæti ef til vill virzt, að menn sé úr sökinni, þótt þeir andspænis sannindum kristindóms- opinberunarinnar lialdi áfram að lifa í þokukeimi til- finningarleysisins til enda. Það sé að eins sumum mönn- um gefið að verða hrifnir trúarlega. En slíkt væri ramm-skökk ályktan, því að kristindómrinn er ný sköpun. Með trúnni á Jesúm Krist vill guð gjöra mennina að nýj- um mönnum, einnig að mörgu leyti að því er líkamslífið snertir. Um það efni segir Páll postuli (í 1. Kor. 9, 27):-----„heldr tem eg Hkama minn og þjái kann, svo að eg, sem kenni öðrum, verði ekki sjálfr rækr.“*) Trú- arlíf manna hið kristilega er í algjöru ólagi, ef ekki er neitt slíkt gjört. Og eitt af mörgu, sem í því felst að menn temji líkama sinn, er þetta, að tilfinningunum sé komið í kristilegt lag. Allir kristnir menn eiga að geta orðið hrifnir, en hins vegar geta þeir haft og eiga að hafa taumhald á til- finningum sínum. Nafnið á kirkjuárstíðinni, sem nú er yfir oss að líðr«, minnir á þennan sannleik: Fastan, langafastan. Það er fyrsti þáttr píslarsögu drottins, sem helzt er í huga vorum nú — sá þáttrinn, sem segir frá frelsaran- um í Getsemane áðr en aðal-harmsagan mikla hefst Það brot af boðskap langaföstunnar hefir svo mikilfengt efni í sér geymt, að allir, sem heyra, ætti að telja það óhœfu, ef mennkomast ekki neitt við af því helga sögu- máli. Líklega hafa flestir, sem hugleiðing þessi berst til, lesið einhverja skáldsögu eftir þann eða þann ágætan rithöfund, þar sem ljósaskiftunum í lífi manna var svo meistaralega lýst, að ekki var unnt að verjast tárum. *) 1 nýju þýðingunni er þetta ortiaS svo: „en eg lem líkama minn og leiíSi hann 5 ánauti, til þess a?S eg, sem hefi prédikaiS fyr- ir öiSrum, skuli ekki sjálfr veríSa gjörðr rækr.“

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.