Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 13
9 eins maðr, lieilagr maðr, og þó eins og veikr maðr, — án allrar syndar og þó eins og einn af syndurnnum, — fórnarlamb guðs, sem ber synd allrar veraldarinnar, ber á sjálfum sér syndagjöld og syndaþunga allra manna um allan heim. Eins og einn af oss, veikum mönnum, og þó sterkari en allir liinir styrku. Nokkuð hefir liér að framan verið rœtt um mann- legar tilfinningar — tilfinningalíf vort. Gæti nú allir að hinnm sterku tilfinningum Jesú Krists, eins og þær birt- ast í inngangsþætti píslarsögu hans. Ilið mannlega til- finningalíf hans birtist hvergi í guðspjallasögunni eins skýrt og þar. Kristnir menn þurfa ekki að fyrirverða sig fyrir það, þótt það sjáist, að þeir kenni talsvert til þá eða þá út af sorgarraunum sínum, er þeir heyra hina helgu harmsögu um sálarangist Jesú í Getsemane. Hve sárt hann finnr til! Hve mikið hann tekr út! Hvílíkt hafrót í heilagri sál hans! Hvert mannsbarn ætti að geta grátið sínum fegrstu tárum, er hann birtist þarna biðjandi í sinni sálarneyð. Jafnvel vantrúaðir menn ætti að geta grátið; — en þeir geta að eins grátið af sorg. Þeir aftr á móti, sem eiga kristna trú í eigu sinni, lifandi, persónulega, kristna trú, þeir ætti ekki að eins að geta grátið yfir þessarri sjón af sorg, heldr líka af gleði. Því að í þeirri sálarneyð Jesú og hinni ókomnu píslar- sögu hans, sem hann þá er að virða fyrir sér í huganum, felst öll hjálpræðisvon þeirra, öll framtíðarvon vor um fyrirgefning syndanna, huggun og frið um tíma og ei- lífð. Af þesarri sjón ætti allir að geta orðið hrifnir — hrifnir til mestu sorgar, hrifnir til mestu gleði. Geti menn ekki komizt út xir þokuheimi tilfinning- arleysisins út af þessu, þá er afar hætt við, að þeir kom- izt aldrei þaðan burt, — deyi andlega í eilífri þoku. — Guð forði öllum við þeim dauðdaga. En tilfinningarnar geta líka einatt orðið of sterkar, of œstar, og sú œsing getr einnig gjört fit af við menn. Og þá er í sama þætti píslarsögunnar bezta ráð við þeim hörmungum. Hvað gjörir Jesús, þegar tilfinningarn- ar ætla að bera hann ofrliði, bá er sál hans er vfirkomin af angist? Hann biðr —stríðir við guð, stríðir við

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.