Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 7
3
úm, er hann stendr uppi í stríðinu eintsaklega gegn ofr-
magni myrkranna og fórnar sjálfum sér, — þá ætti sann-
arlega allir kristnir menn að finna lijá sér hvöt til þess
eins og krossfararnir gömlu að varpa sér í duftið tilbiðj-
andi og gráta af gleði.
Ekki kemr oss til hugar að benda kristnu nútíðar-
fólki á þessa miðaldarmenn kristninnar, krossfarani,
sem neinar trúarlegar eða siðferðislegar fyrirmyndir
yfirleitt. Trúarlíf þeirra var stór-gallað. Syndir þeirra
voru miklar og margar. Hið andlega uppeldi, sem krist-
in kirkja þeirrar tíðar hafði veitt þeim, var ákaflega 6-
fullkomið. Þeir lifðu í andlegum efnum í því hálf-
rökkri, sem á þeirri öld grúfði yfir kristna heiminum.
En eitt höfðu þeir hálfrökkrs-menn miðaldarkirkjunnar
fram yfir almenning nútíðar-kristninnar, að minnsta
kosti hinn kristna hluta vorrar þjóðar nú. Þeir voru
í tilfinningum sínum margfalt sterkar hrifnir af því
fagnaðarefni trúarinnar, sem við þeim blasti, en vér
jafnaðarlega verðum af því fagnaðarefni, sem til
vor kemr úr sömu átt. Svo hrifnir gátu þeir orðið trú-
arlega, að út af þeirri tilfinning gengu þeir léttum fótum
yfir ófœrurnar óteljandi, sem fyrir þeim urðu, og grétu
þá er því var að skifta, eins og við tœkifœri það, er
þegar var getið, eins og hörn allir í einu af gleði.
Engan veginn vildum vér halda fram þeim kristin-
dómi, sem aðallega eða eingöngu er fólginn í viðkvæmni
tilfinninganna. Tilfinningarnar, einnig þær, er heyra
til lífi trúarinnar, eru oft mjög óáreiðanlegar. Þær út
af fyrir sig geta svikið menn hörmulega. Og í annan
stað eru þær ekki nema að nokkru leyti á mannsins valdi.
Þær eru upphaflega að mestu komnar undir skapnaði
mannlegs líkama. Sumum mönnum er samkvæmt eðlis-
fari þeirra miklu auðveldara að verða hrifnir til fagn-
aðar og hryggðar en öðrum, eða að minnsta kosti að láta
hvoratveggja tilfinninguna koma sýnilega fram. Allt
þetta tekr guð til greina í kröfum sínum til mannanna
og dómum þeim, er hann kveðr upp yfir lífi þeirra.
Hann leggr æfinlega alla áherzluna á það, hvert vilji
mannsins stefnir. Miðdepill kristilegs trúarlífs er þá