Fréttablaðið - 02.04.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 02.04.2011, Síða 12
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR12 FRÉTTASKÝRING: Hver er gengisáhættan við nýjan Icesave-samning? 4. hluti Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjald- eyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veru- leg áhrif. Verði Icesave sam- þykkt er málið talið úr sög- unni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. Með samþykkt laganna um Icesave eftir slétta viku yrði Tryggingar- sjóði innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) gert kleift að hefja endur- greiðslu á lágmarkstryggingu inn- stæðna á Icesave-reikningum Landsbankans til Breta og Hollend- inga. Notaðir yrðu þeir fjármunir sem endurheimst hafa úr þrotabúi Landsbankans, eignir trygginga- sjóðsins og framlag úr ríkissjóði eftir því sem á þyrfti að halda. Skiptar skoðanir eru á því hversu stórt hlutverk gengi krónunnar leik- ur í mati á áhættu tengdri nýjum Icesave-samningi. Yfir níutíu pró- sent af þeim tekjum sem þrotabúið fær eru í erlendum gjaldeyri. Fjórðungsfall krónu yrði dýrt Í nýrri umfjöllun hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefur verið dregin upp mynd af mögulegum áhrifum gengis- sveiflna krónunnar. Til hliðsjónar við útreikninginn var hafður fyrri útreikningur Seðlabanka Íslands. (Sjá töflu hér til hliðar.) Þar kemur fram að veikist gengi krónunnar um 25 prósent hafi það umtalsverð neikvæð áhrif á kostnað ríkissjóðs. „Hann mun þá aukast um 92 millj- arða og fara í 119 milljarða,“ segir þar og um leið er bent á að geng- isstyrking hafi aftur á móti minni áhrif, en 25 prósenta styrking krón- unnar myndi lækka kostnað ríkis- sjóðs um 14 milljarða. „Áætlaður kostnaður ríkissjóðs af samningnum er áætlaður um 27 milljarðar. Verði heimtur úr búinu betri en áætlanir gera ráð fyrir, greiðslur úr búinu berist fyrr og gengisþróun verði hagstæð getur kostnaður ríkissjóðs orðið engin. Þróist allir hlutir til verri vegar, heimtur úr búinu versni umtals- vert, greiðslur úr búinu drag- ist og gengið falli um 25 prósent getur kostnaður ríkissjóðs orðið rúmlega 200 milljarðar,“ segir í umfjöllun hagdeildar ASÍ, en vert er að hafa í huga að við fjórðungs- gengisfall krónunnar er hætt við að ansi margt annað fari aflaga í efnahagslífinu, svo sem með því að verðbólga rjúki af stað með til- heyrandi áhrifum á verðtryggðar skuldir heimila og fyrirtækja. Tímasetning ekki tilviljun Eftir stendur spurningin um hversu líklegt það sé að gengis- þróun krónunnar verði óhagstæð á þeim tíma sem mestu varðar við endurgreiðslu og heimtur vegna Icesave-samningsins. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur í nýlegri umfjöllun komist að þeirri niður- stöðu að gengisáhætta í Icesave- samningnum sé viðunandi þegar litið sé til þeirra hagsmuna sem Ísland hafi af því að ljúka málinu. Hann hefur bent á að veikist gengi krónunnar aukist heimtur úr þrota- búinu, en þar sem íslenski trygg- ingarsjóðurinn fái ekki meira en 677 milljarða úr því, en þeirri tölu yrði náð við um tólf prósenta veik- ingu, hafi öll veiking umfram það þau áhrif að skuldirnar aukist án þess að meira fáist úr þrotabúinu. Á móti bendir Friðrik á að raun- gengi krónunnar sé nú 20 til 30 prósentum fyrir neðan meðal- tal síðustu áratuga, jafnvel þó að þensluárunum skömmu fyrir hrun sé sleppt. Þótt ekki sé hægt að útiloka sveiflur á gengi krónunnar virðist vart fyrir hendi efnahags- legar forsendur mikilla sveiflna. Þá geti Seðlabankinn að verulegu leyti stjórnað breytingum á gengi krón- unnar, svo fremi sem gjaldeyris- höft séu við lýði. „Beinir hagsmunir ríkisins af því að gengi krónunnar haldist stöðugt eru verulegir að Icesave slepptu: Hreinar erlendar skuldir opin- berra aðila eru nú um 380 millj- arðar króna. Ríkissjóður er einnig í ábyrgð fyrir erlendum skuldum Landsvirkjunar sem nema um 3,2 milljörðum dollara eða