Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 19
iS
með allri samvizkusemi. Má vera, að sumir af hiuum
fylgispöku sauðum hinna nýju liirða telji það einungis
sér í hag, að deiluefnið sé nákvæmlega athugað. En það
er misskilningr, eins og margt fleira. Yefrinn þeirra er
fallegr, en það geta fundizt gloppur á honum, ef vand-
lega er ieitað. Uppistaðan er kærleikr, og fyrirvafið er
jafnaðarmennska. Ekki er að undra, þótt vefrinn verði
voðfelldr, mjúkr eins og silki og þunnr eins og slœður,
sem kvenfólkið breiðir stundum fyrir augun. Yefrinn í
„Breiðablikum' ‘ liefir vei’ið þessarrar tegundar. Það
er undr notalegt að finna þessar mjúku slœður upp við
vangann á sér. Enda hefir þeim verið vafið utan um
nálega allt. Nærri því öllum, sem þar hafa verið nefnd-
ir, hefir verið hrósað nema Júdasi frá Karíot. En því
má hann ekki fá ofr lítið horn af kærleiks-blæjunni undir
vangann eins og hinir ? Um það er eg í engum vafa, að
hann hefir oft verið málaðr langt um of svartr og að eitt-
hvað mætti finna lionum til málsbóta. Og nærri því öllu
liefir þar verið hrósað nema „Sameiningunni“. Á síð-
astliðnu sumri var það fyllilega gefið í skyn, að hún væri
eina málgagn myrkrsins á jörðunni. Christian Sci■
ence, andatrú og vantrú — það allt hefir fengið silki-
slœðurnar, en málgagn kirkjufélagsins, sem ritstjóri
„T>reiðablika“ tilheyrir, hefir ekki náð í horn. Síðasí
liðið sumar lagði margra ára samverkamaðr ritstjóra
„Breiðablika“ niðr embætti sitt sem fbrseti kirkjufé-
lagsins eftir meir en tuttugu ára samfleytt starf. Búast
hefði mátt við, að þess væri minnzt með einhverju hlýju
orði þrátt fyrir allt, sem á milli bar. En allr kærleikr
„Breiðablika“, sem, að áliti sumra, á að vera ein hin
fegrsta tegund kristindóms, er birzt hefir, var þess ekki.
megnugr, að bera fram eitt einasta hlýlegt orð í garð
mannsins, sem fór frá. Eftir meir en tuttugu ára þjóa-
ustu í embættinu fékk hann ekki annan „ávöxt kærleik-
ans” hjá „Breiðablikum“ en mjög leiðinlega dylgju.
-Etli þeir Islendingar sé ekki næsta fáir til, sem þetta at-
lmga og ekki sjá þarna gloppu á kærleiks-vefnaðinum?
Islendingar! Athugið. Það er ekki Lárus Guð-
mundsson einn, sem biðr yðr að athuga. Látið ekki