Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 26
22
vegis, og þá (k öndverðu ári 1904J sáu menn sér ekki annaS
fœrt eins og á stóð en aö hætta við aS gefa rit þaS út lengr.
Ritstjóri þessa blaSs sagSi á sínum tíma, aS meSal lút-
erskra kennimanna hér i Vestrheimi stœði séra Friörik J. Berg-
mann algjörlega einn uppi aS því leyti, sem hann hefir aShyllzt
stefnu nýju guðfrœiSinnar. Þetta finnst hinum ónefnda höf.
í „Nl.“ ekki koma vel heim við ummæli séra Jóh. Bjarnasonar
í sama blatSi, er hann skýröi frá því, að Andover-prestaskólinn
hefði innhýst hinar nýju kenningar og haft þær í hávegum.
„Annarhvor þeirra séra Jóns eða séra Jóhanns hlýtr“ — segir
hinn nafnlausi — „að fara hér með ósatt mál.“ í fáfrœði sinni
ímyndar maðrinn sér, að prestaskóli sá, er nú var nefndr, hafi
verið lúterskr. Þetta er nú heldr en ekki að fara á hundavaði.
En svona óheppilega fer einatt fyrir þeim, sem hafa tekið það
að sér að verja eða sœkja rangt mál.
Naumast myndi höfundr „Norðrlands“-greinanna hafa
stungiS nafni sínu undir stól, ef hann hefði sjálfr trúaS því, að
hann væri að fara með rétt mál. Vér þekkjum andlitsdrætti
mannsins í gegn um dulargerfið. Hann vill, aS á sér beri, svo
lengi sem hann er í sínu essi. Það er vond samvizka, sem veldr
því, aS hann nú segir ekki til nafns síns. En nafnlaus eSa með
nafni minnir hann á Þórbjörn FerSalang, skjalara einn hvefs-
inn, sem forSum var uppi á Íslandi og alltaf hafSi munninn uppí
þangað til Gretti tókst aS láta hann þagna. „Hann var tilfynd-
inn ok-----fór með dáruskap til ýmsra manna“ — segir sagan
um náunga þann; og eins og hann að vitni sögunnar þótti lítið
bœta fyrir nafna sínum Öxnamegin, sem hann vildi styðja, eins
má telja víst, aS fyrir málstaS nýju guSfrœðinnar hér verði það
lítill hagr, sem skemnðr þessi hinum megin fjarSar lætr út úr
sér.
I bréfi, sem nýlega er komið frá vini vorum einum, stendr
meSal annars þetta:
„Talsmenn nýju guðfrœðinnar gefa sí og æ í skyn, að vís-
indi, kærleikr og framfarir sé þeirra megin í baráttunni út af
málefni trúarinnar, og þeir staShœfa, aS kenning þeirra—hún að
eins—sé samboðin Jesú nafni, að hann—Jesús Kristr—vísi þeim
veginn. Þau ummæli minna mig á þaS, sem Þbrbjörn öngull
sagði, er hann sókti að Gretti í Drangey: „Kristr vísaði oss
leiS.“ Þá mælti Grettir: „En ek get, at hin arma kerling
fóstra þín hafi vísat þér, því at hennar ráSum muntu treyst
hafa.“ Myndi ekki með sönnu mega segja eitthvað likt um