Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 18
14 Kristr kennt þessum afburða-manni, sem var höfði hærri öllum samtíðarmönnum sínum og gnæfir enn sem Gríbr- altar-klettrinn upp úr hafi tímans. Hann átti barns- hjartað óskemmt til dauðadags. Þótt hann væri hátt upp hafinn yfir aðra menn, var hann ávallt hreinn í lund, viðkvæmr og ástríkr. Þess vegna elskum vér hann og blessum minningu hans. Guð gefi, að minning þessa góða manns sé eins og engill frá himni ávallt upp- yfir þjóð vorri, svo liún verði hógvær, hrein og guðelsk- andi, jafnframt því, sem hún er auðug og voldug. Já, guð gefi, að andi Abrahams Lincolns livíli vfir oss að eilífu. Nokkur orð um deiluna. Eftir séra Rúnólf Marteinsson. 1 „Heimskringlu' ‘ -blaði einu, sem nýlega hefir birzt, er ritgjörð eftir Lárus Guðnmndsson um „Trúmálin og deiluefnið'G Er þar átt við núverandi trúardeilu kirkju- félags vors. Þar er ýmislegt vel sagt, ekki sízt það, að þetta sé ekki neitt deilumál milli tveggja manna, heldr tilheyri öllum jafnt, að það sé heilög skylda......,,fyrir hvern einasta mann og konu að gjöra grandgæfilega upp reikningana við sjálfa sig, gæta vandlega að, hvar hann feða liún] stendr í tilliti til sinnar hjartanlegu trúa r- sannfœringar.“ Á þetta atriði er tæplega unnt að leggja of mikla áherzlu. Lúterska kirkjan hefir frí, upphafi lagt áherzlu á hið almenna prestdœmi kristinna manna, rétt hvers einstaklings til að eiga óhindrað við- tal við guð í eigin hjarta sínu. En með þessu er mann- inum fengið hið mesta vald, sem hann getr eignazt á jörðinni. f þessu er það í raun og veru fólgið, að hana hefir frjálsræði til að velja hið góða eða hafna því, láta líf sitt tengjast guði eða varpa honum fvrir borð. Liggr þá ekki í augum uppi, að hinum dýrmætustu hlunnindum mannsandans fvlgir hinn mesti vandi, sem hugsazt getr! Það er því vissulega ekki um skör fram, þá er eins mikið er um deilur og nfi, að menn sé beðnir að athuga málin

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.