nálægt 370 milljörðum króna á núverandi gengi,“ segir í grein Friðriks Más í Fréttablaðinu 30. mars. Áfram lokað með óleyst mál Þorbjörn Atli Sveinsson, sérfræð- ingur greiningardeildar Arion banka, bendir á að tæpast sé til- viljun að í nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta sé miðað við að því ljúki ekki fyrr en árið 2015. „Þá verður þetta mál búið að mestu leyti,“ segir hann og kveður næstu tvö ár skipta mestu máli, bæði fyrir gjaldeyrisáhættu og endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans. „Það eiga að koma inn tæplega 250 milljarðar næstu tvö árin og þá er maður kominn með um það bil 50 til 60 prósent upp í þessa fjár- hæð og gjaldeyrisáhættan minnk- ar um leið,“ segir Þorbjörn Atli. „Það er náttúrlega alltaf einhver áhætta fyrir hendi í báðar áttir í svona samningum, en undirliggj- andi þættir á borð við viðskiptaað- gang og gjaldeyrishöft ættu að geta stutt við krónuna og rúmlega það. Seðlabankinn ætti að geta haldið áfram að kaupa, en manni þætti alveg galið ef þeir færu að kaupa gjaldeyri og veikja krónuna með snjóhengjuna sem bæði felst í Ice- save og stöðu útlendinga sem vilja komast með krónur úr landi.“ Í umfjöllun hagdeildar ASÍ, sem vísað er til hér að ofan, segir að verði að veruleika fjárfestingar- verkefni sem þegar er unnið að mætti draga úr atvinnuleysi og aukinn hagvöxtur gæti skilað aukn- um verðmætum sem næmu um 120 milljörðum fyrir þjóðfélagið í heild á næstu þremur árum. „Ekki er hægt að fullyrða að lausn Icesave deilunnar muni sjálfkrafa leiða til þess að erlend- ir lánsfjármarkaðir opnist og þar með verði öllum hindrunum rutt úr vegi fyrir auknum fjárfestingum og nauðsynlegri endurfjármögn- un eldri lána. En það má segja með nokkuð góðri vissu að á meðan deil- an er óleyst þá munu erlendu láns- fjármarkaðirnir vera lokaðir. Slíkt ástand er áskrift að stöðnun,“ segir í umfjöllun hagdeildarinnar. KRÓNUR OG GJALDEYRIR Í áætlun um afnám gjaldeyrishafta er rík áhersla lögð á að stíga varlega til jarðar og hætta ekki á gjaldeyrisóróa. Samkvæmt áætluninni verður höftum ekki aflétt að fullu fyrr en eftir fjögur ár eða svo. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND Í höftum virðist áhættan lítil „Ef pundið fer í gengið sem var á móti evru árið 2007 eykst kostnaður samningsins um sem nemur 150 milljörðum króna án þess að íslenska krónan þurfi nokkuð að breytast,“ segir Sigurgeir Jónsson, hagfræðingur hjá bandaríska fjármálafyrirtækinu Aram Global. „Menn hafa sagt að hægt sé að verja áhættu erlendra gjaldmiðla með framvirkum samningum, en það stenst ekki skoðun. Í framvirkum samningi er verið að verja línulega gjaldeyrisáhættu fyrir fasta fjárhæð en í þessum samningi er áhættan ólínu- leg. Ef pundið fer í ranga átt, þá töpum við vegna þaks á endurheimtum Tryggingasjóðs og ef það fer í rétta átt þá högnumst við lítið, þar sem eignir lækka í virði samhliða skuldum. Sama er uppi á teningnum þegar nafngengi krónunnar breytist.“ Hvað íslensku krónuna varðar segir Sigurgeir ljóst að gangi allt upp þá sé gengiskostnaður ekki mikill. Hann segir hins vegar litla áhættugrein- ingu felast í að gera spá um lík- lega niðurstöðu. „Áhættugreining felst í því að segja hver sé áhættan ef við höfum rangt fyrir okkur,“ segir hann og kveður gall- ann við Icesave-samninginn ekki bara að greiðslur hækki ef krónan veikist, heldur hækki talan sem borga þarf í erlendri mynt. Ómögulegt sé fyrir landið að vera í þeirri stöðu að nafn- gengið megi ekki veikjast, því veiking nafngengis sé mikilvægur öryggisvent- ill í hagstjórn þegar verulegt ójafnvægi sé milli framboðs og eftirspurnar. Eins efast Sigurgeir um að hægt verði að halda gengi krónunnar stöð- ugu í gjaldeyrishöftum, enda gríðarlegt magn gjaldeyris sem leiti úr landi. Hann bendir á að stóran hluta síðustu 30 ára hafi krónan verið í höftum, en hafi þó nafngengi hennar veikst um sem nemur tveimur prósentum á ársfjórðungi, að