Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 15
II meðvitund hans um guðlega forsjón, að fyrir hana gafsc honum, að því er virðast má, yfirnáttúrlegr máttr til að heyja hið mikla stríð, er liann háði. Þessu til sönnunar vil eg leyfa mér að vekja atliygli yðar á skilnaðarrœðu þeirri, er hann hélt fyrir vinum sínum í Springfield, þá er hann lagði á stað til Washington-borgar til að taka við forsetaembættinu. Þúsundir manna höfðu safnazt árla morguns að járnbrautarstöðimii. Veðrið var dimmt og drungalegt og hríð úr lofti. Fólkið þyrptist utan um Lincoln, þögult og alvarlegt, og margir tóku með lotn- ingu í hönd honum. Lestin kom, og Lincoln og föruneyti lians steig um borð. Eétt í því að hringt var til brott- farar, steig Lincoln út á vagnþrepið. Mannf jöldinn stóð berhöfðaðr útí krapahríðinni, lotningarfullr. Þá talaði Lincoln á þessa leið: „Vinir mínir! Enginn, sem ekki er staddr í sporum mínum, getr gjört sér í liugarlund, liversu sár þessi skilnaðarstund er mér. Þessum stað og velvild þessa fólks á eg allt að þakka. Hér hefi eg búið fjórðung ald- ar og fœrzt af ungum aldri til efri ára. Hér hafa hörn mín fœðzt, og hér er eitt þeirra grafið. Eg legg á stað og veit ekki hvenær eða hvort nokkru sinni eg sé yðr aftr, og þraut sú, er fyrir mér liggr, er þyngri en jafnvel byrði sú, sem livíldi á Washington. Án aðstoðar pess guðs, er ávallt styrkti hann, get eg elclci sigrað, en með hans aðstoð get eg eklci beðið ósigr. Eg trevsti honum, sem farið getr með mér og verið hjá yðr og verið alls- staðar til góðs, og vona því, að allt lykti hlessunarlega. Honum fel eg yðr alla, eins og eg vona, að þér felið mig honum í bœnum vðar. Kveð eg yðr svo alla ástsam- lega.“ Frumtónn trúarinnar, eins og hún var í Lincoln, lieyrist í þessum orðum: „Án aðtsoðar guðs get eg ekki sigrað; með hans aðstoð get eg ekki beðið ósigr.“ Þar sem nú tríiin í sjálfri sér var augsýnilega svo sterkr þáttr í lífi Lincolns, þá fvsir oss eðlilega að kom- ast hetr eftir því, hverskonar trú það var, hverjar trúar- skoðanir hann hafi haft. Lincoln tilhevrði engum sérstökum kirkjuflokk.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.