Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 14
IO sjálfan sig í heilagri bœn. Og hann lieldr þeirri bœn- arbaráttu áfrani þangað til orðið er blíða logn á hafi píslarsögu-hugsananna, friðr og ró í sálu lians. Og það verðr logn á þann hátt, að hann biðr þar til er hinn mannlegi vil.ji hefir algjörlegp, beygt sig undir hiuu guð- lega vilja. Á sama augnabliki birtist Jesú engill af himni til að styrkja hann. Þá er hann undir það búinn, brynjaðr himneskum styrk og heilagri þolinmœði, að ganga út í píslirnar, sem vfir vofðu. Nú er hann ró- semin sjálf. Og rneir en að hálfu leyti hefir hann lokið þeirri píslarsögu áðr en hún er byrjuð. Yirði nú kristið fólk vort þessa sjón vel og vandlega fyrir sér á föstutíðinni, sem nú er yfir oss að líða, svo vel, að allir verði verulega hrifnir. Láti enginn sjón þessa líða fram hjá sér til ónýtis. Láti menn hana með- al annars verða til þess, að þá er þeir í ókomnu stríði lífsins neyðast til að gráta af hryggð, þá geti þeir jafn- framt í Jesú nafni grátið af gleði. -----o----- Atrúnaðr Abrahams Lincolns. Brot úr rœðu, er séra Björn B. Jónsson flutti á ensku á aldarafmæli Lincolns. --------Eg hefi verið lieðinn að tala hér um átrúnað Lincolns forseta, og sannarlega er það mjög nauðsyn- legt, að menn gjöri sér ljósa grein fyrir þeim þætti í sál- arlífi mannsins, þegar tilraun er gjör til þess að kynnast honum til hlítar. Almennt er það viðrkennt, að átrún- aðr mannsins skapi að miklu leyti manngildi hans. 0g er vér athugum framkomu Abrahams Lincolns, verðr oss það ljóst, að trú hans var sterkasta hreyfiafl tilfinninga hans og vilja. Frumorsök alls styrkleika hans var full- vissan um það, að hann ávallt væri á valdi guðs og háðr guðlegum áhrifum. Ljósari meðvitund en flestir menn aðrir hafði hann um það, að guðs andi leiðbeindi honum, og guð veitti eftirtekt hverju orði hans og öllum athöfn um. Honum fannst hann vera kallaðr af guði líkt og Mós - es forðum til að vera leiðtogi lýðsins. Svo sterk var sá

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.