Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 11
7
Sumir lrafa og eflaust séð þær mannlífs-sýningar
í leikhúsum, er hrifu þá svo, að fagnaðartárin
eða hryggðartárin hrundu þeim ósjálfrátt af aug-
um. Og um leið mótuðust sýningar-myndirnar
sterklega inn í sálarlífið. En sýning píslarsög-
unnar miklu er meira — óendanlega miklu meira —
en skáldskapr. Sú harmsaga er algjörlega einstœð.
Ekkert annað eins hefir gjörzt á jarðríki. Lang-mesta
harmsagan í heimi, liafandi í sér fólgið lang-mesta fagn-
aðarefni, sem hugsazt getr. Myndi það ekki óhœfa að
komast ekki neitt við af þeim boðskap og þeirri sýning?
Eða er píslarsaga þessi hin óviðjafnanlega svo f jar-
læg kynslóð nútíðarinnar, að þú, maðr! fyrir þá sök get-
ir ekki orðið hrifinn af lienni? Það er þó band, sem
knýtir hana við nútíðina — syndin í nútíðinni og náðin,
sem streymir gegn um liina lielgu atburði sögunnar eins
og lifandi árstraumr inn í nútímann — tvöfalt band, sem
bindr hana við þitt líf, maðr! hver sem þú ert, þörf þína
á því, að friðþægt væri fyrir synd þína, og hinn kærleiks-
ríki vilji guðs, sem liér kemr verklega fram til þess að
fullnœgja þessarri þörf þinni. Jesús, er hann varpar
sér út í kvalamóðuna. Jesús, hugsandi um það, að hann
muni verða yfirgefinn af öllum beztu mannlegu vinum
sínum, og jafnvel í dýpstu hörmung sinni eins og yfir-
gefinn af hinum liimneska föður. Jesús, er hann í
Getsemane biðr fyrir sjálfum sér út af kvalabikar þeim,
sem nú liggr fyrir honum að drekka af og tœma í botn.
Jesús, lieilagr guðs son, staddr í óumrœðilegri sálar-
neyð, yfirkominn af dauða-angist — hann, sem annars
aldrei hræddist dauðann og leit svo mildum augum á
hann, að því leyti, sem guðs börn eiga honum að mœta,
eins og væri hann að eins svefn, inndæll, elskulegr svefn.
Jesús, svo fullr af kvíða fyrir þeim skelfingum, er fyrir
honum lágu, að hann biðr, grátbiðr, föður sinn að taka
þann kaleik frá sér, svo að hann, ef þess sé nokkur kostr,
ekki þurfi að drekka hann. Jesús einn — aleinn í ang-
istinni og myrkrinu, með svo sárri þrá eftir því að hafa
hjá sér til aðstoðar og huggunar hina jarðnesku vini
sína, lærisveinana þrjá útvöldu, sem hann hafði tekið