Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 6
2
manna og frelsa kristna trúbrœðr þar undan vanbelgnm
ofsóknnm þeirra.
Það var á miðju sumri árið 1099. Hátt á þriðja ár
liöfðu krossfararnir þá verið á ferðinni, og öll undr
liöfðu þeir tekið út af erviðleikum og harmkvælum. Þá
er hópr þeirra lagði á stað í leiðangrinn, höfðu þeir ver-
ið meir en sex hundruð þúsundir; en á þeim tíma, er síð-
an var liðinn, höfðu svo margir með ýmsu cegilegu móti
fallið, að að eins þrjátíu og fimm þúsundir voru uppi
standandi. Þær leifar krossfara-hersins fœrðust nú óð-
um nær hinu fyrir setta endimarki leiðangrsins. Einn
góðan veðrdag, bjartan og blíðan sumardag á ári því,
er nefnt liefir verið, voru þeir komnir til þorpsins
Emmaus, sem alkunnugt er af upprisusögu frelsarans.
Þá eygðu þeir af hæð einni á þeim stöðvum borgin-i
frægu, lielgu, Jerúsalem, þar sem hún reis upp í sjón-
deildarbringnum, beint fram undan þeim. Sú sjón hafði
þau áhrif á þá, að þeir féllu allir á kné og grétu af gleði.
Allir erum vér ferðamenn. Og að því leyti, sem
vér lifum í trúnni á Jesúm Krist, erum vér og sann-
nefndir krossfarar; því um leið og vér með skírninni
tókum vígslu inn í kirkju drottins vorum vér merktir til
fararinnar út í lífið og dauðann í Jesú nafni með merki
krossins bæði á enni og brjósti. En krossfarar einnig
að því leyti, sem kristilegt trúarlíf er líf sjálfs-afneitun-
ar og sársauka, og það hvorttveggja er á tungumáli
kristindómsins nefnt hross. Eins og Hallgrímr Pétrs-
son segir í fyrsta Passíusálminum: „Yfir liörmungar er
mín leið æ meðan varir lífsins skeið.‘ ‘ Og þegar fastan
er upprunnin á árshringnum, þá blasir píslarsaga Jesú
öll frá upphafi til enda við andlegum augum hinna
kristnu pílagríma. Nú einkum rís Jenísalem upp í sjón-
deildarhring vorum með helgustu og hátíðlegustu endr-
minningum, sem við þá borg eru knvttar frá fornu tíð-
inni; því þar var það, að Jesús dó fyrir syndir vorar og
gjörvalls mannkynsins; þar gjörðist píslarsagan mikla.
Og svo stórkostlegt fagnaðarefni felst í þeirri sögu, að
þegar bent er til þeirra helgu sögustöðva — bent á Jes-