Fréttablaðið - 02.04.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 02.04.2011, Síða 6
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR6 Hafðu samband. Við hjálpum þér að velja rétta kortið. MASTERCARD KREDITKORTA BJÓÐUM ALLAR TEGUNDIR kreditkort.is | Ármúla 28 Best væri vitaskuld að þurfa ekki að greiða neitt en frekar kýs ég það næstbesta en það versta. Þess vegna segi ég já. Gerður Kristný, rithöfundur „ “ Já er leiðin áfram! Áfram-hópurinn eru þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem telur að best sé fyrir okkur að ljúka Icesave málinu með samþykkt fyrir- liggjandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Starf hópsins byggir á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja og sjálfboðavinnu fjölda fólks. www.afram.is NOREGUR Norska olíufélagið Statoil tilkynnti í gær að gríðar- stór olíulind hefði fundist í Bar- entshafi, um 200 kílómetra norð- vestur af Hammerfest. Þetta er mesti olíufundur Norð- manna í meira en áratug. Talið er að olíulindin geymi á bilinu 150- 250 milljónir fata af olíu. Norskir fjölmiðlar áætla að verðmæti olíunnar þar sé á bilinu 100-165 milljarðar norskra króna, eða sem svarar 2.000 til 3.400 milljörðum íslenskra króna. - kmu Statoil fann stóra olíulind: Stærsti olíu- fundur í áratug DÓMSMÁL Ákæra var þingfest í gær á hendur þjófagengi sem ber ábyrgð á einni mestu innbrotaöldu sem um getur á Íslandi. Þrír mannanna hafa við skýrslu- tökur hjá lögreglu játað á sig 75 innbrot á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið haust, frá september og fram að áramótum. Í öllum til- vikum var farið inn í heimahús og ýmsum munum stolið. Tjónið nemur tugum og jafnvel á annað hundrað milljónum. Fjórði maðurinn er grunaður um að hafa keypt allt þýfið af þeim og selt með hagnaði. Sá fimmti er talinn eiga minni hlut að máli. Þjófarnir þrír og kaupandinn tóku sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar fyrir dómi í gær. Fimmti maðurinn sagði við þingfestinguna að hann hefði ein- ungis talið sig vera að hjálpa vini sínum að flytja, eins og hann hefði gert áður, en að hann hafi ekki vitað að hann væri að meðhöndla þýfi. Verjendur mannanna fengu hver um sig í hendur fullan pappakassa af málsskjölum í héraðsdómi, enda er málið gríðarlega umfangsmikið. Lögregla telur mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum. - sh Fullir kassar af málsskjölum afhentir verjendum í risavöxnu þjófnaðarmáli: Stórtæku þjófagengi birt ákæra STÁLU ÖLLU STEINI LÉTTARA Enginn mannanna gekkst við sök fyrir dómi í gær. Þrír þeirra tóku sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Umhverfisátakið Grænn apríl, sem stendur allan aprílmánuð, var sett af stað í gær. Tilgangur átaksins er að vekja Íslendinga til umhugsunar um umhverfismál og kynna grænar og umhverfisvænar vörur og þjónustu. „Hugmyndin að baki átakinu er að nota aprílmánuð til þess að skoða stöðuna í umhverfismálum hér á landi. Svona mánaðarátak er einstakt á heimsvísu en 22. apríl er alþjóðlegur dagur umhverfisins,“ segir Valgerður Matthíasdóttir, meðlimur í samtökunum Grænum apríl sem nýverið voru stofnuð. „Við hér á Íslandi erum að mörgu leyti langt á eftir nágrannaþjóðum okkar hvað varðar meðvitund um umhverfismál. Við erum svo vön því að vera í svo mikilli nálægð við hreina og villta náttúru og vatnið okkar er svo gott. En við erum mjög slæm í öllu sem tengist úrgangi og rusli sem fylgir nútímaþjóðfélagi.