meðtaltali. „Tímabil Icesave-samningsins er líka 30 ár ef allt fer á versta veg,“ segir hann og áréttar að núna séu þær aðstæður uppi að veiking krónunnar gæti orðið meiri, að minnsta kosti tímabundið. Verði nafngengi krónunnar haldið föstu með handafli innan gjald- eyrishafta segir hann kostnaðinn bara koma fram annars staðar. SIGURGEIR JÓNSSON Þrýstingur er í veikingarátt Áætlunin um afnám gjaldeyrishafta sem kynnt var 25. mars síðastliðinn ber með sér að ekki eigi að hætta á að óstöðugleiki verði á gjaldeyris- markaði. „Hversu hratt verður hægt að afnema höftin mun ráðast af því hvernig aðstæður þróast,“ segir í áætluninni og áréttað að einnig skipti máli hversu traustar varúð- arreglur um gjaldeyrisáhættu og aðra áhættu í alþjóðlegri starfsemi innlendra fjármálastofnana verði til staðar þegar höft verða afnumin. „Með þetta í huga er lagt til að núverandi lagaheimild verði fram- lengd í u.þ.b. fjögur ár, sem ætti að tryggja að hægt sé að afnema höftin á þeim hraða sem aðstæður leyfa án þess að óstöðugleiki hljótist af.“ Áætluninni er skipt upp í tvo áfanga. Þegar á að hefja þann fyrri en í honum er málum þannig fyrir komið að ekki reynir á gjald- eyrisforða landsins. „Áður en síðari áfangi hefst munu varúðarreglur sem takmarka gjaldeyrisáhættu fjármálastofnana verða styrktar. Einnig kæmi til greina að takmarka alþjóðlega starfsemi banka með höfuðstöðvar á Íslandi á meðan Ísland stendur utan Efnahags- og myntbandalags Evrópu og full- nægjandi samevrópsku öryggisneti fyrir slíka starfsemi hefur ekki verið komið á fót,“ segir í áætluninni. „Í þessum áfanga er hættan á óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði að óbreyttu mun meiri en í fyrri áfanganum sem fjallað var um hér að framan. Líkur á að hún raunger- ist verða hins vegar minni eftir því sem fyrsti áfanginn hefur gengið betur og eftir því sem almennar forsendur þess að leysa höftin, sem fjallað er um í viðauka, eru betur uppfylltar. Meginskilyrðið er að ríkissjóður og viðskiptabankarnir hafi viðunandi aðgang að erlendum lánamörkuðum.“ Höft til 2015 KYNNING Efnahags- og viðskipta- ráðherra og seðlabankastjóri kynna afnám hafta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Áhrif gengisbreytinga á kostnað vegna Icesave Breytingar frá grunndæmi* -25% -10% 0 10% 25% Heildargreiðslur vegna Icesave 144 60 52 46 38 Hlutur TIF (auk arðgr. Iceland Food) -25 -25 -25 -25 -25 Greiðslur ríkissjóðs vegna Icesave 119 35 27 21 13 *Allar tölur eru í milljörðum króna. Heimild: Hagdeild ASÍ (í fréttabréfi 31. mars 2011) Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is „Ég held að gjaldeyrisáhættan sé minni háttar mál. Menn hafa eitthvað verið að stilla upp einangruðum dæmum, en þetta þyrfti að skoða inni í miklu stærra líkani,“ segir hann og vísar til þess að gengið verði aldrei það eina sem breytist. „Og þá kemur til kasta hinna efnahagslegu fyrirvara sem í samningnum eru,“ segir hann. „Núna eru líka miklu meiri líkindi á að gengið hækki en það lækki. Krónan er of lágt skráð,“ segir hann og bætir við að það finni hver sá sem kaupa þarf sér varning utan landsteinana. „Ég myndi setja minni líkindi á það sem gæti komið okkur illa en það sem getur komið okkur vel.“ Til þess að hlutir færu aflaga segir Þórólfur að til þyrftu að koma áföll sem yllu meiri háttar hamförum í íslensku efnahagslífi, svo sem kjarnorkuslys á miðunum sem kippti fótunum undan sjávarútvegi landsins. „Eða ef stóreldgos hæfist um leið í Heklu, Kötlu, Öskju og Drangajökli sem fæla myndi alla ferðamenn frá landinu.“ Sé hins vegar vísað til gengisáhættu vegna innbyrðis sambands punds og evru segir Þórólfur enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því í tengslum við Icesave-samninginn. „Lánasafn Íslands er svo stórt að hægt er að hliðra öðrum lánum á móti til þess að núlla þá áhættu.“ Meiri líkur á styrkingu ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.