Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 23
19
ekkert af efni þess þáttar sögunnar, sem nefndr er „fyrsta bók-
in“ og nú hefir allr birzt í „Sam.“ Hins vegar viröast allir,
sem í íslenzku blöíSunum hafa minnzt á Reykjavikr-útgáfu þýö-
ingarinnar hafa ímyndað sér, að skáldsagan Ben Húr væri þar
öll. Öllum þeim ritdómurum sýnist hafa veriö þaö hulið, að
þar (alveg eins og í Akreyrar-þýSingunni) er aS eins stuttr út-
dráttr úr sögunni íslenzkaðr. En slíkir útdrættir fullnœgja
engum, sem nokkuð þekkja til skáldsögunnar ensku í hinni
miklu heild hennar; ekki heldr geta þeir, sem kunna að meta
skáldskaparlistina í Ben Húr, gjört sig ánœgSa meS annaS en aS
frumritið enska sé þýtt. ÍÞeir á tslandi, sem átt ’hafa viS sögu-
útdrætti þá, er þar eru komnir út, hafa aS eins snúiS dönskum
þýðingum á vora tungu.
ÞaS verðr haldið áfram með Ben Hiír á íslenzku í „Sam.“
ByrjaS á annarri bókinni nú í þessu fyrsta blaSi 24. árs. Og sú
bók siðan væntanlega endrprentuð sérstaklega eftir að hún er
öll komin hér út.
Mörgum þykir án efa vænt um þessa fyrirætlan vofa, því
þeir vita, að nútíSar-kynslóðina þyrstir í skáldsögur, en flest
þeirrar tegundar, sem íslenzkri alþýðu hefir veriS boSiS aS und-
anförnu, er óheilsusamlegt aS andastefnunni til og sumt fjarri
því að vera nokkur skáldskapr.
Ben Húr tekr öllum skáldsögum, er birzt hafa á vorri
tungu, langt fram, hvort heldr litið er á andann, sem þar ræSr,
ellegar hina skáldlegu íþrótt. Og eftir því ætti lesendr sög-
unnar aS muna, aS viS að fœra þetta heimsfræga ritverk í letr
snerist höfundrinn — Lewis Wallace — til kristinnar trúar. ÞaS
mun einsdœmi í sögu heimsbókmenntanna.
Frá þessu hefir áðr verið sagt i „Sam.“ fMarz 1905) um
leið og getið var um lát höfundarins.
Á langaföstu einkum notar kristiS fólk þjóSar vorrar
Passíusálma Hallgríms Pétrssonar. Og þvi betr sem þaS
sálmaverk er notaS af íslenzkum almenningi, því meir ætti oss
að fara fram í sönnum kristindómi. Því Passiusálmarnir eru
dýrmætasta guSsorðabókin, sem fram hefir sprottið i íslenzkri
kirkju. KristindómsboSskaprinn, sem í þeim sálmum er fluttr,
er svo frábærlega hreinn og sterkr, — svo fullr af heilögum
anda. Sá, sem ástfóstr hefir lagt við þann boðskap, vísar öllum
hálftrúar-kenningum óðar á dyr. AuSvitaS samrímist þá efniS
í „nýju guðfrœSinni“ boðskap Passíusálmanna ekki fremr en
eldr vatni. Villutrúarstefna nýju guSfrœðinnar nær sér aldrei