Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 16

Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 16
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR16 Hruni íslensks efnahagslífs fylgdi tómarúm sem þarf að fylla. Hagkerfið byltist á einni nóttu og atvinnu- lífið í leiðinni. Endurreisn þess er aðeins rétt nýhafin og fyrir dyrum stendur að taka ákvarðanir sem munu móta íslenskt þjóðfélag til langrar framtíðar. Í því felast bæði tækifæri og hættur, en keppi- keflið er varanlegar undirstöður atvinnulífsins og stöðugleiki. Atvinnustefna Á borðinu liggur plagg undir yfirskriftinni Ísland 2020 – sókn atvinnulífs og samfélag. Burðar- virkið í þessu stefnumarkandi plaggi stjórnvalda er atvinnu- stefna þessa áratugar. Allir sem vettlingi geta valdið komu að stefnumótuninni; stjórnvöld, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins, fulltrúar þing- flokka og formenn vísindanefndar og tækninefndar. Það má með rökum halda því fram að á Íslandi hafi aldrei verið til atvinnustefna fyrr en nú. Atvinnusköpun hefur ráðist af til- viljunarkenndum viðbrögðum við þeim tækifærum sem skolar hér upp að landinu og sem viðbrögð við vandamálum. Einhver gæti líka haldið því fram að markaðs- hyggja liðinna ára hafi ráðið hér einhverju um; að atvinnustefna sé lítið annað en óæskileg afskipta- semi hins opinbera af því sem frjálst hagkerfi eigi að annast. Annar gæti haldið því fram að þetta væri einfaldlega skapgerð- areinkenni Íslendinga, sem lengi hafa þurft að bregðast við dyntum náttúrunnar við að draga björg í bú. Það liti ákvörðunartökuna, eða skýri af hverju ákvarðanir virðist teknar án framtíðarsýnar. Menntunarvandi Einnig má halda því fram að menntakerfið í landinu dragi dám af þessu. Núna þegar bankaból- an er sprungin sýna tölur yfir atvinnulausa eftirfarandi í gróf- um dráttum: Hlutfallslega er langstærsti hluti þeirra sem eru atvinnulausir ungt fólk með litla menntun. Á sama tíma er gríðar- legur skortur á sérhæfðu vinnuafli til að svara kalli tæknigreina, en hugverkaiðnaðurinn telur sig geta ráðið tíu þúsund manns á næsta áratug. Það eru þrjátíu prósent af þeim 35 þúsund störfum sem stefnan er sett á að verði hér til á þeim tíma. Að stórum hluta er atvinnuleysið því menntavandi; þeir sem nú eru atvinnulausir eru einna verst fallnir til að fylla ný störf sem krefjast mikillar og sértækrar menntunar. Ágætu menntakerfi hefur einfaldlega mistekist að svara kalli iðnaðar- ins eftir sérmenntuðu fólki og nið- urstaðan er verulegt misræmi á milli framboðs og eftirspurnar á atvinnumarkaði í augnablikinu. Mennt er máttur Jón Ágúst Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Marorku, hélt áhugaverðan fyrirlestur á opnum fundi ASÍ um atvinnu- og umhverfismál í janúar. Þar hélt hann því fram að þögul umbylting atvinnulífsins ætti sér stað um þessar mundir. Vísaði hann þar til uppgangs tæknifyrirtækja, sem er hraðari en búist hafði verið við. Hann kallaði eftir skýrri mennta- og atvinnustefnu sem hefði það að leiðarljósi að styðja við þær atvinnugreinar sem helst gætu vaxið. Til þess þyrfti sveigjanlegt mennta- og félagskerfi sem mætti breytilegum þörfum atvinnulífs- ins og miðlaði fólki í réttar áttir. Hann kallar með öðrum orðum eftir stýringu til að mennta fólk handa atvinnugreinum í vexti. Hafa ber í huga að til að mæta eftirspurn hugverkagreinanna eftir vinnuafli þarf að útskrifa allt að tvö þúsund manns á ári í hönnun, hugbúnaðargerð og tæknigreinum. Á sama tíma stend- ur hugverkaiðnaðurinn nú þegar undir fimmtungi af útflutnings- tekjum þjóðarinnar. Það er því til mikils að vinna og við fyrstu sýn liggja sóknarfærin ekki síst í framtíðarsýn eins og Jón lýsir. Þetta er snjór! Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein sem mjög er litið til í uppbyggingunni eftir hrunið. Myndarlegur framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í farvatninu sem er ætlað að skrúfa ofan af ára- tuga andvaraleysi gagnvart því að viðhalda og vernda helstu náttúru- perlur þjóðarinnar; það sem flestir ferðamenn eru komnir til að sjá. Sjóðurinn skapar störf í bygging- ariðnaði og við hönnun. Ekki mörg, en mjór er mikils vísir. Unnið er að tveimur nýsköp- unarverkefnum, sem lúta ann- ars vegar að heilsutengdri ferða- þjónustu og hins vegar að aukinni vetrarferðamennsku. Ferðamála- áætlun 2011 til 2020, sem er til umfjöllunar á Alþingi, dregur mjög dám af þessu. Samtök ferða- þjónustunnar eru að hefja sam- starfsverkefni þar sem markmið- ið er að leiða saman alla sem geta lagt grunninn að því að lengja ferðamannatímann. Að nokkru er að keppa. Í dag skapa 500 þúsund ferðamenn tæp- lega tíu þúsund störf. Fimmtíu þús- und gestir yfir vetrarmánuðina til viðbótar skapa þúsund störf, sé þumalfingursregla notuð. Flaggskipið Veiðar og vinnsla sjávarafurða í óbreyttri mynd skapa gríðarleg verðmæti en tilgangslaust er að horfa til greinarinnar hvað fjölg- un starfa snertir. Sagan kennir að störfum fækkar jafnt og þétt í sjávarútvegi og það sama á við um landbúnað. Hins vegar hefur verið á það bent að mikil tækifæri felast í frekari löndun afla innanlands. 