“ Samtökin Grænn apríl hafa það að markmiði að hvetja ríkisstjórn- ina, sveitarstjórnir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að vinna saman að því að gera apríl að grænum mánuði. Munu samtökin á næstu vikum standa fyrir fjölda fjölbreytilegra viðburða er varða umhverfismál. - mþl Samtökin Grænn apríl vilja vekja landsmenn til umhugsunar um umhverfismál: Umhverfisátak í aprílmánuði GRÆNN APRÍL Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra setti átakið af stað í ráðhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Heldurðu að það sé langt í kjarasamninga? Já 77% Nei 23% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að mæta og greiða at- kvæði um Icesave-samninginn? Segðu skoðun þína á Visir.is. FÓLK Velunnarar Priyönku Thapa hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda henni hér á landi. Útlendingastofnun synjaði henni um dvalarleyfi í vikunni. Priyanka er 23 ára gömul nepölsk stúlka en í Nepal bíður hennar ókunn- ur fer tugur karlmaður sem hefur keypt hönd hen n - ar af fátækri fjölskyldunni. Ákveðið hefur verið að sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir hana. „Við ætlum að leita allra leiða til að gera henni kleift að vera hér á landi áfram,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Priyönku. „Við teljum aðstæður hennar vera svo sérstakar að hún eigi í fyrsta lagi rétt á því að fá dvalarleyfi hér en jafnframt að þær rétt- læti það að hún fái einfaldlega ríkisborgararétt frá Alþingi.“ Almennt er gerð krafa um að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi búið hér á landi í sjö ár og hafi dvalarleyfi frá Útlendingastofn- un. Ljóst er að Priyanka uppfyllir ekki þau skilyrði en fólk í hennar stöðu getur komist hjá þeim með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. „Þá setur Alþingi ein- faldlega lög um að einhverjir til- teknir einstaklingar hljóti ríkis- fang en það hefur Alþingi gert tvisvar á ári undanfarna áratugi,“ segir Sigurður Örn. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá fjölskyldu á Suður- nesjum undanfarin misseri. Fjöl- skyldan hefur tekið ástfóstri við Priyönku og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess stundað nám við háskólabrú Keilismeð mjög góðum árangri, en hún útskrifast þaðan í maí. Priyanka er óttaslegin um framtíðina en að öllu óbreyttu verður henni gert að yfir- gefa Ísland á næstu mánuðum. Útlendingastofnun úrskurðaði að Priyanka uppfyllti ekki skil- yrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og taldi ekki sannað að hennar biði hjóna- band sem hún yrði neydd í. Priyanka, fjölskylda hennar og lögmaður afla nú frekari sönnun- argagna um stöðu hennar í Nepal. Líklegast verður farið fram á að málið verði tekið upp aftur af hálfu Útlendingastofnunar. Ása Guðný Ásgeirsdóttir mannfræðingur hefur rannsakað stöðu kvenna í Nepal. Hún segir að Pryönku gæti beðið erfitt líf í Nepal. Landið sé meðal þeirra fátækustu í heimi og þar njóti konur almennt lítilla réttinda. Á fimmtudag var stofnaður hópur á Facebook til stuðnings Pryönku en á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu rúmlega 6.000 manns gengið í hópinn. magnusl@frettabladid.is Priyanka sækir um ríkisfang hér á landi Priyanka Thapa hyggst sækja um íslenskan ríkisborgararétt til að koma í veg fyrir að hún verði send aftur til Nepals þar sem hennar bíður nauðungarhjóna- band. Mannfræðingur segir að erfitt líf gæti beðið Priyönku í Nepal. PRIYANKA THAPA Að öðru óbreyttu verður Priyönku gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Hennar gæti beðið erfitt líf í Nepal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SIGURÐUR ÖRN HILMARSSON Við ætlum að leita allra leið til að gera henni kleift að vera hér á landi áfram. SIGURÐUR ÖRN HILMARSSON LÖGMAÐUR PRIYÖNKU THAPA KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.