Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 30
2Ö
Akraness og Margrétar konm hans aö Hnausum. Lára heitin
var ekki fullra 18 ára, er hún lézt. Hún var einkar framferðis-
góö og vönduö stúlka, eins og hún átti kyn til, og mesta eftirlæt-
isbarn fóstrforeldranna, sem hvorki spöruöu fé né fyrirhöfn, svo
hún gæti notið beztu læknishjálpar og aöhjúkrunar, sem föng
voru á, þó allt yröi þaö árangrslaust. Lík hennar var fíutt td
Hnausa og jarösett í grafreit Breiðuvíkr-safnaðar io. Marz, að
viðstöddum fjölda fólks. Jóh. B.
Fulltrúar þetta ár í Árdalssöfnuði eru þeir Tryggvi Ingj-
aldsson fforsetij, Jón Jónsson, jr. fskrifarij, Metúsalem Jóns-
son (féh.J, Árni Bjarnarson og Jón Hornfjörð. í djáknastöðu
voru þau kvödd Mrs; Hólmfríðr Ingjaldsson og Eiríkr Jóhanns-
son. Jóh. B.
23. Nóv. síðastl. lézt Mrs. Rannveig G. Sanders, að Mimi,
Sask., 55 ára, kona Jóns Jónssonar Sanders, frá Söndum í Mið-
firði í Húnaþingi. Hún var dóttir séra Guömundar heitins Yig-
fússonar á Melstað í Miðfirði. Á lífi eru sjö börn hennar, öll
uppkomin. Með manni sínum var hún nýflutt vestr frá Sel-
kirk. Hér bjuggu þau um tólf ár. Rannveig heitin var bezta
kona, ávallt boðin og búin til að hjálpa öllum góðum fyrirtœkj-
um áframj, og hverjum þeim, sem hjálpar þurfti og hún gat náð
til. Enginn studdi stöfnuðinn betr en hún. Hún unni kirkj-
unni sinni af hjarta. Og að því mátti ganga vísu, að sjá hana
við guðsþjónustur allar, eins áreiðanlega og prestinn, ef heilsa
hennar leyfði eða aðrar ástœður, sem hún gat ráðið við. Eftir
að hún kom vestr saknaði hún mest kirkjunnar sinnar. En svo
þóknaðist drottni að bœta úr þvi með því að lofa henni að flytja
heim, inn í kirkjuna fullkomnu hjá sér. Margir sakna Rann-
veigar heitmnar. Einn þeirra er prestrinn hennar. N. S. Th.
1. Marz dó í Selkirk Anna Þorláksdóttir, ekkja Stefáns
Bjarnasonar frá Sjávarborg í Skagafirði, sem drukknaði hér í
Rauöá fyrir tíu árum, og fóstra þeirra systkina, Stefáns Björns-
sonar og Mrs. Guðrúnar Kelly, i Selkirk. Hjá þeirn haföi hún
dvalið til skiftis síðan hún fluttist hingað af íslandi með manni
sínum fyrir rúmum tuttugu árum. Fimm börn höfðu þau hjón
átt, en misstu þau öll ung nema son, sem drukknaði fullorðinn.
Og fimm börn tóku þau að sér og fóstruðu. Anna heitin var 96
ára, er hún lézt, óvenjulega ern og sjóngóð. Andlitiö var ung-
legt þrátt fyrir hinn háa aldr. Hún var góðkvendi og unr.i
drottni sinum, en sjálfri fannst henni hún vera vond. Hún óx
ekki með aldrinum burt frá náð drottins, heldr æ lengra inn í