1.500 störf hafa verið nefnd í því sambandi, sem er bratt. Það er þó óumdeilt að þarna felast tækifæri. Þá má slá því fram að tugþúsundir manna í löndum Evrópu og víðar starfa við að fullvinna íslenskan fisk í neytendaumbúðir. Fullvinnsla Það er gagnrýnt að úrvinnsla úr áli hér á landi sé ekki meiri en raun ber vitni. Talað er um álbræðslur, sem er ekki réttmætt. Nokkur úrvinnsla er þegar til stað- ar. Fjölmörg fyrirtæki hafa þess utan sprottið úr þeim jarðvegi sem álverin hafa skapað. Hins vegar hafa forsvarsmenn áliðnaðarins bent á að það er ekki sjálfgefið að úrvinnsluiðnaður þróist hér þrátt fyrir nálægðina við frumvinnslu áls. Fjarlægð frá mörkuðum ræður þar mestu. Kostirnir virðast því í fljótu bragði vera tveir: Að auka álframleiðslu og ekki síður byggja upp fleiri tæknifyrirtæki í sam- starfi við áliðnaðinn í landinu. Til umhugsunar er vert að nefna lítið dæmi Þorsteins Inga Sigfús- sonar, forstjóra Nýsköpunarmið- stöðvar. Hann bendir á að fram- leiðandi fluguveiðihjóla á Ísafirði, Einarsson Fly Fishing, sjötíufaldi virði hvers kílós af áli sem fyrir- tækið noti við sína framleiðslu. Nýsköpun Þess misskilnings gætir að í nýsköpun felist fyrst og síðast stofnun stórra fyrirtækja sem byggi á stórkostlegri og frum- legri hugmynd. Fyrirtækin Össur, Marel og CCP eru þráfald- lega nefnd í þessu samhengi. Hitt gleymist að Össur er fjörutíu ára gamalt félag og það tók þrjá ára- tugi að ná milljarði í veltu. Marel á sér áþekka sögu. En í höfuðstöðv- um íslenskrar nýsköpunar er hvatt til þess að gróin fyrirtæki í öllum greinum efli nýsköpunarstarf sitt, enda sé þar mannauður og fjár- magn. Þessi nýsköpun, eða innri vöxtur fyrirtækja sem þegar eru komin á fæturna, mun skila störf- um strax; á frumkvöðlastarfinu verður hins vegar frekar byggt í framtíðinni. Nýtt hagkerfi Fjármálahagkerfið er dautt og það mun skýrast á næsta áratug hvar vaxtarmöguleikarnir liggja. Áfram verður byggt á grunnstoð- unum þrem; fiski, orkufrekum iðn- aði og ferðaþjónustu. Sú fjórða, hátækni og þekkingariðnaður, er komin á sinn stað en eftir er að styrkja hana lítillega. Framtíðin liggur í grænni atvinnuuppbygg- ingu í samræmi við hugmynda- fræði sjálfbærrar þróunar, sam- kvæmt stefnumótun stjórnvalda. Leiðin til að mæta atvinnu- leysinu liggur fyrst í ráðstöfunum til skamms tíma; vinnuaflsfrekum framkvæmdum er það kallað, og koma innlendri og erlendri fjár- festingu af stað með öllum ráðum, framleiða og ná upp hagvexti. En þegar litið er til framtíðar er atvinnuleysið í landinu mennta- vandi. Áskorunin felst ekki í því að búa til mörg störf. Hún felst í að þjálfa sem flesta til að taka virk- an þátt í verðmætasköpun, hvaða nafni sem hún nefnist. Takist það þarf ekki að kvíða langvarandi atvinnuleysi. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Fyrst og síðast menntunarvandi Ákvarðanir næstu missera munu móta íslenskt atvinnulíf til langrar framtíðar. Grípa þarf til skammtímaaðgerða vegna fjöldaatvinnu- leysis. En hvaða atvinnugreinar munu skapa þau störf sem koma atvinnuleysinu niður fyrir ásættanleg mörk til lengri tíma litið? La nd bú na ðu r Fi sk ve ið ar Fi sk vi nn sl a Ið na ðu r Ve itu r M an nv irk ja ge rð Ve rs lu n Fl ut ni ng ar G is ti / ve it. U pp lý si ng a Fj ár m ál Sé rfr æ ði Ö nn ur þ jó nu st a Fé la gs st ar f St jó rn sý sl a Fr æ ðs lu st . H ei lb r. / fé l Atvinnuleysi eftir atvinnugreinum 4% 10% 12% 9% 7% 16% 11% 12% 11% 8% 4% 7% 12% 8% 2% 2% 3% ■ júní 2009 ■ desember 2009 ■ júní 2010 ■ desember 2010 FRÉTTASKÝRING: Atvinnuleysi á Íslandi 9. hluti Lokahluti VAXTARMÖGULEIKAR VÍÐA Vandinn er langmestur í byggingariðnaði. Möguleikarnir á verulegri fjölgun starfa virðast mestir í ferðaþjónustu og í tæknigreinum. FRÉTTABLAÐIÐ/KIDDI Ferðamenn yfir veturinn til viðbótar skapa þúsund störf50.000
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.