Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 33
29
þá skal ei nokkuö ógna mér.
Á Kristi stend eg, kletti þeim,
|: þar kirkjan stendr un: allan heim.:[
11 EN II ÚR.
(Framh.)
* ' ÖNNUR BÓK. W
FYRSTI KAPITULI.
Róm og Júdea.
Nú verSr a‘ö fara meö lesendr tuttugu og eitt ár
fram í tímann, þá er Valeríus Gratus, fjóröi rómverski
landstjórinn yfir Júdeu, tók þar viö embætti; — en tímabil
þaö er þeim, sem til þekkja, minnisstœtt fyrir þaö, hve
mjög- þjóölífið var þá sundr slitiö af deilum stjórnmála-
flokkanna í Jerúsalem, og ef til vill væri rétt aö segja, aö
þá einmitt hafi byrjaö ófriðrinn sxöasti milli Gyðinga og
Rómverja.
Á millibilstíöinni höföu miklar breytingar oröiö í
Júdeu, sem á margan hátt höföu áhrif á þaö hérað, og þó
lang-helzt á stjórnmála-haginn |þar. Heródes mikli dó
ekki fullu ári eftir fœðing barnsins heilaga—dó svo aumk-
unarverðum dauöa, aö sú trú gat eðlilega síöar náö sér
niðri út um hinn kristna heim, að hann hafi orðið fyrir
reiöi guðs. Eins og allir miklir stjórnendr, sem verja æfi
sinni til þess að tryggja völd þau, er þeir hafa til sin náð,
lifði hann í draumum um það að láta hásæti sitt og kórónu
sína ganga aö erfðum — eöa meö öðrum orðum aö veröa
forfaðir konunga-ættar. Meö þaö í huga lét hann eftir sig
erföaskrá, þar sem hann skifti löndum sínum milli þriggja
sona sinna, sem voru þeir Antípas, Filippus og Arkelás, og
var svo ákveðið, að sá, er síöast var nefndr, skyldi fá kon-
ungsnafnið í arf. Erföaskránni varö að vísa til Ágústusar
keisara, og staðfesti hann öll ákvæðin þar að einu undan
skildu; hann synjaði Arkelási um konungstitilinn þar til er
hann sýndi sig hœfan fyrir tignarstööu sína og löghlýðinn;
en aftr á móti gjörði keisarinn hann aö eþnark fþjóð-
stjóraj, og í því embætti var honum leyft aö sitja í níu ár;
að þeim tíma liðnum var hann sendr í útlegð til Gallíu út
af því, hve illa hann hafði farið meö ráö sitt, og því, aö
hann reyndist óhœfr til að þagga niör uppreisnarandann
„ meðal þegna hans, sem óöum fór vaxandi allt í kring um
* hann. «